....Spenningur eða spenningur - við skvízurnar erum að fara á cocktailatjútt annaðkvöld og munum við skála í Cosmopolitan, Mojito og ,,gulum" og því ekki verra að velja þessa drykki, vonanst til að sjá sem flesta á tjúttinu annaðkvöld, verðum nú að hita virkilega upp fyrir áramótin og fagna þess að þetta er seinasti virki dagurinn á árinu er á morgun!!
Annars eru gamlárs enn frekar óráðið en NÝÁRS gleðin er meira en planlögð...vá hvað verður gaman. Nýárs klikkar aldrei, hlakka til að eyða tímanum með skvísunum mínum, ættingjum og vinum :o)
Jólin hafa verið meira en yndisleg í alla staði - tími í faðmi fjölskyldunnar, fallegar og miklar gjafir, mikill og góður matur, falleg jólakort, jólaboð á eftir öðru jólaboði, æðislegar gjafir takk fyrir mig - saumaklúbbur hjá Réttóskvísunum. Æði gæði að hitta útlandagellurnar svona rétt áður en að þær þjóta aftur til framandi landa. Plönuðum þó spilakvöld og kaffihúsaferð áður en stelpuskjáturnar fara!
....en þangað til, sjáumst í dansskónnum og í bros á vör annað kvöld!!
Sella Cosmo ;o)
PS... Hulda Sigmunds ástkæra vinkona mín og Davíð eignuðust litinn prins þann 26.des síðastl... innilega til hamingju kæru foreldrar, vonandi fæ ég að sjá prinsinn sem fyrst ;o)
fimmtudagur, desember 28, 2006
sunnudagur, desember 24, 2006
Jólakveðja...
* FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO UN ANO NUVEO *
* GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR *
* MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR *
* GOD JUL OG GODT NY ÅR *
- langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir allt. Hlakka til að sjá alla hressa og káta sem fyrst....lofið að borða vel og mikið og njóta þess að vera til
- JÓLAKOSSAR OG ÞÚSUND KNÚS.
mánudagur, desember 18, 2006
Úff púff það eru að koma jól :o) Mikið verður gaman
Verð nú bara að segja að ég hef sjaldan verið jafn tilbúin til að fá jólin bara strax í kvöld. Búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim öllum inn (nema einni) það kemur. Jólakortin föndruð, skrifuð og farin í póst. Búin að baka jólakökur, kíkja til útlanda….sem nota bene var algjört æði. Við mútta versluðum af okkur bossann, kíkjtum á kaffihús í rólegheitunum og fengum okkur góða kokteila á kvöldin eftir góðan mat. Takk takk mútta :o)
Eva og famelía eru komin frá Köben til að hlýja hjarta mínu um jólin og höfum við frænkurnar náð að eyða svolítlum tíma saman….en aldrei of miklum. Laugardagskvöldið einkenndist af hvítvíni, bjór, ostum og góðum vinum – þvílíkt gaman og notalegt að fara ekki í bæinn í geðveikina. Núna er það bara að láta dekra svolítið við sig fyrir jólin, gera sig sæta og njóta þess að vera til en…..get ekki beðið eftir að….
- borða æðislegan hamborgarahrygg og með því
- fara í klippingu á þorláksmessu
- fá góðar gjafir
- horfa á jólamyndir í sjónvarpinu
- fara í jólaboð
- láta dekra við mig, fót-og handsnyrting, litun, plokkun og vax í vikunni
- spila
- sofa vel út
- kíkja á Bubba tónleika á Nasa á þorlák
- eyða tímanum með famelíunni og vinum
- lesa góða bók
- borða konfekt
- hafa það huggó með fjölskyldunni
- hitta stelpurnar í jólakokteil
- borða jólaísinn
- sofa
- og já bara HAFA ÞAÐ ROSA GOTT....
……..en kæru félagar ekki tapa ykkur í jólastressinu – sjáumst hress og kát :o)
fimmtudagur, desember 07, 2006
Glasgow here I come....... :o)
Verð nú bara að lýsa spenningi mínum yfir verslunarferð minni til Glasgow með múttu á morgun. Nóg sem við ætlum að gera -jólagjafainnkaupin, kíkja á kaffihús og hugga okkur. Borða góðan mat ,versla meira og umfram allt njóta þess að vera til.... ekki sakna mín of mikið félagar....hehe segi svona :o) njótið helgarinnar og sjáumst hress, ekkert stress, bless
PS: Nýjar myndir komnar inn á HÉRNA... af jólaföndri, tjútti á Vegó/Óliver, jólahlaðborði í vinnunni, sörubakstri og umfram allt litla SÆTASTA FRÆNDANUM MÍNUM :o) - endilega kommentið svo félagar!!!
miðvikudagur, desember 06, 2006
Nokkuð góður...heh
Gamall maður lá á dánarbeði. þegar hann finnur að hann á aðeins fáar mínútur eftir ólifaðar kemur dásamlegur kökuilmur úr eldhúsinu. Kona hans var að baka uppáhaldið hans súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tekst manninum að hífa sig fram úr rúminu , skríða út úr herberginu fram eftir ganginum og inn í eldhús . Þegar þangað var komið beitti hann allra síðustu kröftunum í að teyja sig eftir smáköku.
Þegar hann er svo gott sem kominn með eina í hendina lemur kona hans á handabakið á honum með sleif og segir: Láttu kyrrt ! ,,Kökunar eru fyrir erfidrykkjuna,,
föstudagur, desember 01, 2006
Magnaðir tónleikar í gær....
Tónleikarnir í höllinni þar sem Dilana, Storm Large og Toby komu fram með Magna og leynigestinum Josh Logan... Verð nú bara að segja þessir tónleikar voru SNILLLDDD. Þvílíkt sem var spilað - heilir fjórir klukkutímar af tónlist og það góðri tónlist. Á móti sól kom fram með Magna í byrjun, síðan tóku snillingarnir í HÚSBANDINU VIÐ.... þvílíkir listamenn hér á ferð.
Ekki hægt að segja annað en að lög eins og: Mother, Mother, Creep, Zombie, Dolphins Cry, Bohemian Rhapsody.... og tónlistamenn á borð við Stevie Wonder, U2, Niravana og Jimi Hendrix hafi vakið mikla lukku. Þvílíkt hægt að dilla sér og syngja hástöfum enda "lögin þeirra" og fullt af frumsömdu komu líka.
Í kvöld er það svo litlu jólin hjá Peppers - þriggja rétta máltíð, pakkarugl, malt og appelsín, óvæntur glaðningur og eintóm jólagleði með skvísunum níu.... bara muna eftir góða skapinu - pakkanum og jólasveinahúfunni!! - HEHE....þetta kvöld verður sko myndað fram og til baka :o) Svo tekur við jólahlaðborð í vinnunni á morgun með smá pre-party hjá Huga...sem sagt eintóm gleði.
Njótið helgarinnar félagar :o)
PS Lærdómsstraumar til þeirra sem þurfa...