Glimrandi fjör á fjórhjóli.....
Starfsdagarnir hjá Umferðastofu heppnuðust mjög vel, náðum að komast yfir mikið vinnulega séð, klára fulltrúanámskeið fyrir öll umboð, nýliða námskeið, balanced scorecard maraþon og meira í þeim dúr......en gleðin var ekki langt undan ;o) Fórum í ratleik um Reykholt og náði mitt lið að vinna þetta - jíha bara gaman að því. Skelltum okkur svo eftir vinnu í fjórhjólaferð í Skorradalnum og eruði ekki að GRÍNAST HVAÐ ÞETTA ER SKEMMTILEGT!! Fórum í grenjandi rigningu og var meira fjörið að þjóta um ofan í Skorradalsvatni, yfir læki, ár og upp í fjöll á þessum fjórhjólum. Ég er meira en til í að fara í svona ferð sem fyrst - verðum að plana svona í sumar ;o)
Svo virðist líka sem að allt sé að smella fyrir Kínaferðina þrátt fyrir brjálæðislegar breytingar síðustu daga. Sem sagt ætluðum að fara upphaflega um 15 manns saman en fyrradag fékk ég þær fréttir að allir væru hættir við.... við gífurlegan fögnuð hjá mér og Sigríði - EÐA EKKI!!! Já fjárhagsvandræði og fleira sem kom upp þannig að við stöllurnar erum að fara bara tvær til KÍNA.... jí ha ekki í fyrsta skiptið sem við skellum okkur út og borgaði ég ferðina í dag.... vá þetta er bara allt að gerast... ekki verra að á heimleiðinni tekur London við og er plönuð leikhúsferð, hitta Evu Björk, djamma, versla, fara á markaði og njóta þess að vera í sumarfríi í fyrsta skipti á launum :o) Þvílíkt ljúf tilhugsun.
Bláa lífið mitt góða er líka hér með hafið, sé fram á tíma á kosningamiðstöð XD Húsi verslunarinnar næstu tvær vikurnar, auk þess að það verður PARTÝ, BJÓR, ÚTHRINGINGAR...VARIÐ YKKUR :O)
Eigið góðan og gleðilegan flöskudag....it´s a drinking time...PARTÝ Í KVÖLD Á DECO sjáumst þar!!! og svo cocktail tjútt á morgun.....bara fjör - lífið er svo ljúft ;o)
föstudagur, apríl 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Voðalega hljómar þetta yndislega hjá þér krúsan mín ... jah fyrir utan úthringinarnar hemm hemm en bara "heads up" ekki sniðugt að hringja í mig fyrir kosningar!
Hafðu það súpergott - hlakka til að hitta þig eftir törnina hjá mér og útlandastússið hjá þér !!
Knús, Anna Brynja
Anna Brynja hvaða stælar eru þetta í þér kona? Viltu ekki heyra í mér og Sellu?? Við erum öfga skemmtilegar ;)
KVeðja
STella
Skrifa ummæli