mánudagur, júlí 28, 2008

Flugferðir næstu mánuðina ;o)

Jæja þá er kominn tími til að hoppa upp í flugvél og halda á vit ævintýranna... ætla að sóla mig á Mallorca í nokkra daga, kíkja í dásamlega Dísarferð til Stokkhólms og aldrei að vita nema maður skelli sér heim á klakann bráðlega. En bókaðar flugferðir eru eftirfarandi núna:

Lau 9. ágúst - Köben - Palma Mallorca
Lau 23. ágúst - Palma Mallorca - Köben

Föst 12. sept - Köben - Stockholm
Mán 15. sept Stockholm - Köben

Jíhaaa nóg til að hlakka til greinilega. Annars er allt gott að frétta héðan frá Kóngsins Köben, sól og blíða loksins hér...helgin var hlý og skemmtileg, ca 25-30°og sól. Kíkti á ströndina báða dagana, sólaði mig og lék dúndrandi tennisleik í vatninu við Gyðu og Kidda.

Í dag fórum við Gyða svo í misheppnaða chillferð í Parken. Hjólaði hress og kát eftir vinnu til að hitta hana, því við stöllur ætluðum að slaka á í garðinum, grilla pylsur og hafa það næs. Veðrið var æði og var það eina sem ekki klikkaði eða í stuttu máli:
* Keyptum einnota grill sem var allt blautt og gekk því erfilega að kveikja upp í
** loksins tókst það, ég brenndi mig og viti menn - það hitnaði ekkert
*** Gyða hjólaði út á bensínstöð til að kvarta og fá nýtt...loksins fengum við heitt grill
**** Urðum fyrir árás GEITUNGA VIÐBJÓÐA...shit hvað þetta var ógó
*** Gyða hellti remúlaði í teppið sitt
** Brenndum eitt brauðið svo illa að það kviknaði í því
* Vorum eins og fávitar hlaupandi um grasið að reyna að borða pylsuna

En sem betur fer fór þetta allt á besta veg. SS pylsurnar bragðast alltaf jafn vel og sólin var næs. Er þó komin heim núna í notalegheitin. Eigið góðan dag elskurnar!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

.....hehehe litlu örvhentu stúlkurnar með eldspýturnar.:o) Bestu kveðjur á RBG
Mamma

Telma sagði...

hahaha..... sé ykkur í anda!!
Hlakka bara til að joina ykkur næstu grillveilsu, strandarferð og já jú gleymum ekki Stockholm :D ííhhha!!!

See you soon in Mallorca luv!!

Nafnlaus sagði...

hahahhah bara fyndið :)

Sella sagði...

Mamma: ørvhentir eru líka fólk - hehe.

Telma: Hlakka FÁRÁNLEGA MIKID til ad koma til Mallorca. Strandarferd, kokteilar og kósýheit...sjáumst eftir 10 daga ;)

Sigga: Já tér finnst tetta fyndid...tú hefdir ekki hlegid ef tú hefdir verid ein af okkur...shit hvad tetta var ógedslegt.

En geitungarnir fengu tó ekki pylsurnar okkar svo mikid er víst! Hehe

Stella sagði...

ohh beibí sakna þín allt of mikið, við þurfum að hittast :)

Nafnlaus sagði...

Hvad!? Vid vorum mjøg tøff ;) hehe