Sogustund ur utlondum nr 1....
Logdum otrulega snemma af stad upp a flugvoll til ad na filingnum og ollu. Eg, Haffi og Gylfi mættum snemma og spiludum tvi 7- 4- 2 allan timann i frihofninni.
Lennti a leidinlegasta gaur i flugvelinni sem var med mega attetude og vildi ekki leyfa mer ad hreyfa vid sætinu. Um leid og hann sofnadi notadi eg timann og setti sætid nidur og viti menn........ madur let eins og odur parkinson sjukingur a sætinu hristi tad og ytti a t il ad lata mig laga tad...... en audvitad gekk tad ekki, lek bara rolega sofandi unga stulku....
Koben hefur verid tekin med trompi, forum beint upp a Hotel Cabin og svo la leidin pa Strøget...... versla, versla, versla
Forum lett a lifid en komum snemma heim enda bidur okkar flug til Finnlands kl 8:15 i fyrramalid.
P.S Vera, Sigga og Sigrun, kikti a Scala. Strickers i nokkra øl og stemningin var god..... meira seinna og fleiri drykkir um leid.
Kv.....Koben farinn Sella
sunnudagur, október 31, 2004
föstudagur, október 29, 2004
Það er komið að þessu......
Já ferðataskan fundin og best að byrja að pakka..... 9 tímar í flug og fullt sem ekki má gleyma, eins og góða skapið, myndavél, galaföt, fín föt, djamm föt, góða skó og GJALDEYRI. Er þetta ekki það sem þarf?? Vera ætlar að vera svo góð að skutla mér, Haffa og Gylfa út á flugvöll. Þurfum að vera komin þangað fyrir kl 6 út af tollstimpli á 12 Eldur Ís vodkaflöskum sem munu ferðast með okkur. Köben á morgun, Finnland á sunnudag og Eistland á mánudag. Reyni að setja inn línu á bloggið við tækifæri..... en engar áhyggjur það verður gaman. Góður hópur: 5 stelpur (ég, Sæunn, Soffía, Hjördís og Eygló) og 6 gaurar (Haffi, Gylfi, Jói, Stefnir, Andri og Teitur) Óskið mér bara góðrar ferðar og góðrar heimkomu..... OG JÁ ÉG SKAL DREKKA NOKKRA FYRIR YKKUR ;o) |
Birt af Sella kl. 11:51 e.h. 0 ummæli
fimmtudagur, október 28, 2004
Einn lettur brandari.... fyrir svefninn ;o) Elsa átti þrjár dætur sem allar ætluðu að gifta sig með stuttu millibili. Hún hafði nokkrar áhyggjur af brúðkaupsferðum dætra sinna og bað þær að lofa því að senda sér póstkort um framgang ferðarinnar. Ein dóttirin fór til Hawaii og eftir tveggja daga dvöl fékk Elsa póstkort. Ekkert stóð í kortinu fyrir utan ,,Maxwell House" Elsa var vonum hálfundrandi yfir þessu og náði í Maxwell House kaffipakka og sá að utan á honum stóð: ,,Gott til síðasta dropa" Hún roðnaði yfir skilaboðum dóttur sinnar og var ánægð með að allt gengi vel. Viku eftir brúðkaup næstu dóttur fékk Elsa póstkort frá Austur-Evrópu, þar sem hjónin voru í reisu. En ekkert stóð í kortinu nema: ,,Lion Bar" Elsa var nú farinn að þekkja þennan leik, keypti sér Lion Bar og las á umbúðirnar ,,Extra langt og unaðslega gott"´Frúin fór þó nokkuð hjá sér en var ánægð fyrir hönd dótturinnar. Þriðja dóttirin fór í brúðkaupsferð í Karabíuhafið. Elsa beið eftir póstkortinu en eftir viku hafði ekkert spurst til þeirra. Önnur vika leið og svo loks eftir mánuð kom póstkort. Skrifað með óstyrkri hönd stóð: "Iceland Express" Elsa leitaði í næsta dagblaði, hálfórótt yfir skilaboðum, og fann loks auglýsinguna: "ÞRISVAR Á DAG, SJÖ DAGA VIKUNNAR, BÁÐAR LEIÐIR" hahahah..... góða nótt og bara svona segja ykkur 2 DAGAR í útlöndin
|
miðvikudagur, október 27, 2004
Allt á fullri ferð.... og mikið búið að gerast seinustu vikuna!!
Fimmtudagurinn einkenndist af stemningu og stressi fyrir kk-og kvk kvöldið, þar sem við náðum að gera marga skondna hluti...... eins og Sæunn missti öll mágusarskírteinin á bílaplaninu upp í Háskólabíói, ca 500 stykkjum. Mjög gaman að raða þeim aftur í starfrófsröð ;o)
Skellti mér svo upp í Valhöll á fund með nemendafélögunum í framhaldskólunum, á Stylinn með Hönnu og Tinnu. Eftir það kíktum við svo á kaffihúsakvöld á Vegamótum Mér tókst að læsa Tinnu frænku óvart inn í bíl.... og skondið að líta til baka og sjá eymdarsvipinn á henni bankandi á rúðuna eftir HJÁLP!!!
Föstudagurinn byrjaði snemma upp í vaxi hjá Magneu. Við tók svo hin bráðskemmtilega miðasala.........og svo bara KK- OG KVK KVÖLD MÁGUSAR OG TRADITION Hörkustuð á Stúdentakjallaranum, þar sem allir voru merktir gaumgæfilega eftir hjúskapastöðu (rautt á föstu, grænt á lausu og gult mitt á milli) Þaðan tókum við stelpurnar bus á Hverfis..........þar sem Rósa Ingólfs fræddi okkur um kvenleikann, gaf okkur ilmvatn og krem meðan við renndum niður líka þessum tíbýska StElPu-BjÓr.....
Gulla úr Svínasúpunni og Stelpur.com var með uppistand........og verð nú bara að segja DJÖFULL ER HÚN FYNDIN gerði nett grín af karlmönnum með góðum undirtektum. Stulli og Haffi í Tradition komu svo með nett grín á milli atriða.... en lokaatriðið hjá stelpunum....var.....
.......líka þessu hallærislegu stripparar sem héldu að þeir væru svo flottir.... en þeir voru það EKKI , hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar þeir drógu Tinnu Sif upp og létu hana sleikja rjóma.... og annað ógeðslegt ,
Rétt eftir þetta komu strákarnir galvaskir af Goldfinger, þar sem við tók líka þessi drykkja, dans og feiknastuð. Kvöldið einkenndist af víni, víni, Campari, kokteilum, myndatöku og GAMANIIII.....
Laugardagurinn tekinn í þynnku og svo smellt sér í útskrift hjá Siggu vinkonu – sem nú er orðin viðskiptafræðingur stelpan. Já og það berfætt þar sem bandið á nýju fínu skónum hennar slitnaði í athöfninni sjálfri, svekkjandi.
Mikið stuð og mikið gaman í Miðsölum, þar sem við dönsuðum hókí pókí, fugladansinn, Zorba og drukkum í takt við það. Leið lá svo á Prikið til nóna bróður. OF MIKIÐ af fólki í bænum, kíktum á Ara og Hverfis líka...... svo bara í pylsu og Haukur ,,tengdasonur Íslands” náði í mig, Hönnu og Vidda.....
Sunnudagurinn var svo heljarinnar leiðangur og útréttingar með mömmu, saumó í nýju fínu íbúðinni hjá Guðrúnu og Styrmi. Alltaf gaman að hitta stelpurnar og slúðra eilítið... Stjórnarfundur í Heimdalli og svo líka þessi fíni matur heima og föndurkvöld famelíunnar.... fyrstu jólakortin eru komin ;o)
En ekki meir í bili....... myndirnar eru komnar, kíkið á!!!!,
P.S bara 3 dagar í Finnland, Telma i´m coming :o)
mánudagur, október 25, 2004
Allt að gerast.......
Til að byrja með langar mig til að óska ÍRIS BJÖRK til hamingju með 23 ára afmælið í dag, elskan njóttu dagsins.
Er upp í skóla að drukkna í verkefnum þessa vikuna, er að reyna að vinna upp öll verkefni fyrir utanlandsferðina miklu..... aðeins 5 DAGAR Í KÖBEN.... oh það verður svo gaman.
Dettur ykkur einhvað í hug í sambandi við innflutning á tyggigúmmí til Ástralíu (verkefni í utanríkisverslun) eða hvað þá neikvæða hluti um Bretland, t.d fótboltabullur, vondan mat, mengun, slúður blöðin, offitu og....... (verkefni í viðskiptaensku).
Bara svona einhvað sem ykkur dettur í hug,
Er að reyna að koma mér í skriftir eftir helgina...... karla-og kvennakvöldið, Útskrift hjá Siggu, djammið í bænum, matarboð, föndurkvöld og, og, og, og.......
Bíðið spennt....... MYNDIRNAR KOMA INN BRÁÐLEGA....og sögustundin líka
fimmtudagur, október 21, 2004
ER ÞETTA MÁLIÐ.....
Draumur konu
Kona ein sat á bar ásamt vinkonum sínum eftir vinnudag, þegar hrikalegamyndarlegur og rosalega sexy ungur maður gekk þar inn.Hann var svo eftirtektarverður að konan gat með engu móti hætt að staraá hann. Ungi maðurinn tók eftir athyglinni sem hann fékk frá konunni,gekk beint til hennar og sagði.Ég skal gera hvað sem, "HVAÐ SEM ER" og hversu afbrigðilegt sem það erfyrir 2000 kr.með einu skilyrði.Orðlaus af undrun spurði konan hvað þetta skilyrði væri.
Ungi maðurinn svaraði: Þú verður að segja mér hvað þú villt að ég geri íaðeins 3 orðum.
Konan hugsaði tilboð hans um stund, byrjaði svo að telja peningana uppúr buddunni sinni og rétti unga manninum.Hún horfði djúpt í augu hans og hægt og rólega svaraði hún:
ÞRÍFÐU HÚSIÐ MITT!!!!!!!!!!!!!!
miðvikudagur, október 20, 2004
Nokkrar staðreyndir úr DV... Aðallega úr greininni góðu.... ,,Ástarþríhyrningur í héraðsdómi"..... lesið þessa líku góðu frasa úr greininni um líkið Vaidas í Morðfirði. ....Heiðveig Þráinsdóttir unnusta Grétars hélt hann væri á sjúkrihúsi með raflost, þegar hann var með Natöshju. .... Í Héraðsdómi í gær sögðu líkmennirnir sína sögu. Frásagnir þeirra stönguðust á. Einn neitar sök, annar játar og þriðji kennir hinum um ALLT!! .... Jónas neitaði að hafa vitneskju um að Vaidas hafði haft fíkniefni innvortist við komu til landsins, né heldur að hann hafi verið kunnugt um lát Vaidasar. ..... hvað þá hafa vitað af líkinu..... (HALLÓ VINURINN OPNAÐU AUGUN) sem Tomas og Grétar hafa báði vitnað um að hafa verið í bíl sem Jónas keyrði, hálfann hringveginn á þriggja daga tímabili! ..... Jónas vissi ekki um líkið, þar sem hann var í göngutúr um Fossvoginn, þar sem Grétar og Tomas reyktu svo mikið..... (en hvernig var þá lyktin í bílnum eftir þessa 3 daga)... .....Grétar lýsti sinn hlið í blaðaviðtölum og kærasta Grétars Heiðrún, opinberaði sína hlið málsins og fyrirgaf Grétari allt... ...... Ekki meir í bili en ef þið vitið meira um þetta stórfurðulega mál.... og hver komi næstur með nýja sögu... SEGIÐ MÉR |
mánudagur, október 18, 2004
Gleði, gleði og geðveik helgi búin.....
Flöskudagur: Mikið brallað, farið í vísindaferð í Haga ( Baug) þar sem við hlustuðum á skemmtilegan fyrirlestur og kepptumst svo í að slá drykkjumet Mastersnema í HR.... og verð nú bara að segja að okkur tókst mjög vel upp, kláruðum allt drykkjarhæft í húsinu, skelltum okkur svo á Hverfis þar sem Idolið var hresst og skemmtilegt.
Kvöldið einkenndist af DRYKKJU, DRYKKJU OG ENN MEIRI DRYKKJU... tókum röltið af Hverfis á Bingókvöld verkfræðinema..... vorum held ég aðeins og drukkin fyrir þá rólegu stemningu sem var þar, fórum á Prikið, Ara, Pravda, Hverfis, Celtic og já endaði á Prikinu og var eins og ,,Palli var einn í heiminum" að bíða eftir að elskulegasti bróðir í heimi skutlaði mér heim... Þrælfínt djamm og toppaði söngurinn okkar Hönnu og Veru allt á Celtic
Laugardagur: Yndislegasta litla ,,stormfríður" frænka mín Natalía Tinna 1.árs. Hörku afmælisveisla haldin hér heima.... en nei nei mín þurfti bara að skella sér í vinnuna og það til 01:30 á laugardagsnóttu, ekkert djamm eftir það, dagurinn einkenndist bara að svolítilli þoku og léttum strekkingi, ÞYNNKA Í HÁMARKI.
Sunnudagur: já há... föndurdagurinn mikli, fékk Sæunni og Soffíu í heimsókn þar sem við dróum upp liti, prentara, fullt af blöðum, saumavél, gull- og silfurpenna og byrjuðum á að föndra miða á líka þetta góða kvöld Karla- og kvennakvöld Tradition og Mágusar, eftir það var svo hörkustuð á stjórnarfundi Heimdallar og vinna fram eftir kvöldi..... já bara að skella á skemmtilegasti viðburður ársins..... ætlar þú að missa af honum
Nei held ekki, Tinna Sif, Vera, ég, Sigga og Jóhanna erum bókað að fara.... viltu koma með?
fimmtudagur, október 14, 2004
Þá er nú betra að halda sig í skólanum......
Já maður er nú bara feginn að hafa tekið skólann með stæl í dag, var frekar svekkt yfir því að þurfa að gera verkefni og læra fullt í kvöld þar sem landsleikurinn var í sjónvarpinu og gellurnar á vellinum að horfa á sæta fótboltarassa. Ísland - Svíþjóð........ lokaniðurstaða 0:4 fyrir Svíum og mörkin öll í fyrrihálfleik.....
...ekki laust við að ég sé sátt við að hafa verið í friðsælli náttúrunni í Odda með Utanríkisverslun í annarri og Lögfræði í hinni.
Best að fara að drífa sig heim, Oddi lokar bráðlega og rúmið kallar!!!!!
ps. AÐEINS 9 DAGAR Í KARLA- OG KVENNAKVÖLDIÐ, ;O)
viltu koma með??????
miðvikudagur, október 13, 2004
Bara allt að gerast..........skóli, skóli, skóli og að sjálfsögðu djamm!!!!
Já bara allt að gerast, er upp í skóla núna að læra, verkefni á morgun, skilaði einu í gær, fór í tvö próf þá líka og fékk útúr 1 verkefni og 2 prófum. 8, 8 og 9 komin í hús...... er mín ekki dugleg?
Annars er fullt á dagskrá....
Föstudagur: 15. okt Vísindaferð í Haga (Baugur)
Laugardagur: 16. okt Natalía Tinna 1.árs, svaka afmælisveisla
Laugardagur og sunnudagur.... vinna, vinna, vinna
Mánudagur: 18.okt Enn meiri lærdómur og verkefnavinna
Þriðjudagur: 19.okt Verkefnavinna og vinna
Föstudagur: 22.okt Karla- og kvennakvöldið
Laugardagur: 23.okt Sigga útskrifast úr HÍ
Sunnudagur: 24.okt þynnka.....
Laugardagur: 30.okt NESU Ráðstefna í Finnlandi...... alveg í heila viku þar sem við förum til Eistlands og enda svo í 2 daga heimsókn hjá Telmu minni.
Gleðistund framundan..... bless í bili, félagar
P.s Vera er komin með nýtt blogg..... kíkið hér
mánudagur, október 11, 2004
Á ég að fara að gráta núna..... eða núna??
Próftaflan er komin í hús.....og þvílíkur og annar eins viðbjóður hefur ekki sést í langan tíma. Komin með í mallakútinn og planið er að læra eins og brjálæðingur núna og fram að jólum. Próftaflan er svona::
Þri. 14.des - Markaðsfræði III - kl:13:30-16:30
Mið. 15.des - Markaðfræði IV - kl: 09:00-12:00
Fim. 16.des - Utanríkisverslun - kl:09:00- 12:00
Lau. 18.des - Lögfræði A - kl: 09:00-12:00
Þri. 21.des - Þjóðhagfræði I - kl: 13:30-16:30
Já fái aðrir verri próftöflu.........endilega látið vita, :o(
Snökt, grátur og gnístan tanna
sunnudagur, október 10, 2004
HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR.............
Lau 9/10...... Í dag er rétt að ráðgast við vin, sem gæti veitt þér holl ráð eða í það minnsta góðan félagsskap, sem yrði þér til upplyftingar! Sun 10/10......Þú laðast að leyndardómum. Þú vilt koma auga á vandamálin, leysa þau og vinna réttu svörin!! ..... Því er málið að SKELLA sér á KAFFIHÚS og ræða allt milli himins og jarðar, hver veit hvað gæti ræst af þessu!!!! kv. Sella kaffigella ;o) |
Birt af Sella kl. 11:43 e.h. 0 ummæli
föstudagur, október 08, 2004
Vísindaferð í Landsvirkjun...... þetta er fínt fyrirtæki!!
Var rétt í þessu að koma í hús úr líka þessari fínu vísindaferð okkar í viðskiptafræðinni hjá Landsvirkjun. Með okkur í för voru hressir krakkar í stjórnmálafræðinni!!!! Bráðskemmtilegur fyrirlestur, fengum að fara niður í stjórnstöðina og sjá hvernig rafmagnflæði inn á heimilin og sonna.
Var svo heppin að Óli góði hellti yfir mig heilum bjór, þannig að ég kom heim til að skipta um pils..... og fara svo og hitta fólkið í FRÁBÆRU IDOL FJÖRI á Hverfis!!!
Endilega komdu og láttu sjá þig, alltaf gaman að horfa á þetta rugl í stórum, góðum hópi!!
.......svo bara heim og læra þjóðhagfræðipróf á morgun....... já á laugardegi!!!!
Hverjum dettur í hug að fara á Aktu Taktu og fá sér að borða????
..... Ekki frásögu færandi, nema það að ég skellti mér í vinnuna áðan, og viti menn kom bara ekki þessi 70 manna bílaklúbbshópur... Life to cruise og ákvað að fá sér að borða...... hef ekki séð annað eins, við vorum 7 í vinnunni og allt á öðrum endanum, náðum að redda einhverjum 80 tilboðum að allskonar mat, þótt ég segi sjálf frá, gekk það ROSA VEL!!!
Fór þó fyrr heim og viti menn lenti líka í þessari dýrindis fondue veislu, geggjaður matur heima og Laufey og Kalli í heimsókn. Við tók lærdómurinn og........... já það sést bara hvað ég hef náð að læra mikið...... komin á netið.
..... en bless í bili, verð að læra, próf í þjóðhagfræði á laugardag og vínsyndaferð í Landsvirkun á morgun, sjáumst hress og játs bara bletzzzzzz :o)
..... Footballers wives!!!!
Hversu fyndnir þættir eru þetta? Maður dettur bara gjörsamlega inn í nýja Bílastæðaverði eins og í Fóstbræðrum. Annað hvort hafa allir verið með öllum, átt börn með öllum, haldið framhjá öllum og ef það er ekki svoleiðis, þá er verið að reyna þetta ALLT. Tanya Turner fær þó heiðurinn á því að vera tík þáttarins. Bíð spennt eftir næstu seríu...... gerir þú það ekki líka??
fimmtudagur, október 07, 2004
þriðjudagur, október 05, 2004
Vér mótmælum
.......Það var sko tekið á því í morgun, mín bara mætt við Hús Verslunarinnar kl 07:30 með fullt skott af Kókómjólk og við tók mótmæli um frestun mislægra gatnamóta Kringlumýrar- og Miklubrautar þar sem fjöldinn allur af hressum Heimdallingum voru saman komin með skilti, kleinur og kókómjólk til að gefa, þeim vegfarendum sem voru stopp í umferðarteppunni á leið í vinnu......
Gaman að sjá hvort þetta hafi einhvað í för með sér, en við sýndum þó í verki að það þarf að gera einhvað róttækt þarna!!!! Hver nennir að vera 40 mínútur í skólann eða vinnu á morgnanna.??
MBK
Sella uppreisnarseggur ;o)
..... WHAT A FEELINGGGGG......
Jamm og já, helgin afstaðin og mikið búið að bralla. á flöskudag var margt og mikið að gerast.... Vísindaferð í Seðlabankann, sem ég missti því miður af, en hitti þó hresst Mágusarliðið á Stúdentakjallaranum á eftir þar sem bjórinn flæddi og pizzukassar á hverju strái. Stoppaði stutt þar, þar sem Davíð Ólafur var með 1.matarklúbb vetrarins, þar sem eldað var Faitas fyrir 20 manns og ís með heitri mars-sósu sem sumum fannst þurfa að bragðbæta með vænum slurka af Bacardi. (Takk Jói) horft á Idol,
......... og já já já já, farið í Sing Star , og ómæ hvað það er skemmtilegt, þetta er komið efst á óskalistann fyrir jólagjafir. Lög eins og Pretty Woman, I believe in things called love, Like a virgin, Heart of glasses, Living la vida loca voru tekin nokkuð oft, og voru Októberfest fararnir fullu, mjög sprækir og fá fullt hús stiga fyrir sviðsframkomu...
.....eftir mikið væl, söng og svínarý lá leiðin í bæinn og tók ég að mér að skutla Bigga, Sigga, Villa og Kára í billann þar sem Prikið var fyrsti stoppustaður. Bílferðin var kostuleg þar sem strákarnir ákváðu að kasta vatnsmelónu út á ferð já, já, já út um gluggan á ferð á Miklubrautunni...... skondið atvik þar á ferð, á Prikinu var svo mikið tjúttað og trallað, dansað upp á stólum, hátölurum og bókstaflega út um allllllllllt. Mín edrú svo ég var ekki alveg að missa mig. Hitti allar gellurnar á Prikinu og rölti með Veru og Hönnu á Hverfis í stuttan hring og svo jemmme på.
Laugardagur til lukku tók svo vel við þar sem Styllinn var tekin, rúntur upp í mosó eftir bolluskál og glasaleit, brunað í Ikea og keypt 60 plastglös, rennt eftir snakki og í kringluna að kaupa Boozzzzee og öllu í bolluna reddað.
..... Eftir herlegheitin lá leiðin heim og gera allt klárt fyrir PARTÝ IÐ..... mikið ógeðslega var gaman þó ég segi sjálf frá. Bauð líka í þetta skemmtilega partý hérna heima, þar sem um 40 manns létu sjá sig, mikið var tjúttað, blönduð var hættuleg bolla þar sem fólk sem smakkaði hana komst ekki hjá því að rúlla út um útidyrnar á leið úr teitinu. (Aðeins 3 lítrar af Vodka og 3 ½ l af Passóa kláruðust)........ og fáránlega mikið af bjór, stútfylltum svartaruslapoka af dósum.
......Þegar líða tók á partýið var ,,Einn dans við mig” tekinn hátíðulegur í stofunni, Sing Star fjör á efri hæðinni, drykkjukeppni í eldhúsinu, þar sem keppt var í að klára bolluna með risa rörum og fötu á gólfinu. Tóku sig nokkrir til og ákváðu að spila fótbolta með vatnsmelónu í garðinum (mér til mikillar gleði á sunnudaginn) Um hálf þrjú, tíuðum við okkur svo í bæinn þar sem Prikið var tekið með stæl...... og áfram haldið á drykkju. Mikið stuð og mikið gaman, röltum við saman upp á Hverfis, þar sem ég laug að dyraverðinum að Tinna frænka væri stjórnarmeðlimur í Mágusi með mér og við flugum 3 inn...... hahah góðar Hanna og Tinna :o) Mikið tjútt og mikið gaman, dansaði af mér rassgatið með Anný, Möggu, Ella, Tinnu, Hönnu og fleirum, en svo kom að því að djammið átti að vera búið enda kl. 06:?? Svo við fórum bara aftur á Prikið, skelltum okkur og pöntuðum pizzu......Vera okkar kom svo og sótti okkur og við komum heim, í svaka fillerýisgalsa, japlandi á pizzu og Tinna, Hanna og Elli ákváðu að gista, góður endir á góðu djammi, ég get ekki sagt meira.
Sunnudagur til svaka þynnku kom sá og sigraði, þar sem þynnkan var ágæt og mikið ógeðslega var gólfið skítugt..... það var SVART, skúringar, afþurrkur og uppvask var á dagskrá, en mikið rosalega var ég fegin að við ákváðum full og vitlaus að henda öllu drasli, dósum og rusli á laugardagsnóttina áður en við fórum í bæinn......
Kv. Sólargeislinn, í bananastuði eftir góða helgi
PS. Myndirnar sem lýsa kvöldinu best koma inn eftir smá......
Pps takk æðislega fyrir mig..... engar smá gjafir og enginn smá félagsskapur ;o)
..... WHAT A FEELINGGGGG......
Jamm og já, helgin afstaðin og mikið búið að bralla. á flöskudag var margt og mikið að gerast.... Vísindaferð í Seðlabankann, sem ég missti því miður af, en hitti þó hresst Mágusarliðið á Stúdentakjallaranum á eftir þar sem bjórinn flæddi og pizzukassar á hverju strái. Stoppaði stutt þar, þar sem Davíð Ólafur var með 1.matarklúbb vetrarins, þar sem eldað var Faitas fyrir 20 manns og ís með heitri mars-sósu sem sumum fannst þurfa að bragðbæta með vænum slurka af Bacardi. (Takk Jói) horft á Idol,
......... og já já já já, farið í Sing Star , og ómæ hvað það er skemmtilegt, þetta er komið efst á óskalistann fyrir jólagjafir. Lög eins og Pretty Woman, I believe in things called love, Like a virgin, Heart of glasses, Living la vida loca voru tekin nokkuð oft, og voru Októberfest fararnir fullu, mjög sprækir og fá fullt hús stiga fyrir sviðsframkomu...
.....eftir mikið væl, söng og svínarý lá leiðin í bæinn og tók ég að mér að skutla Bigga, Sigga, Villa og Kára í billann þar sem Prikið var fyrsti stoppustaður. Bílferðin var kostuleg þar sem strákarnir ákváðu að kasta vatnsmelónu út á ferð já, já, já út um gluggan á ferð á Miklubrautunni...... skondið atvik þar á ferð, á Prikinu var svo mikið tjúttað og trallað, dansað upp á stólum, hátölurum og bókstaflega út um allllllllllt. Mín edrú svo ég var ekki alveg að missa mig. Hitti allar gellurnar á Prikinu og rölti með Veru og Hönnu á Hverfis í stuttan hring og svo jemmme på.
Laugardagur til lukku tók svo vel við þar sem Styllinn var tekin, rúntur upp í mosó eftir bolluskál og glasaleit, brunað í Ikea og keypt 60 plastglös, rennt eftir snakki og í kringluna að kaupa Boozzzzee og öllu í bolluna reddað.
..... Eftir herlegheitin lá leiðin heim og gera allt klárt fyrir PARTÝ IÐ..... mikið ógeðslega var gaman þó ég segi sjálf frá. Bauð líka í þetta skemmtilega partý hérna heima, þar sem um 40 manns létu sjá sig, mikið var tjúttað, blönduð var hættuleg bolla þar sem fólk sem smakkaði hana komst ekki hjá því að rúlla út um útidyrnar á leið úr teitinu. (Aðeins 3 lítrar af Vodka og 3 ½ l af Passóa kláruðust)........ og fáránlega mikið af bjór, stútfylltum svartaruslapoka af dósum.
......Þegar líða tók á partýið var ,,Einn dans við mig” tekinn hátíðulegur í stofunni, Sing Star fjör á efri hæðinni, drykkjukeppni í eldhúsinu, þar sem keppt var í að klára bolluna með risa rörum og fötu á gólfinu. Tóku sig nokkrir til og ákváðu að spila fótbolta með vatnsmelónu í garðinum (mér til mikillar gleði á sunnudaginn) Um hálf þrjú, tíuðum við okkur svo í bæinn þar sem Prikið var tekið með stæl...... og áfram haldið á drykkju. Mikið stuð og mikið gaman, röltum við saman upp á Hverfis, þar sem ég laug að dyraverðinum að Tinna frænka væri stjórnarmeðlimur í Mágusi með mér og við flugum 3 inn...... hahah góðar Hanna og Tinna :o) Mikið tjútt og mikið gaman, dansaði af mér rassgatið með Anný, Möggu, Ella, Tinnu, Hönnu og fleirum, en svo kom að því að djammið átti að vera búið enda kl. 06:?? Svo við fórum bara aftur á Prikið, skelltum okkur og pöntuðum pizzu......Vera okkar kom svo og sótti okkur og við komum heim, í svaka fillerýisgalsa, japlandi á pizzu og Tinna, Hanna og Elli ákváðu að gista, góður endir á góðu djammi, ég get ekki sagt meira.
Sunnudagur til svaka þynnku kom sá og sigraði, þar sem þynnkan var ágæt og mikið ógeðslega var gólfið skítugt..... það var SVART, skúringar, afþurrkur og uppvask var á dagskrá, en mikið rosalega var ég fegin að við ákváðum full og vitlaus að henda öllu drasli, dósum og rusli á laugardagsnóttina áður en við fórum í bæinn......
Kv. Sólargeislinn, í bananastuði eftir góða helgi
PS. Myndirnar sem lýsa kvöldinu best koma inn eftir smá......
Pps takk æðislega fyrir mig..... engar smá gjafir og enginn smá félagsskapur ;o)
föstudagur, október 01, 2004
jamm og já...... þið segið það!!!
Enn einu sinni kominn flöskudagur, vísó í Seðlabankann, Októberfest í Háskólanum, fyrsta Idolkvöldið, matarklúbbur hjá Davíð og já HÖRKUDJAMM Á MORGUN...... já sem sagt fullt fjör á haustmánuðum á klakanum.
Mikið búið að vera að gera þessa vikuna, fullt að læra í skólanum, vinna á fullu, safna styrkjum fyrir Nesu ferðinni, halda tvo saumaklúbba, slúðra mikið, eiga ammæli, fá útborgað og eyða því jafn fljótt....... ekkert smá hvað það tekur á að fara í Kringluna og Smáralind.
Annað hvort eyðir maður fullt af peningum sem maður á ekki......... OG loks þegar maður á einhverja aura, þá finnur maður ekki neitt, eða ekki til í stærðinni sem maður þarf. Vildi bara að ég væri stundum úr gúmmí, þá gæti maður teygt sig og togað í öll flottu fötin sem maður sér......
... Þið sem lesið þetta, þá verður sko tjútt og trall á morgun.... ÉG ENDURTEK Á MORGUN, partý at my place!!! Endilega láttu að sjá þig,
Kveðja flöskudagsvinurinn
Sella