miðvikudagur, september 27, 2006

Lífið er lotterí...

Eða kannski svona hér um bil!! Vann allavegana 2700 kall í lottóinu um helgina - hehe það borgar sig að vera áskrifandi, eða ekki ;o)

Vinnumórallinn og fjörið hér niðri á Umferðastofu er frekar furðulegur þessa dagana, verið að þjálfa nýtt fólk í ýmsar stöður þar sem 18 manns af 21 á 1.hæðinni ætla að skella sér til Varsjá í nótt......guð hvað ég er fegin að vera ein af þeim, þetta verður eitthvað skrautlegt! Fór allavegana áðan að sækja gjaldeyri og vá hvað þetta eru furðulegir peningar - líður eins og ég sé með matador peninga....það væri bara óskandi að maður gæti notað þá IN REAL LIFE ;) munur ekki satt! Maður getur allavegana keypt sér öllara og svonna - svo er planið að kíkja í búðir ;o)

Svo er það bara flugvöllurinn í nótt, afmælið mitt og árshátíð á föstudag og tómlaus gleði í Miss World fíling í Varsjá á laugardag.... áætluð heimkoma svo á sunnudagskvöld - ekki sakna mín of mikið mínir kæru - ég mun samt sakna ykkar!!

…Sem sagt lífið á grænni grein – alveg að verða styttra í 30 ára afmælið mitt en það 20 ára…..bráðum verð ég VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR hehe og já…. Samt margt sem ég væri til í að geta breytt í fari mínu og lífi en það er víst ekki hægt stundum! Maður getur ekki verið perfect……þótt ég sé það nánst ;o)

þriðjudagur, september 26, 2006

Gefið ykkur fram...

Forvitnin er a drepa mig - í dag hafa t.d 42 skoðað bloggið mitt og eru þeir staðsettir út um allt..... Akureyri (2), Selfoss (2), Kópavogur (11), Hafnarfjörður (3), Svíþjóð (1), Þýskaland (1), Reykjavík (20) og Danmörk (2)

Gefið ykkur fram....bara svo ég viti eitthvað fyrir hverja maður er að blaðra um allt og ekkert.... kveðja frá einni sem leiðist í vinnunni ;o)

KYNÞOKKI....

Það ber ekki öllum saman um hvað kynþokki er - ég hef reyndar sterka skoðun á því og ekki breyttist hún eftir bióferð mína á Step up með Siggu í gær.....o mæ, drop dead fellow!! Úff, Greinilegt að tveir gaurar hafa bæst við "The elivator list" og eru það þessir karlmenn - VÁ

Kannski einfaldur smekkur en Wenthwort Miller úr Prison Break (t.v) og Channing Tatum úr Step up eru ó mæ god.

Allavegana þá er ritgerðin komin í vörslu skrifstofu Odda og stefnir allt í útskrift 21. október - þvílík tómlaus gleði!

Annars hef ég mikið verið að velta mér upp úr eigin vantaveltum síðastliðna daga - hvað gerir mann að því sem maður er, afhverju gerir maður eitt en ekki annað... hvað er það sem ræður því. Jú kannski hræðsla við að viðurkenna eitthvað í hræðslu við að fá skrítin svör til baka eða eitthvað álíka..

Eitt hef ég lært að það borgar sig að minnsta kosti ekki að ræða hlutina þegar drykkja hefur verið á mannskapnum - því svo greinilegt er að hlutirnir gleymast eða það er bara látið sem að hlutirnir hafi ekki gerst!! En engar áhyggjur ég er ekki hætt að drekka....

Varsjáferðin eftir 2 daga, afmælið mitt eftir 3 daga og svo partý heima 7. og 21. október....bara um að gera lifa lífinu og njóta! Takk elskurnar mínar fyrir að vera þið ;o)

Sella ,,hugsuður"

sunnudagur, september 24, 2006

Í fréttum er þetta helst....

.....Ritgerðin er komin í prentun og spennufallið er gífurlegt. Já ég hef átt lítið sem ekkert líf upp á síðkastið enda bara vinna og ritgerðasmíð á eftir og fram á nótt..

.....Ég er rosalega leið, eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég hrikalega lokuð persóna og á mjög erfitt með að tjá tilfinningar mínar, en svona er ÉG... og það hrikalega sorglega við það er að mér líður mjög illa núna. Það hefur alltaf verið talað um að maður verður að velja og hafna og gefa sig í það sem maður gerir.... þetta hef ég ekki verið þekkt fyrir að gera þegar strákar eru í spilinu enda lítil í mér og tilfinningalega lokuð....en það kom að því og núna líður mér ILLA, að gefa sig í hlutina og fá til baka að það sé ekki framtíð í þessu, það er sárt!! Mér líður núna eins og eitthvað hafi gerst inn í mér, en svona er lífið víst... spurning að reyna að sætta sig við hlutina og fagna þeim áfanga sem búin er!!

Bara 5 dagar í að ég verð 25 ára og bráðum verð ég bráðstollt stúdína með BS í viðskiptafræði, útskrift 21. október og þá verður GAMAN...

ÞANGAÐ TIL, EKKERT STRESS OG BLESS!!

fimmtudagur, september 21, 2006

THE NEVER ENDING STORY......

Undanfarna daga hefur mér liðið eins og ,,Sella er ein í heiminum". Þvílíkt tilbreytingalaust líf sem maður á og það virðist sem september mánuður ætli aldri að taka enda..... en á mánudaginn 25. september er ég aftur orðin frjáls manneskja, get gert það sem ég vil, þegar ég vil....

Ef ég næ að klára þessa elsku....fyrsta barnið sem ég bý til (þetta er búið að vera fóstur í langan tíma - en það er að koma að fæðingu....jíha)

Ég ætla að halda frábæra útskriftarveislu, fara í árshátíðarferð með vinnunni til Póllands, halda afmælispartý þegar ég kem heim...Ég ætla að taka til heima, þrífa bílinn minn, versla fullt af dóti sem mig langar í, fara í vax, litun og plokkun og skella mér í ljós....langar svo í ljós.... ég ætla að sofa sofa sofa og síðast en ekki síst, fá mér nokkra kokteila í góðra vina hópi, alltof langt síðan ég hitti þá sem ég elska, dýrka og dái. Þá sem koma mér til að líða vel, hlægja og spauga, vera eins og ég er.... ég ætla að og dansa niður Laugarveginn, fara í Brunch með Önnu Jónu og Hrebbnu

....Komin tími til að hrista rassa svo ég æta að fara í líkamsræktina. Mig langar rosa til SPÁNAR, í sumarbústaðaferð og já ég ætla, ætla ég ætla ég ætla...

Allavegana smá blogg hérna frá mér svona til tilbreytingar - það er að koma að þessu :o)

föstudagur, september 15, 2006

MÉR LEIÐIST.......:o(

mánudagur, september 11, 2006

...og tímanum líður!!

Eiginlega bara fáránlegt að hugsa til þess að í dag eru 5 ár liðin frá því að flogið var á turnana í New York... magnað alveg hreint. Man svo skýrt eftir því þegar ég og Gyða vorum eins og vitleysingar í Marbella á Spáni, kunnum varla stakt orð í spænsku og sáum í sjónvarpinu atvikið - þetta er eins og hafi gerst í gær....BUT nei ;o)

Hvað þá að það sé liðið ár frá því að ég fór til Barcelona sem skiptinemi, úff hvað mig langar að fara aftur út, gaman gaman hjá litlu senjoritunni mér þarna úti - hver veit nema maður skelli sér ef ég sé ódýrt far - hehe

....EN - THE TIME FLIES WHEN YOU´RE HAVING FUN ;O)

* Annars er maður búin að skila fræðilega hlutanum í ritgerðinni af sér og þvílíkur léttir, núna tekur bara við gagnavinnsla í SPSS og rumpa fram yndislegum niðurstöðum á könnuninni minni. Föstudagurinn fór því í yfirlestur með yndislegu móður minni sem prófarkalas hele klapped! Laugardagurinn var svo skemmtó - fór í heita pottinn til J-low og svo í bæinn með stelpunum. Var bílandi en stuðið var þvílíkt að mínar bestustu vinkonur héldu að ég væri drukkin...heheh gaman svona.

En well vinnan búin að við tekur date með tölvunni - have fun mínir kæru

föstudagur, september 08, 2006

Jeremías það er nú ekki hægt að segja neitt annað!!

Öllu má nú ofgera - líkt og ÞETTA þessi heimasíða er fyrir litla baun sem á að fæðast í maí á næsta ári... sem sagt 238 dagar ca í fæðingu, en meðgangan er um 280 dagar. Sem sagt komin fimm vikur á leið eða eitthvað álíka. Gott og vel en það sem mér finnst mest spes er það að stelpuskjátan er með myndir af ÞUNGUNARPRÓFINU!!

Kíkið á........

Annars er bara 5 tímar í hlutaskil á ritgerðinni...anda inn - anda út - vonandi tekst þetta ;o)

Gleðilegan flöskudag!!

mánudagur, september 04, 2006

Að vera of fullur er: EKKI TÖFF!!

Þrátt fyrir mjög svo skemmtilega helgi þar sem rifjaðir voru upp gamlir góðir tímar úr Verzló á laugardaginn, er ekki laust við að einhver mórall sé í hausnum á mér.... og mest pirrandi að ég veit almennilega ekki ástæðuna!

Tjúttið var með öllum tilheyrandi drykkjum, Fresita, bjór, hvítvín og skot...ekki góð blanda!!

Get þó verið ánægð með það að þurfa ekki að vakna með kjánahroll eins og sumir sem að kunnu ekki að haga sér í bænum og létu vægast sagt eins og vitleysingar....HALLÓ - NEI ÞÝÐIR NEI!!

En yndisleg helgi búin - myndavélin varð því miður batteríislaus of snemma en minningarnar góðar!! Fyrirgefiði félagar, þið sem eigið það skilið að ég lét eins og fáviti....úppppssss spurning um að vera edrú næstu helgar!

Over and out, er farin heim að ritgerðast, þarf víst að skila öllum fræðilega hlutanum á föstudaginn ;o) úfff