Yndislegir páskar að ljúka.
Síðastliðnir dagar hafa verið hreint frábærir í alla staði… Að mínu mati eru páskarnir sá tími sem maður nýtur í faðmi fjölskyldunnar, borðar góðan mat, kíkir í sveitina, hittir vinina, sefur út, les góða bók, spilar og já – BORÐAR PÁSKAEGG.
Að þessu sinni gerði ég þetta allt og gott betur en það… seinustu dagar fóru í:
* Sumarbústaðaferð í Grímsnesið
* Frændsystkinahitting
* Fondue matarboð
* Sjónvarpsgláp
* Skoðunarferð um sumarbústaðalandið okkar í Borgarfirði
* 50 ára afmæli
* Dýrindismat líkt og humarsúpu, andarbringur, mousse au chocolat og fl.
* Súkkulaði át
* Trivial og taumlaus tónlist
* Sund og KFC á Selfossi
* Franska veislu á páskadag ala mútta
…. Og síðast en ekki síst góður félagsskapur frá vinum og ættingjum jafnt heima sem heiman. Bara leiðinlegt hvað páskafríið er fljótt að verða búið.
Til að gleðja lítil hjörtu setti ég ótal góðar myndir inn á myndasíðuna mína hér til hliðar. Sjö ný myndaalbúm sem eiga að geta glatt ykkur KÍKIÐ HÉR……og ekki verra ef þið nennið að segja ykkar skoðun á myndunum ;)
mánudagur, apríl 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ darling!
Vá en dúleg að setja inn myndir :) Sé að það hefur verið gaman hjá ykkur uppí bústð ;) leiðinlegt að hafa ekki komist með!
Vonandi kemstu næsta lau til mín í smá innflutningsboð.
Kv MaggaTagga
Jú sælar.... Vildi bara kasta á þig kveðju héðan úr sveitinni!!! hahaha... Hvernig hefuru það annars, ertu ekki ýkt að sakna mín í Koló eða hvað???
Kveðja Sigga Dísa ;-)
Nohh bara kveðja frá álversdrottningunni...hvernig er djammlífið á Reyðarfirði? Eg bíst nú við að þú sért búin að gera eitthvað krassandi, tell me tell me skvís ;o)
Annars hef ég það svaka fínt hér í borginni..bara sama lífið, vinna og djamm af og til. Koló er enn á sama stað og þú verður endilega að kíkja á okkur ef þú kemur í bæinn bráðlega... miss ya :(
Skrifa ummæli