Gleðilegt sumar félagar ;o)
Kannski komin tími til að tjá sig lítið hér á síðunni.... annars get ég ekki beðið eftir sumrinu - kíkja í útilegur, grilla í góðra vina hópi, kíkja til London, fara í menningarferð til Kína.... vonandi komast inn í skóla í Köben og flytja því þangað í lok sumars - kokteilast með skvísunum, fara í sumarfrí, fara á línuskauta, byggja sumarbústað, veiða og já bara njóta sumartímans því hann er svo ljúfur!!
Lífið mitt hefur þó verið mjög viðburðaríkt síðustu daga... ég hef farið þrisvar í leikhús. Fjölskyldusýning á Ladda, vinnuferð á Söngleikinn Gretti og kíkti svo á Epli og Eikur hjá leikhópnum Hugleiki - ALLT MJÖG SKEMMTÓ SÝNINGAR mæli hiklaust með þeim.... en ég væri alltaf til í að fara oftar í leikhús. Kíkti á tónleika í Langholtskirkju, fór á Perfect Stranger í bíó.... náði að liggja veik í þrjá daga út af þessu blessaða MAGAHELV**** en vonandi kemur einhver lausn á þessu bráðlega.
Auk þess er lífið mitt frekar blátt þessa dagana - bara nokkrir dagar í kosningar og því mikið að gera. Héldum partý á Deco sem heppnaðist vonum framar. Plönum núna annað partý næsta föstudag....þið eruð velkomin - svo var opnun kosningarmiðstöðvarinnar, nokkrir fundor og skipulagning, hringingar eru að byrja og svo bara LIFI SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.... já þetta er líf mitt til 12. maí - bara gaman.
Ég er reyndar að fara í nokk skemmtilega starfsdaga með vinnunni núna kl. 7:30 í fyrramálið... Reykholt here I come. Tveir dagar með skipulögðum vinnuhópum, hópefli, fjórhjólaferð, heitum pottum og meiri vinnu - en þangað til næst ;o) Love you all!!
mánudagur, apríl 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
heyrðu já ég þarf að fara niður í sendiráð að kjósa - hmmmmm maður er nú alveg ennþá blár þó maður búi í sósalistaríki....hehehe - þeir eru reyndar búnir að skipta yfir í hægri stjórn hérna svo það eru bjartir tímar framundan!
x-d
kv.Guðrún Sk.
Sendiráð Íslands
Kommendörsgatan 35
114 58 Stockholm
Sími: (08) 442 8300
Netfang: emb.stockholm@mfa.is
og það er opið alla virka daga til kjördags frá 9-16:00 eða eftir samkomulagi ;)
endilega að drífa sig!! XD lengi lifi ;)
hejsa Sella mín. Langaði bara að kasta á þig kærri kveðju héðan úr DK... Bið að heilsa kellunum, Ingibjörg
PS Hafsteinn sendir kram líka híhí
Skrifa ummæli