Ekki hjóla í opnanlegu pilsi í roki....
Í morgun var ég vör við frekar fyndið fyrirbæri á leið í skólann. Samsíða strætónum var gella að hjóla til vinnu/skóla. Svo sem ekki frásögu færandi nema að stúlkukindin hefur áræðanlega vaknað mjög snemma til að gera sig fína og sæta fyrir daginn.... náð í fallega dragt, lagað hárið og svona! Vandamálið var augljóst.... hún var í svona bundnu pilsi sem er ekki sniðugt á hjóli til að byrja með og hvað þá í roki. Greyjið átti algjörlega í vandamáli að halda sér í fötunum - fáránlega fyndnar aðferðir sem hún notaði til að halda sér í fötum og hjóla í leiðinni...mjög skemmtileg tilbreyting í morgunsárið ;o) Eigið góðan dag elskurnar!!
mánudagur, september 24, 2007
fimmtudagur, september 20, 2007
Lærdómur, lærdómur og aftur lærdómur
Já líf mitt einkennist aðallega af nokkrum hlutum:
* Fyrirlestrum
* Borða & sofa
* Lesa námsefni
* lesa meira
* Gera hópverkefni
* Horfa á Sex and the city.....
Hehe verð nú bara að viðurkenna það að vá hvað maður er fljótur að detta úr lærdómsforminu - finnst drulluerfitt að koma mér í gírinn og hvað þá setjast inn á bókasafn eftir hvern tíma og læra....en þetta er víst MASTERSNÁM ;o) Það góða við þetta að ég er mjög ánægð með námið að svo stöddu og frábær hópur saman!
Sigrún var líka svo góð að taka Sex and the city safmið mitt með sér út til mín þannig að við stelpurnar höfum verið rosalega duglegar að kíkja í það...og shjæse hvað Samatha er mikill snililngur!!
En vildi bara rétt skella inn smá færslu til að segja að ég væri á lífi - stefnan um helgina og næstu viku er að skella sér á kvikmyndahátið - fullt af góðum myndum...meira að segja Foreldrar, Mýrin og Börn :o) Svo er það smá bjór í kvöld enda Nexus torsdagsbarinn okkar opinn og alltaf mikið fjör.
Langar til að óska afmælisbörnum vikunnar innilega til hamingju með afmælið, njótið vel!!
17.sept - Brynhildur Tinna 26 ára
18.sept - Helga Rut 26 ára
20. sept - Hjördís Jó 25 ára
21.sept - Elva Björg 26 ára
21.sept - Sandra Hauks 26 ára
22.sept - Sibba 49 ára
Njótið vel elskurnar og sjáumst síðar ;o)
sunnudagur, september 16, 2007
GREINILEGA NOT MY METRO DAY....
Jeremías og jósafat - eruð þið ekki að grínast með lestarferðina mína góðu í gær, þegar ég var á leið til Evu á Kagså. Í mestu makindum ákvað ég að hoppa inn í metró og leggja af stað nema nei... lestin tók á þá rás að keyra fram hjá tveimur stoppustöðvum, bakka aftur á þær báðar og stoppa svo í 10 mín...þegar við vorum orðin frekar óþolinmóð í lestinni ákvað ein að tékka hvert þessi lest væri að fara - nei nei viti menn það var búið að ákveða að hún væri ekki lengur að fara í þá átt sem hún átti að vera að fara heldur hina! Je dúdda - ég þrufti að hoppa yfir í annað metró til að komast loks til Evu...
Eftir 50 mínútna leiðangur og 3* stopp á Fasanvej sem dæmi komst ég loks til Herlev... mæli ekki sérstaklega með þessu því venjulega tekur þetta svona korter. Gærkvöldið var hinsvegar æðislegt í alla staði, náttfatateiti hjá mér, Evu og Helgu sem einkenndist af sjónvarpsglápi, íslenskum bláberjum með rjóma, nammi og fullt af slúðri.
Dagurinn í dag byrjaði þó vel þegar að Rakel bauð okkur frænkunum í dýrindis brunch og bakaríismat - svo er bara spurning um að kíkja í Zoo í dag. Eigið þið góðan dag mínir kæru :o)
föstudagur, september 14, 2007
BABÚ BABÚ BRUNABJALLAN Í GANGI!!
Ég var stödd upp í CBS áðan í tíma þegar að BRUNABJALLAN FÓR Í GANG. Ekki frásögufærandi en við Íslendingarnir sátum sem fastast þegar fólk þaut upp úr sætunum, tók dótið sitt saman og fór út - við litum hvert á annað öll sem eitt spurningamerki ?? Bara skondið á einni mínútu tæmidist gjörsamlega stofan og allir farnir nema við og norsku strákarnir sem eru með okkur í IMM....við þorðum því ekki öðru en að labba út úr stofunni líka og tékka á ástandinu.... það var örtröð í öllum stigum, og allur skólinn komin út á plan. Menn í gulum vestum með labb rabb tæki á lofti ;o)
Haha þetta tók svona 2 mínútur fyrir utan þegar okkur var tilkynnt að þetta hafði verið "FALSE ALARM" -því var bara um að gera að þjóta aftur í tíma í ró og næði!!
Shit hvað þetta var fyndið - miðað vð þessi viðbrögð þá hafa þessir aðilar ekki stundað nám á Íslandi þar sem setið er sem kyrrast fyrir í sætunum þegar bjallan glimur og bara beðið eftir að hún slökkvi á sér!!
fimmtudagur, september 13, 2007
NÝJAR MYNDIR KOMNAR INN
Já loksins hef ég látið verða að því að setja inn þrjú ný myndaalbúm...það er loksins hægt að sjá hvernig og hvar ég bý, með hverjum eg hef verið upp á síðkastið - hverjir hafa komið í heimsókn og hvernig skólatjúttinu er háttað
Það væri svo gaman að fá að vita hvort að einhver sé að kíkja hingað inn eða hvort að ég sé bara að babla við sjálfa mig ;o)
Sjáumst hress....
Birt af Sella kl. 12:01 f.h. 4 ummæli
þriðjudagur, september 11, 2007
Sex ár liðin frá hörmungunum 11.september....
Frekar fáránlegt að hugsa til þess að það séu 6 ár síðan að flugvélarnar flugu inn í World Trade Center í New York. Ég man eins og þetta hafi gerst í gær hvar ég var, með hverjum og hvað ég var að gera...
Staður: Marbella á Spáni
Félagsskapur: Gyða Mjöll
...og vá hvað við vorum lost, nýkomnar í spænskuskóla og kunnum ekkert í spænsku - horfðum bara á sjónvarpið og sáum þvílík læti þegar flugvélar flugu inn í turnana. Horfðum bara á hvor aðra eins og STÓRT ?? einnig frekar slæmt að komast ekki á netið til að geta forvitnast um hvað var í gangi og hvað þá hringt!
En mbl.is bjargaði málunum og loksins fengum við að vita hvað hafði gerst þarna ca. sólarhring síðar.
Hvar varst þú þegar 11.september var??
Birt af Sella kl. 11:34 e.h. 2 ummæli
miðvikudagur, september 05, 2007
SMÁ SUMMARY AF MÍNU LÍFI….Greinilega mikið á daga mina drifið og ekkert verið skrifað….
Held ég taki upp ritunarstíl Hrebbnu og bloggi í stuttum settningum í þetta skiptið! Líf mitt síðustu daga hefur einkennst af þessu…
• Davíð bróðir Hrebbnu og Ellen kærasta hans komu í heimsókn í 5 daga
• Slútt á kynnningaviku með bjór og dinner
• Party á NEXUS – skólabarinn – bara gaman, danskeppni og alles
• Deildarforseti og kennarar upp á stólum að syngja og í bananastuði
• Meira drukkið – dansað og rölt með Morten og Íslendingunum niður á Ráðhústorg um miðjan nótt á miðvikudegi bara skondið
• Pöbbarölt m.a á Jolene (bar Dóru Takefusa) sem endaði á dansgólfi á gaybar með portúgalskan transgaur á kanndinum :o) Bara fyndið
• Smá Íslendingaparty í boði D&E heima hjá okkur – Addi mulningsvél, Hjalli Fóstbróðir og Hanna Lilja læknir voru mætt á svæðið ásamt fleirum
• Rólegheit en TIVOLIferð daginn eftir – ég á núna 1.stk ÁRSKORT Í TIVOLI ef þið viljið koma ;o) hehe
• Fórum 6 út að borða til Hrebbnu á Le Basilic – fengum dýrindis þriggja rétta máltíð hræ billigt
• Central Park á Istedgade er brilliant staður í cocktailadrykkju
• …vá hvað hrisstumyndir eru fyndnar – hehe á nóg af svoleiðis eftir þetta kvöld
• Skondið moment eins og þegar Addi fékk surprise nudd frá ókunnugum DANA
• Smá innlit á Öresundskollegie og svo heim eftir mikla þreytu
• Sunnudagurinn tekinn í algjöru afslappelsi… kíktum þó aðeins á Davíð, Ellen og krakkana í bænum til að kveðja áður en þau yfirgáfu Dejlige Danmark
• Sjónvarpsgláp, internetvafr og chill – gerðu það að verkum að snillingurinn ég svaf yfir mig fyrsta skóladaginn minn á mánudag
• Bættum úr því með mega verslunardegi í IKEA, þar sem keyptar voru nauðsynjar á borð við LJÓS enda íbúðin ljóslaus, fataskápur og skógrindur – hehe algjörlega nauðsynlegur hlutur fyrir 3 stelpur en TÓTA FLYTUR INN UM HELGINA
• Drifum okkur svo í Fields þar sem við kíktum í nokkrar búðir og gerður svo ofur innkaup í Bilka – vá hvað ég elska tilboð… takið 4, borgið 2 eða álíka…. Allavegana er frystirinn okkar fullur núna og allskyns góðgæti til
• Náðum þó að ræna óvart pastapakka frá fólkinu á undan okkur í röðinni – komumst að því í metroinu á leiðinni heim
• Skóladagur nr.2 var massaður – úff bara erfitt að vakna svona snemma. Mjög áhugaverðir tími og lítur út fyrir að mín bíði 50 blaðsíðna markaðsáætlun (ritgerð) fyrir jól
• Pantaði skólabækurnar, glósaði eins og vitleysingur og ákvað svo að fara heim og hanga með Hrebbnu – ekki alveg komin í lærdómsgírinn strax en það er allt að koma!!
• Eftir að hafa leikið smá við Hrebbnu og hún farin í vinnunna kíkti ég í búð enda von á Gyðu og Kidda í heimsókn
• Yndislegt kvöld yfir ostum og öl – slúðri og smá sightseeing um íbúðina
• Í dag var svo FRÍDAGUR … já börnin góð ég er aldrei í skólanum á miðvikudögum – svo ég vippaði mér út í frokost með Evu frænku og Þórunni. Kíktum í nokkrar búðir og svo á mexikanskan stað
• Stelpurnar svo yndislegar að koma með mér upp í CBS svo ég gæti látið ræna mig – hehe sem sagt 4 bókum ríkari en VISA kortinu biður feitur reikningur
• Sótti líka um skólaskirteini – fyndið, mynd fyrir það er tekin á gangi með webcam í gangi…mæli ekki með að fara með frænku sinni eins og fávita á bak við í slíka vél!! Haha
• Heimsótti svo fólkið á Kagsaa kolleginu eftir veru mina í skólanum
• Sátum í sólinni út á bekk og horfði ég svo á Öskubusku með Natalíu frænku…bara gaman
• …kom svo heim, chillaði, skipulagði skóladótið og já BLOGGAÐI loksins.
….ekki meira í bili – stefnan er tekin á tapas bar um helgina og tónleika með Eyvöru Pálsdóttur og kannski heimsókn til Malmö – hvað era ð frétta af ykkur? Endilega kommentið og segjið mér slúður!!
Birt af Sella kl. 11:12 e.h. 4 ummæli