Rafvirkjar á RBG 34
Þokkalega getur maður verið stoltur af sjálfum sér þegar upplifunin "VERÐI LJÓS" á sér stað! Við stöllur, ég og Tóta gerðum okkur lítið fyrir og tengdum eitt stykki ljós í ganginum á leið niður í kjallara....já alveg sjálfar með litlu puttunum okkar.
Varúðarráðstafanir voru gerðar þar sem lekarofin var settur niður og ljósið tengt við glitur frá frábæru hjólaljósi ;o)
En ekki segja svo að stelpur geti ekki gert eitthvað nytsamlegt - þetta gátum við og meira segja verið með tyggjó í leiðinni - hehe
LIFIÐ HEIL - Jóhanna kemur á morgun.....jíhaaaaa
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Margt á daga mina drifið upp á síðkastið!
Síðasta helgi var algjör snilld í alla staði – en Sigga og Jóhanna Ruth komu í heimsókn snemma á fimmtudeginum. Eins og sönnum Íslendingum sæmir voru nokkrar velveldar mínútur nýttar í búðarrápi og var bara skondið að 90% þeirra sem voru í H&M barnadeildinni voru íslenskir!! Á föstudeginum kíktum við stelpurnar í búðir, sightseeing um CBS og svo hófst smá kojufyllerí hjá okkur skvísunum. Eftir rauðvín og osta kíktum við á Mexíbar og óhætt að segja að Strawberry Margarita, Cabriña (braselískur drykkur) og nokkrum öl síðar vorum við svo sannarlega í stuði. Dansgólfið á Barcelona, spjall við Johnny Bravo og fleirir góða kíktum við á bar þar sem Sigríður vildi ólm taka keppni í fuzball ;o) Í skjótu bragði var djammið snilld og misstum við næstum af lestarferð til Århus í hádeginu daginn eftir….
Meikuðum það þó í lestina og áttum einstaklega notalegar stundir með Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth alla helgina. Út að borða á Bali, pöbbarölt og gaman að hafa live hljómsveitir að spila, kíktum á skemmtistað sem var staðsettur í skipi niðrí höfn og svo heim. Kíktum á röltið í bænum, vorum menningarlegar og áttum einstakar stundir heima hjá þeim mæðgum…sjónvarpsgláp og nýja Party og Co. spilið var algjör snilld! Á mánudeginum var þó komin tími fyrir mig að snúa heim á leið enda skóli sem beið mín….TAKK FYRIR MIG – Hrefna þetta var æði gæði!
Svo skemmtilega vildi til að ég nældi mér í flensuviðbjóð þannig að ég lág heima þar til stelpurnar komu aftur í borgina. Áttum æðislegan dag og mikið var skrítið að kveðja þær :o( þið eruð velkomnar aftur!!
Við tóku smá skóladagar en fyrr en varði var komin aftur helgi – alveg fáránlegt og á föstudaginn fór ég í magnað IMM party með bekknum og var grímubúningaþema. Ég og Kata skemmtum okkur konunglega í undirbúiningi og fór ég sem ein af The pink ladies úr GREASE. Norsku strákarnir kíktu á okkur í nokkra öl fyrir partyið. Eftir ánægjulegt spjall drifum við okkur í partyið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og mikið dansað. Eftirpartý hjá Anette og heim alltof seint – enda drykkjan ágæt.
Í gær átti ég því frekar þynnkulegan dag…en það þýddi víst lítið því búið var að plana hvítvín og sushikvöld hjá Önnu Alberts og þaðan á þorrablótsball Íslendingafélagsins í Köben. Stuðið fór hægt af stað en ég, Magga, Hanna, Anna og Jóhanna horfðum spenntar á úrslitin af undankeppni Eurovision á íslandi og þaðan á ballið þar sem við hrisstum rassa við takt dúndurbandsins HUNANG ;o) Bara gaman…. Kíktum þaðan í bæinn en bæjarferð okkar Möggu endaði frekar fljótt á McDonalds og svo heim….þó æðislegt kvöld og öruggt að myndir af þessu koma eftir smá! Þangað til næst ástkæru vinir – BLESS
PS – Jóhanna vinkona er að koma á fimmtudaginn ;o) Get ekki beðið það verður æði gæði….
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Funny day...
Dagurinn i dag er búin að vera hinn ágætasti. Eva Ösp og Þórunn Katla buðu mér með í girslday í Amagercenter þar sem að sumir misstu sig meira en aðrir í búðum ;o) hehe nefni engin nöfn.... Eftir búðarráp og skemmtilegheit í mekka Amager lá leið okkar út í óvissuna sem endaði í þessari stórskemmtilegu bæjarferð í Dragør. Bara fyndið bæjarfélag og fullt af litlum krúttaralegum húsum, sæt höfn og fyndnasta litla biograf sem ég hef séð!! Á heimleiðinni heimsóttum við Ishavsfisk sem er íslensk/færeysk fiskbúð á Amager og gera þau gott betur en það því þar fást t.d. Ora grænar baunir, skonskur, flatkökur, blóðmör og pítusósa og fjárfesti hún frænka mín nánast í þessu öllu.
Ég er nú hjá Kötu að passa Jónínu Margréti og var erfiðara að komast hingað en oftast....Eva og Þórunn buðu mér að sitja í frá Østerbro til Vanløse, sem vildi ekki betur til að ég þurfti að taka lestina frá Herlev til Kötu og þeirra....fyrir þá sem ekki vita þá er þetta álíka gáfulekt og ég byggi í Breiðholtinu væri að fara að passa i Mosó en yrði skutlað til Hafnarfjarðar ;o) hehe bara ógeðslega fyndið.
Kvöldið er búið að vera það ánægjulegasta, High School Musical 2 í DVD á meðan við lituðum einar 3 myndir og lásum svo eina bók um Dadda litla í The Incredibles ;o) Jónína er nú sofnuð og ég vafra um á netinu.
Skóli á morgun kl.9 og í hádeginu mæta mínar ástkæru vinkonur Sigga og Jóhanna Ruth á svæðið - get ekki beðið. Náum skemmtó dögum hér í Köben áður envið leggjum í ferðaleg að heimsækja Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth í Århus...en þangað til næst....lifið heil!!
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
Skemmtileg helgi í faðmi fjölskyldunnar
Mikið átti ég yndislega helgi hér í Köben síðustu helgi. Gulla og Bragi komu alla leið úr vonda veðrinu á Íslandi í sína fyrstu ferð til Kóngsins Köben og var því margt brallað um helgina. Verslarnir á borð við H&M voru skoðaðar og auðvitað fylgdi poki með í kjölfarið, auk þess sem að við stóðum við loforð og kíktum á Hvids Vinstue barinn sem Jónas Hallgrímsson skáld fór reglulega á - ertu ekki glöð núna múttan mín kæra ;o) hehe
Eva Ösp og Natalía komu og hittu okkur þar og því sannkallaður fjölskyldufundur í veðurblíðunni. Röltum við á Kongens Nytorv þar sem fólk renndi sér á skautum, löbbuðum Nyhavn, skoðuðum Operuhúsið, kíktum á vaktaskipti í Amalieborg þar sem Margrét drolla býr og vá hvað var fyndið þegar Eva frænka varð nánast fyrir 6 marserandi varðmönnum í fullum skrúða!!
Eftir menningarlegt stopp þarna gengum við Lange linie að "DEN LILLE HAVFRUE" veðrið yndislegt svo þetta var ekkert smá gaman, verð þó að segja að hafmeyjan er ekki upp á marga fiska þó það sé gaman að sjá hana ;o)
Helgin var æðisleg í alla staði föstudagurinn var tekin í rólegheit og smá búðarráp en endaði heima í kósýheitum með rauðvín og osta. Laugardagurinn var alveg yndislegur í skoðunarferðum og buðu Gulla og Bragi mér svo út að borða á Italiano fyrir gistinguna - TAKK KÆRLEGA FYRIR. Gréta systir Braga var hér á fundi svo við fórum með henni út að borða...í eftirrétt fylgdi svo Strawberry Daquiri á bar...nammi namm
Sunnudagurinn var svo tekin í að skoða líferni hippa og hasshausa í Christaniu og óhætt að segja að þetta sé upplifun. Röltum svo Christianshavn niðrí miðbæ, settumst á kaffihús, kíktum upp í Rundetaarnen til að sjá útsýnið yfir borgina. Sem sagt æði gæði og takk kærlega fyrir skemmtilega helgi! Þið eruð velkomin aftur og aftur ;o) hehe
Myndir fylgja á myndasíðunni minni, endilega kíkið: public.fotki.com/sella
En ekki meira núna lifið heil ;o)
Loksins komin á hjól eftir fjórar tilraunir að kaupa það.....
Greinilegt að mér er ekki ætlað að kaupa mér hjól hér í Kóngsins Köben. Í fyrsta lagi hef ég fylgst grant með auglýsingum með hjólum þar sem það virðist eðlilegt að borga um 4000 dkk fyrir þriggja gíra hjól og fyrir þá sem ekki vita eru það um 53.000 íslenskar krónur. Ég var nú ágætis hjólagarpur á mínum yngri árum en ég er ekki alveg tilbúin til að borga það. En hjólasaga mín hefur verið svona í fáum dráttum:
Taka 1 - Sá auglýst hjól og ákvað því að skella mér í búð og fjárfesta - nei nei nei auglýsingin kom víst of fljótt í blaðið og engin hjól komin í búðina
Taka 2 - Fann annað hjól í Kvickly á líka þessu fína verði og ákvað því að skella mér á það. Fór í búðina, fyllti út Købbevis - einskonar ábyrgðarskírteini og þegar ég klára það sé ég að það vantar loft í afturdekkið...ekki gott þar sem ég ætlaði að hjóla á því heim. Því voru tveir elskulegir drengir hlaupandi um búð til að reyna að redda þessu - en gátu lítið gert, sprungið og þeir báðu mig um að koma aftur seinna þegar var búið að laga þetta.
Taka 3 - Fór í dag aftur til að sækja hjólið og halló halló búið að selja hjólið og ekkert hægt að gera í því!
Taka 4 - Rölti yfir í aðra búð því eg ætlaði að gefast upp og viti menn Rasmus - afgreiðsludúddi í búðinni bjargaði mér algjörlega og reddaði mér líka þess uflotta hjóli sem ég ætlaði alltaf að kaupa þannig að ég hjólaði glöð heim á leið.
Birt af Sella kl. 12:10 f.h. 1 ummæli
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Fjörið rétt að byrja
Mikið er ánægjulegt að komast í skólann aftur og hitta alla krakkana ;o) Ekki laust við að ég hafi bara saknað þeirra rosalega.... Skólinn er að komast á fullt en vá hvað er erfitt að koma sér í gírinn eftir svona langt og fínt jólafrí þar sem afslöppun og át og skemmtilegheit var aðal líf mitt.
En að öðru og miklu skemmtilegra!! Það er komið að HEIMSÓKNARTÍMA FRÁ ÍSLANDI til mín.
* 8-10 febrúar * Gulla frænka og Bragi ætla að kíkja á mig í stutt stopp
* 14-20 febrúar * Sigga og Jóhanna Ruth koma til mín og mikið verður ótrúlega gaman. Ætlum að kíkja á Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth til Arhus og mála bæinn rauðann.
*29-2 mars * Ætla systur múttu að koma í verslunarferð og mikið verður gaman saman
* 7-10 mars* Kemur svo Tinna Sif og Guðrún vinkona hennar ;o) Þá verður sko verslað ef ég þekki þær rétt :o)
Auk þess eiga mín ástkæra móðir, minn yndislegi bróðir og Jóhanna mín frábæra vinkona eftir að finna tíma til að koma - HLAKKA BARA TIL.
Og þið hin sem viljið koma endilega kíkið við - það er tilboð með Icelandair núna til Köben ;o) hehe
Birt af Sella kl. 11:24 e.h. 1 ummæli
mánudagur, febrúar 04, 2008
Bolludagurinn ógurlegi og bolludagskaffið mikla á RBG 34
Bolludagurinn í dag og má svo sannarlega segja að við höfum tekið honum hátíðlega. Vatnsdeigsbollur með tilheyrandi og fiskibollur í kvöld bara - orðin eins og ein stór rjómabolla! Þó aðallega vegna þess að við tókum rækilega forskot á sæluna og buðum 20 manns í bolludagskaffi á sunnudaginn. Bökuðum um 80 bollur með fjórum mismunandi fyllingum og á toppinn fór jafnt hvítt eða suðusúkkulaði ásamt glassúr og kökuskrauti ;o)
Allir sem að mættu voru yfirsig hrifnir og má segja að við höfum borðað yfir okkur. Sem betur fer gerði Hrefna snittur og heita brauðrétti svo sykursjokkið var ekki eins hræðilegt!!
Var að uploada fullt af nýjum myndum inn á public.fotki.com/Sella - held 5 ný myndaalbúm og að sjálfsögðu nokkrar myndir með til að sýna stollt okkar Tótu við baksturinn. Endilega kíkið og mikið þætti mér gaman að fá nokkur komment eða svo....því svo virðist sem fólk kíki hingað inn en ekki veit ég hver það er!!
Bless í bili
Birt af Sella kl. 11:38 e.h. 2 ummæli