fimmtudagur, apríl 06, 2006

VINAKVEÐJA….

…þvílík gleði því ég er að fara í seinasta tíma minn í skólanum á morgun!! Svo bara páskafrí – lærdómur – páskaegg- fondue – grill – svefn – heitipottur – djamm – lifa lífinu – og læra meira!! Í því tilefni kæru vinir og ættingjar – eitt sætt lag/texti til YKKAR

Ég er sko vinur þinn, langbesti vinur þinn!!
Gangi illa fyrir þér, allt á skakk og skjön hvert sem litið er.
Þá skalt þú muna vísdómsorð frá mér…að ég er vinur þinn.
Já ég er vinur þinn.

Dú dú dú dú dú rú…
Ég er sko vinur þinn, langbesti vinur þinn…
Mér leiðist margt,
sama segi ég
Já tilveran er ekki alltaf dásamleg
Þá skaltu muna vísdómsorð frá mér…að ég er vinur þinn
Já ég er vinur þinn

Það eru ýmsir vafalaust greindari en ég er –
líka stærri en ég – KANNSKI
En þá mun þá vináttan jafn innileg á allan veg
JÁ - Þó liði ár og öld – mun vináttan enn við völd
Þú færð að finna það drengur minn AÐ ÉG ER VINUR ÞINN :o)

…..Bara þrjú verkefni to go fyrir morgundaginn – 3 í páskafríinu og 1 stk BS-RITGERÐ!!!! EINTÓM GLEÐI OG HAMINGJA

Engin ummæli: