miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Já fyrir þá sem ekki vita er SELLA IN TOWN!!

Je dúdda mía... æðislegt að vera komin heim og hitta alla vinina, náði bara smá nasaþefnum af því um jólin. Helgin var æði, gæði, pæði...að mestu leyti að minnsta kosti.

Heiðraði Telmuna mína með nærveru minni á föstudaginn enda skvísan 25 ára og hattapartý hjá skvísunni. Svaka fjör, mikið spjallað og singstar í gangi. Kíkti svo í bæinn með Erlu Dögg og Kristínu...merkilegur atburður gerðist - fór í fyrsta skipti á Ólíver!! Greinilega búin að vera svoldið lengi í úglandinu og kíktum við svo á Vegamót. Stoppuðum reyndar stutt enda rigning og vibbi en við Kristín náðum þessu svo sannarlega upp með kjaftatörn í bílnum á leiðinni heim ;o)

Laugardagurinn var þvílíkt næs, bara chill allann daginn, Tinna og co kom í heimsókn og náði ég að knúsa Bryndísi rækilega. Horfði svo á Silvíu Nótt eiga eurovision - áður en ég þaut á vit ævintýranna til Möggu. Þvílíkt fjör í SingStar partýinu hjá henni, bókað að maður endurtaki þetta sem fyrst! Gaman að hitta allt liðið, mikil drykkja, tjútt og dillandi rassar. Bærinn var tekinn seint á þetta....

...best að segja bara PASSSSSS - óhætt að segja að Sesselja lýsir hér með eftir svörtum stuttum Zöru jakka, bronslitaðir tösku með verðmætum á borð við húslykli, debetkorti og ástkærum gsm-síma sem engum nema mér langar í ;S

Æðisleg helgi fyrir utan þetta - bara BÖMMER BÖMMER og núna er komið að skólalífinu. Tók Stylinn á þetta með Elvu og Benný og svo bara að reyna að vera hjálpsöm fyrir VÖKU KOSNINGARNAR!!

Fariði vel með ykkur ástirnar - og endilega sendið mér símanúmerin ykkar í maili á sesselg@hi.is ef þið nennið...úpppppppssss!

PS - langar að óska afmælisbörnum vikunnar til hamingju með daginn
1. feb - Ásta María 21.árs
1. feb - Telma 25 ára
4. feb - Þórir Hrafn 25 ára
5. feb - Anný Rut 25 ára ..................farið vel með ykkur ástirnar ;o)

Engin ummæli: