sunnudagur, október 26, 2008

Gleðiefni *3 í dag!!


#1 - Fyrir tveimur árum kom í heiminn yndislegur drengur. Já 26.október 2006 varð ég föðursystir - ekki lítið skemmtilegt þegar yndislegasti töffarinn mætti í heiminn. Aðalsteinn Ingi innilega til hamingju með 2 ára afmælið, njóttu þess í botn að láta dekra þig og borða súkkulaðiköku og meira gúmmilaði. Bið að heilsa öllum elskan og bjalla á eftir ;)

#2 - "Pabbi nr.2" eða svona nánast, Þorri pabbi Siggu á afmæli í dag, innilega til hamingju med daginn gamli ;)

#3 - Gleðiefnið eða svona nánast er það að í nótt nánar tiltekið kl.03:00 breyttist tíminn þannig að við græddum klukkutíma. Klukkan varð 2* 03:00 og þar að leiðandi er núna bara klukkutíma mismunur milli Danmerkur og Íslands núna sem þýðir að núna get ég frekar náð fólki á msn, skype og í síma jíhaaa....

En eigið góðan dag elskurnar mínar!!

fimmtudagur, október 16, 2008

Tad vaknar nýtt líf....

Ef ég hugsa út í 16. október 2000, þá líður mér eins og sá dagur hafi verið í gær.... ekki að það séu átta ár liðin frá því að þessi stórmerkilegi dagur rann upp. Á þessum tíma var ég eins og lítil blómarós á bleiku skýji þar sem dauði/slys og annað hræðilegt var nánast ekki til í orðaforða mínum. Ég hafði þó oft hugsað út í dauðann og hversu ömurlegt og sorglegt það væri að missa einhvern nákomin, hugsunin stoppaði alltaf við það - svona kemur ekki fyrir mig og mína

... en þennan merka dag fyrir átta árum fékk ég aðra sýn á þetta. Amma Sella hefur ávallt verið sú kona sem ég leit/lít mest upp til. Ég gat setið tímunum saman og spjallað við hana, horft á Matlock, spilað við hana eða bara já nánast hvað sem er....þrátt fyrir hjartveiki sína og sykursýki var hún konan sem leit ávallt á hlutina svo jákvæða og kenndi manni að líta björtum augum á lífið - Því var það skrítin tilfinning að sitja við hlið hennar á Landsspítalanum, halda í hönd hennar þegar hún kvaddi þennan heim.... Fyrir mér var dauðinn eitthvað hræðilegt, óhugsandi en ég man hvernig ég öðlaðist á augabragði nýja sýn á þetta, þegar hún kvaddi með sæmd og hversu friðsælt var að horfa á hana....

Það var svo ekki fyrr en sama dag 2003 að annar merkilegur atburður gerðist í fjölskyldunni - því eins og sagt er: ,,Það vaknar nýtt líf!" og hún Natalía Tinna frænka fæddist.... Þvi langar mig til að tileinka þessari færslu þessum tveimur stórmerkilegu karakterum ömmu Sellu og Natalíu.... og óska litlu prinsSkessunni minni innilega til hamingju með 5 ára afmælið.... Kossar og knús ;o)

þriðjudagur, október 14, 2008

Haustfrí í DK

Já frekar spes að vera í haustfríi en þurfa samt að skila verkefni í vikunni, vinna og svona - samt næs.

Áætluð skil á morgun í kúrsinum; Strategizing in the multinational corporation - local players in global games.....aha ég veit hljómar hrikalega spennandi. Síðan tekur við munnlegt próf í næstu viku. Þeir dagar sem ég hef til umráða þess á milli í þessu blessaða efterårsferie fara í Halloween Tivoli, 5 ára afmæli og undirbúning þess, lærdóm, hjólatúra, vinnu og síðast en ekki síðst rómantíska gönguferð um Frederiksberg Have á morgun með Siggu ;)

Allt of langt síðan við stöllur höfum gert eitthvað saman að viti. Bara strax farin að hlakka til... en nún verð ég víst að halda áfram með verkefnið.

Lifið heil elskulegu lesendur - hver sem þið svo sem eruð? hehe

fimmtudagur, október 09, 2008

Vangaveltur í ástandinu...

Ekki hægt ad segja annad en ad ringulreid hafi skapast á Íslandi og fólk sé frekar tungt og viti ekki hvad framtídin ber í skauti sér enda stadreynd tad er KREPPA. Tví er pælingin bara ad lifa næsta lífi afturábak - hvad segir tú um tad?

Í næsta lífi vil ég lifa lífinu afturábak.

Maður byrjar dauður svo þá er það afstaðið.

Svo vaknarðu á elliheimili og þér líður betur með hverjum deginum. Þér er
sparkað þaðan út þar sem þú ert orðin of heilbrigður, ferð og nærð í
ellilífeyrin þinn og svo þegar maður byrjar að vinna þá fær maður gull úr
og partý fyrsta daginn.

Svo vinnur maður í 40 ár eða þangað til að þú ert nógu ungur til að njóta
þess að hætta.

Þú stundar næturlífið, drekkur áfengi, og ert í raun óútreiknanlegur á
allan hátt og þá ertu orðin klár fyrir framhaldsskóla.

Ferð svo í grunnskóla breytist ungling og leikur þér. Þú hefur engar
ábyrgðir og breytist í barn þangað til þú ert fæddur/fædd.

Og svo endarðu síðustu níu mánuðina fljótandi um í umhverfi sem einna
helst minnir á spa. Með þægilegu hitastigi og herbergisþjónustu tengda
beint við þig og plássið verður meira og meira með hverjum deginum sem
líður og svo VVVÚÚÚÚHHAAAA þú endar lífið með fullnægingu.

föstudagur, október 03, 2008

Krónan í frjálsu falli...


Já stadreyndir um okkar "ágæta" gjaldmidil.
3.okt ´05 var danska krónan 9,907 sem týddi ad madur fékk 100,93 dkk fyrir 1000 isl.kr.
3.okt ´07 var hún búin ad hækka í 11,65 og tví var adeins ad fá 85,83 dkk fyrir 1000 isl.kr.
Í dag hinn merka 3.okt ´08 er danska krónan hinsvegar 20,96 og tví aumar 47,70 dkk ad fá fyrir fjólubláa 1000 krónu sedilinn okkar.

Tad er frekar slæmt tegar tekid er tillit til ad 1l.mjólk kostar í dag 156 kr, oststykki um 750 krónur og svo gæti madur lengi haldid áfram. Ákvad tví ad tjá mig adeins um ástandid vid bladamann 24Stunda og útkoman var á forsídu mbl.is....ef tid viljid kíkja tá er tad HÉRNA

miðvikudagur, október 01, 2008

Back in Copenhagen og árinu eldri...

Jæja þá er ég komin aftur í daglega amstrið hér í Kóngsins Köben eftir æðislega dvöl á Íslandinu góða. Átti þar frábæra 10 daga sem einkenndust af - sveitasælu - fjölskyldu - brúðkaupi - kaffihúsaferð - góðum vinum - afmælisteiti í Álfalandinu - enn fleiri stundum með vinunum - fjölskylduboði og æðislegum tíma - TAKK ÆÐISLEGA FYRIR MIG ;o) ekkert smá gaman að hitta allt liðið - verður fjör að hitta ykkur öll um jólin aftur.

Ég eldist víst líkt og aðrir og varð ég því töttögosjö ára á mánudaginn...scary ég veit en ég hugga mig þó á því að ég er enn yngsti meðlimur RBG kommúnunar....en yfir í annað - mikið er gaman að vita hvað maður á marga góða að, ÞAKKIR OG ÞÚSUND KOSSAR fyrir allar kveðjurnar hvort sem er í síma, in person, via sms, skype, blogginu, facebook eða með bréfdúfu! Dagurinn byrjaði hinn hefðbundnasti með fjögra tíma fyrirlestri í B2B. Eftir það ákvað ég að skjótast heim og chilla með Telmunni minni....þegar líða tók á daginn frétti ég af "surprize" dinner ala my roomy Gyða og klikkaði skvísan ekki...frábær Tandori kjúklingaréttur með öllu tilheyrandi, hvítvínssötur og TA TA RA....Telma, Jóhanna og Sigga mættu svo með double súkkulaðiköku í eftirrétt. Yndislegur afmælisdagur í alla staði - núna er svo plan um "birthday"party á RBG næsta laugardag...þannig að þú ert velkomin ;o)

En bækurnar kalla - bless og ekkert stress - kveðja frá CBS Library