sunnudagur, september 07, 2008

Lélegur bloggari...já það er rétt!!

Úff hvað maður getur verið lélegur að skrifa hérna, oft kannski því það líður langt á milli og ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa hérna....en WELL O WELL. Skólinn er kominn á fullt og er ég byrjuð í þremur valkúrsum núna en sá fjórði byrjar í október. Líst bara ágætlega á þetta. Business to business marketing er mjög skemmtilegur kúrs, áhugaverðar greinar og skemmtielgur kennari - sem er ekki verra. Stjórununnar kúrsinn er okey - svolítið skrítið að vera með braselískan kennara sem er STRANGUR - t.d engar 5 eða 8 mínútur í pásu bara SJÖ MÍNÚTUR eða þú verður úti!! Það venst hehe. Á miðvikudaginn síðasta byrjaði svo Fashion and luxury industry áfangi sem er í samstarfi við Kolding Designschool og verð ég segja að það hljómar rosalega vel!! Ánægjulegast er þó það að ég er með fullt af gamla bekknum mínum í valfögum og erum við núþegar búin að hittast einu sinni á torsdagsbar á Nexus - svo þessi vetur lítur vel út.

Síðastliðnar vikur hef ég unnið frekar mikið og verið í skólanum inn á milli.... enn útsala á www.baby-kompagniet.dk svo það er nægilegt að gera og fullt af rosaflottum vörum að koma í búðina ;o) Stundum er gott að eiga ekki börn því eitt er víst ég fengi ekkert útborgað ef ég væri að vinna þarna og ætti eitt slíkt hehe.

Annars skellti ég mér á R.E.M tónleika í Parken í gær og vá hvað var gaman. Þessir tónleikar stóðu algjörlega fyrir sínu, tóku gömlu kempurnar bæði ný og gömul lög og var stemning á liðinu þegar við dilluðum okkur og sungum dátt við lög eins og Man on the Moon og Daysleepers. Skemmtilegt kvöld í alla staði! Núna tekur þó við smá lærdómur ekki seinna vænna enda próf og verkefnaskil í október ;o)

En þangað til næst elskurnar mínar!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alltaf gaman að lesa bloggið þitt.... þú hefur alltaf frá nógu að segja:)

Hlakka til að sjá þig þegar þú mætir á klakann...

Nafnlaus sagði...

þú stendur þig ágætlega í blogginu :)

Nafnlaus sagði...

jei jei... nýtt blogg :-)

kv Gulla frænka

Sella sagði...

Hehe já maður verður víst að reyna að standa sig þetta gengur ekki ;)

En Anna Svava mín hlakka líka til að sjá þig í bryllupinu í september!

Gulla mín, verðum betur í bandi út af H&M för minni fyrir famelíuna....er búin að tékka smá á þessu hehe. Sjáumst eftir smá ;)

Hjördís sagði...

Ú ég er að koma til Köben á morgun og ætla einmitt að versla barnaföt. *EKKI fyrir mig sjálfa hehe*
Kíki í búðina :)