mánudagur, október 29, 2007

Skólinn að verða TJÚLL...

Já núna er allt að verða vitlaust.... lífið hér í Köben hefur verið þægilega chillað þrátt fyrir fáránlega mikið lesefni. Núna er þó allt að gerast bara þrjár vikur í fyrsta prófið og hópverkefnin að hrannast upp, bara spennandi en nóg að gera! Vikan mun einkennast af stóra Lazytown verkefninu, verkefni í Management Accounting, fyrirtækjaheimsókn til Lynge, fyrirlestrar, dönskutímar og fleiri skemmtilegir tímar.

Helgin var í alla staði allveg frábær og eyddi ég henni að mestu leyti í Herlev - Kagså Kollegiet.... já því ég gisti heima hjá Evu, Sindra og Natalíu á föstudaginn. Við frænkurnar kíktum saman á Sushi stað í bænum með henni Helgu okkar og síðan tók við að baka baka fyrir afmælið hennar Nölu á sunnudag. Var búin að gleyma hvað er skemmtó að baka í góðra vina hópi - skemmtum okkur allavegana konunglega við gerð Rice Crispies kaka í tonnavís! Laugardagurinn var svo í búðarferðum með Rakel þar sem þemað var fullt fullt af nammi, köku- og gummelaði ásamt öllu bleika dótinu!

Seinnipartinn á laugardag þaut ég heim á leið enda partý og matur hjá Kötu í vændum.... og vá hvað ég og Eva vorum stolltar af okkur þá enda búnar að gera súkkulaðikökur, gulrótarkökur, nokkra heitarétti, tómata-og ólífusalat og ostasalat ;o) duglegar ekki satt!

Eftir ofursturtu ferð og gleði tók partýið við - pizzur og rauðvín hjá Kötu ;o) Ég, Steffý systir Kötuog Kata vorum þokkalega tilbúnar í Den Glade Glis og því förinni heitið þangað... Segi ekki meira en ÞETTA KVÖLD VAR FÁRÁNLEGA SKEMMTILEGT ;o) Ákvað að hitta svo Hrebbnuna mína á Viking eftir fjörið á grísnum glaða ;o)....bara bara gaman allir saman!!

Og því hægt að segja að mikið var gott að tíminn breyttist þarna um nóttina og klukkan færðist aftur um KLUKKUTÍMA....hehe já þá mátti maður sofa lengur!! Lagði þó af stað aftur í ferðalag til Herlev enda Natalía Tinna með 4 ára afmælið sitt og fjörið á þeim bænum.... óhætt að segja að Natla hafi verið ánægð með gjöfina frá okkur - allavegana skottaðist hún um í Spiderman búningnum fræga út um allt algjört krútt.... bara frábær helgi í alla staði og ætla ég bara að leyfa myndunum að útskýra þetta betur...have fun félagar.

......jú kannski eitt enn! BÚIN AÐ KAUPA FLUG HEIM UM JÓLIN og varð sá skemmtilegi þriðjudagurinn 18.desember fyrir valinu - kvöld flug með meiru svo ég mæti á klakann eftir miðnætti ;o) Það er svo óráðið hvenær ég fer aftur út - en við eigum að skila verkefni 14.janúar en eftir það koma svo tveggja vikna frí áður en önnin byrjar svo spurning hvað við náum að vera dugleg næstu mánuði upp á hvað ég verð lengi á fagra Íslandi.

Lifið heil!!!

miðvikudagur, október 24, 2007

EFTERÅRS FERIE- fall vacation - vacaciónes del otoño - HAUSTFRÍ.....búið

Aldeilis sem haustfríið var fljótt að líða enda var svakalegt stuð ;o) ta ta ra.... Byrjaði fríið á þessari líka yndislegu New York ferð minni sem að ferðasagan kemur bráðlega. Lennti svo í Köben á miðvikudagi eftir frekar mikið "fram og til baka í tímanum" - vá hvað er erfitt að flakka svona á milli tímana og enda á því að vera vakandi í 22 tíma eins og ég gerði.... miðvikudagurinn fór því í ekkert nema chill og að sofa. Á fimmtudeginum kíkti svo Eva frænka á mig í heimsókn og vá hvað var skemmtó að hitta hana ;o) Spjölluðum eins og við hefðum ekki hisst í 100 ár, ég sýndi henni hvað ég keypti og að sjálfsögðu nokkrar af 480 myndunum sem ég tók!

Eftir mjög svo afslappandi daga og þægilegheit ákvað Ingibjörg Ribebúi að stoppa við hjá mér á leið sinni frá Íslandi til Ribe. Skvísan mætti til mín á föstudagskvöldinu og sátum við með Hrefnu og Tótu í hvítvínssötri áður en við kíktum á Sankt Hans Torv til að hitta Gumma og Ingibjörgu ;o) Guð hvað var skemmtilegt að hitta þau og ekki verra að nokkrir af þeirra vinum komu líka... frekar mikið stuð í Mojito og Hyldeblomster cocktailum á Gehfrählich - alltaf gaman að bulla í barþjónum og fá eitthvað svona spes að drekka.... ákváðum svo að kíkja á Barcelona og þaðan heim!

Laugardagurinn var draumadagur í lífi Sesselju - ég og Inga vöknuðum frekar riðgaðar en ákváðum að fara í verslunarferð í Ikea...ekki leiðinlegt ;o) og eftir frekar langt stopp þar vorum við RÍKARI - núna eigum við gjafapappír, jólakúlur, rúmföt, kerti í aðventukrans, vasa, kerti og margt margt fallegt. Drifum okkur heim með góssið og trítluðum svo niður í bæ þar sem við gæddum okkur á dýrindis pastarétt á Ítaliano ;o) Eftir langt spjall og meira slúður ákváðum við að eiga kósý kvöld svo við röltum aðeins í bænum og drifum okkur svo heim í nammiát og Sex and the City gláp ;o) guð hvað svoleiðis kvöld eru kósý....

Á sunnudeginum þurfti Ingibjörg að leggja frekar snemma af stað enda var hún að fara að horfa á kallana sína tvo spila handbolta.... já vöknuðum til að pakka og jeremíast hvað þetta var fyndið - sé hana fyrir mér með farangurinn frá Íslandi auk Ikea hafurtasksins sem innihélt pappakassa og meira dót!! Hehe efast ekki um að Hafsteinn, Tryggvi og hinir handboltastrákarnir hefi gert nett grín af henni á leið heim til Ribe ;o) Takk æðislega fyrir notalega helgi Inga mín og þú mannst þú ert ávallt velkomin til mín í Köben!

..... seinnipartinn á sunnudaginn gerði ég bara skemmtilegan hlut - ég fór í HALLOWEEN TIVOLI með Evu, Sindra og Natalíu Tinnu. Guð hvað þetta er flott hjá þeim - búin að skreyta allt tívolíið hátt og lágt með graskerjum, nornum, litlum húsum, fuglahræðum og öðru tilheyrandi....löbbuðum um allt svæðið, keyptum okkur brjóstsykur og ég kíkti í tæki með Nötlu...frekar mikið fjör hjá okkur frænknunum í Flugvélinnig og ævintýrakistunni ;o) hehe já alltaf gaman að varðveita barnið í sér! Hlakka bara til að kíkja í jólatívolíið í lok nóv-des!

Skólinn byrjaði svo aftur á mánudag og er maður svona að átta sig á þvi að núna er harkan að taka við - nokkur verkefni eftir, styttist í próf og á morgun er t.d fyrirtækjaheimsókn til Allerød - það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður allt saman! Annars er alltaf nóg að gera, partý í bekknum á Den Glade Gris á laugardaginn og 4 ára afmæli hjá Natalíu á sunnudaginn ;o)

Vill bara nota tækifæri og óska afmælisbörnum vikunar TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG NJÓTIÐ VEL

21.okt - Salóme 24 ára
22.okt - Sunna 26 ára
24.okt - Dagný 29 ára
24.okt - Almar Þór 1.árs
25.okt - Íris Björk 26 ára
26.okt - Aðalsteinn Ingi 1.árs
27.okt - Fanney 26 ára
28.okt - Sveinbjörn 26 ára

föstudagur, október 19, 2007

NEW YORK VAR ÆÐI GÆÐI OG MEIRA EN ÞAÐ.....

Ferðasöguna er að vænta næstu daga - en ég hef af nógu mörgu að segja.... en fyrir forvitna þá er ég búin að setja inn myndir á myndasíðuna mína hér til hliðar http://public.fotki.com/Sella og undir New York

Have fun og endilega kommentið elskurnar - og þið sem vitið ekki lykilorðið ekki vera feiminn við að spyrja ;o)

Sjáumst síðar....kveðja frá Köben

fimmtudagur, október 11, 2007

AFSAKIÐ HLÉ...BARÐI - HEHE

Bloggleysi mun verða næstu daga þar sem ég er farin með Afkvæmabandinu og öðrum aðdáendum þess til NEW YORK....fréttir koma því á síðunni ásamt myndum við fyrsta tækifæri!

eigið góða daga elskurnar mínar....

Adios mis amigos ;o)

þriðjudagur, október 09, 2007

LÉLEGUR BLOGGARI Á FERÐ...en þó nýjar myndir á síðunni!!

Verð að fara að herða mig í þessu - skrifa bara stutt og laggott og oftar - mun skemmtilegra að lesa það heldur en langlokur ;o) Annars er lífið mjög litað af setu minni á skólabekk í CBS... síðasta vika fór mikið í lærdóm og annað tengt skólanum

Dönskutímarnir sem ég er í eru bara fyndnir - eiginlega fáránlegt að sitja í "Dönsku fyrir Íslendinga" en þar er víst raunin ....svolítill svona menntaskólafílingur en hitti þó liðið einu sinni í viku... líka skondið að vera allt i einu komin í eyðufyllingar - setningafræði og hlustunaræfingar....bara eitt til að hugga sig við, ég er að gera þetta fyrir mig og þarf ekki að taka próf í þessu!!

Ég var í fríi í tvo daga í síðustu viku og eyddi þeim því í Fisketorvinu og á Strikinu þar sem Kata greyjið var rænd á þriðjudeginum...vorum að rölta á Strikinu úr einni búð sem hún hafði keypt peysu í, í aðra nánst við hliðina og VITI MENN ekkert veski - búið að stela því ekkert smá pirrandi að þurfa að loka öllum kortum, sækja um ný og nota beni þetta kostar allt..... en svona er víst lífið - maður verður að vera varkár, því við tókum ekki eftir neinu þegar einhver fór ofan í hliðarveskið hennar!!

Tíminn á föstudaginn var svo tvöfaldur og haldið þið ekki að kennarinn hafi bara mælt með því að fólk fengi sér bjór í síðasta hléi enda tíminn búinn um 16:30. Það þurfti ekki að segja okkur hlutina oft og sat ég því í tíma með bjór - þvílíkt næs...fyrirlesturinn leið allavegana fljótt og skemmtilegar umræður sem að mynduðust. Eftir tíma var því bara um að gera að setjast út i sólina og góða veðrið og fá sér öl með bekknum.... ílengdist þó aðeins með Paris og enduðum við óvænt á Októberfest Nexus til 23:30 - enn með allt skóladótið og svona ;o) bara gaman

Magga Sigvalda bauð mér svo í drykk heim til sín á laugardaginn og fórum við svo með Önnu Alberts og Hönnu á sushi stað á Nörrebro...mjög gott og þrusufjör hjá okkur, ekki verri kokteilinn sem tók við ;o) Eftir mikið fjör og mikið gaman var kíkt á Jolene og Barcelona - skemmtilegt kvöld í alla staði og tókst brussunni Sellu að detta svo harkalega að ég er með risa stórt sár á hnénu og rifnar buxur ekki meir um það - en halló já ég vei ég er brussa og ég var ekki svona drukkin!!!

En núna er best að fara að hátta, skóli á morgun og svo New York á fimmtudaginn!!

mánudagur, október 01, 2007

Árinu eldri en sést ekki neitt - alltaf svo ungleg ;o)

Ja hérna hér - tíminn flýgur fram hjá og alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast. Svo sem ekki mikið búið að gerast nema skóli, skóli og lærdómur eftir því. Síðasta vika var læra læra og ennþá meira ÞYKJAST að læra....fáránlegt hvað maður getur fundið sér alltaf annað að gera heldur en þetta.

Kíkti á kaffihús með Evu frænku í Fredriksberg, óttalega notalegt enda er ég ekki frá því að ég hitti hana sjaldnar hér í Köben heldur en á klakanum - greinilega eitthvað busy frænkurnar....bætum vonandi úr því - hehe

Sex and the City er nýja skemmtilega æðið mitt...er svo fegin að hafa keypt allar seríurnar á markaði núna í sumar í Kína og þær virka líka svona vel - ég og Tóta erum búnar að vera duglegar í videógláp sessioni hérna megin og fór t.d allur fimmtudagurinn í þessa skemmtilegu seríu. Díses hvað Samantha er mikill snillingur - hahah ég get ekki beðið bara 13 dagar í hin ærlega SEX AND THE CITY TOUR í New York baby ;o) Guð hvað verður gaman - hlakka svo til að hitta alla krakkana að ég er að springa!

Föstudagurinn var greinilega sá dagur sem að ég ákvað að vera ung og vitlaus - haha nei ég segi svona, þetta kvöld einkenndist af miklu tjútti og tralli. Byrjaði um kl. 19 á Öresundskollegie þar sem Beta og Helga Dóra ákváðu að bjóða í íslenskt stelpupartý....algjör snilld, pöntuðum pizzu og svo var fljótandi hvítt, bjór, barcardi razz og jello shot! Kannski ekki of sniðugt blanda þegar maður á líka eftir að fara í smá innflutningsteiti :o( Eftir mikið fjör ákvað ég að taka metró&strætó til Gyðu og Kidda þar sem næsta teiti var haldið - bara gaman meira drukkið og svaka fjör....skemmtilegar myndir festust á filmu eins og hinar ódauðlegu hristumyndir og myndband af strákunum að dansa við blikk hjólaljós.... don´t ask me ;o) Okkur tókst þó að drattast í bæinn um 4 eða 4:30 sem er ekki mjög gáfulegur tími - kíktum á Den glade gris og viti menn hann lokaði mjög fljótt - haha tókum þó vel valin spor á dansgólfinu ;o)

Kíktum því áfram í tjúttgírnum og var fólk frekar hresst í strætó á leið heim um ca 8 leytið þegar fólk var að fara í vinnuna - bara skondið og stundum held ég að maður verði ruglaðri með aldrinum .... haha eða þroskist ekki neitt ;o) bara gaman

Afmælisdagurinn minn rann svo upp og var frekar þungskýjað yfir Rudolph Berghs Gade vegna þynnku þremenningana - og fór því mest allur dagurinn í leti og kúr upp í rúmi! Síminn á silent og frétti ég frá múttu að fólk hafði haft áhyggjur af afmælisbarninu - SORRÝ haha. Takk þó æðislega fyrir allar kveðjurnar í síma, á neti o.s.frv. Ákváðum þó að kíkja út að borða og var ég svo heppin að fá Gyðu, Tótu og Hrefnu með mér á víetnamska staðinn LeLe - sjúkir kokteilar og fínn matur.... matarlystin hefði getað verið betri þó.

En vegna aldurs og þreytu ákváðum við þó að koma við í 7eleven og kaupa nóg af nammi og ógeði og komum okkur heim yfir imbann ;o) mjög svo þægilegt og yndislegur dagur í alla staði! Hrefna mín takk enn og aftur fyrir matinn og allt ;o)

Í dag er svo runnin upp enn ein skólavikan og úff styttist í próf, verkefnaskil og skemmtileg heit - þó kemur haustfrí á undan og NEW YORK baby....þið kannski takið eftir að ég er að missa mig - haha. Heppilegt er þó að það er frí á morgun og miðvikudaginn í skólanum svo að ég tek kannski bara lærdómssession með Kötu á þetta - allavegana planið núna!... en vitið þið hvað?? ég fékk pakka í dag, eða svona meira ég og Hrebbna - pöntuðum allskonar á H&M shop um daginn og því mikil gleði þegar að dyrabjallan hringdi... orðin peysu, kjól, húfu og jólagjöfum ríkari ;o)

En ekkert meira í bili vildi bara láta aðeins heyra í mér - og kannski fyrir þá sem að voru að vandræðast með að ná í mig þá er danskanúmerið 0045 - 28484737 og svo er ég með tölvusíma 496-2085.... þarf bara að vera á netinu svo þið getið hringt í mig eða ég í ykkur - en ég hringi frítt í alla heimasíma á Íslandi og þið hringið í mig úr heimasíma á sama verði og heima ;o) verðum allavegana í bandi...og myndir koma inn eftir smá stund!!