mánudagur, febrúar 13, 2006

HÆ - ÉG SEGI ALLT GOTT, EN ÞÚ?

Enn ein helgin búin….hvað er málið ??? Þetta ár er nýbyrjað en strax búnir 42 dagar og finnst mér eins og það sé alltaf helgi, sem er svo sem fínt ;o)

Líf mitt er að komast aftur upp í rútínu, búin að sitja minn fyrsta tíma í skólanum og náði í endann á kosningabaráttunni…jeremías hvað er gaman í kosningastússi! Fimmtudagurinn fór því í kosningavöku á Hressó! Nenntum þó ekki að bíða eftir úrslitum og létum því nægja að kíkja á stemmarann og bíða spenntar til 02:15 en úrslitin komu um fimmleytið ;o)

Helgin var svo þrælskemmtileg –fékk vinnu á Umferðastofu og byrja á mánudaginn sem vinnandi kona – ætli maður reyni svo ekki að hitta á leiðbeinandann sinn út af BS ritgerðinni…best að fara að útskrifast bráðlega – hehhee

Árlega þorrablót famelíunnar var magnað!! Það mættu allir í dulargervi, 3* Silvía Nótt og 1* Nammi, Geir Ólafs, Harpa Sjöfn Hermundardóttir, Solla stirða, Bogi og Örvar, Bubbi kóngur, Hallgrímur ormur, Bubbi byggir og fleiri yndislegir karakterar ;o) Snilld og óhætt að segja að við hlógum mikið þegar einhver gaur fór húsavillt og Eva frænka fór til dyra sem Silvía Nótt og strákurinn vildi helst hlaupa í burtu – múhahhaha Helgin var sko fín, idol, spilamennska, fjölskyldumót og kíkti svo á rúntinn með Tinnslunni minni enda fjárfesti ég í BÍL á laugardaginn. Skvísan orðin eigandi af VW Golf ´04, silfurgrár, ekinn 37.000 og ég hoppandi glöð með afraksturinn ;o) býð ykkur á rúntinn við tækifæri.

Annars langaði mig að óska Júlíu Dagbjörtu til hamingju með afmælið skvísan orðin 4 ára ;o)…þangað til næst, farin að sofa, best að verða endurnærður fyrsta vinnudaginn sinn!!

Engin ummæli: