miðvikudagur, desember 12, 2007

Tíminn flýgur svo sannarlega framhjá!!

Fáránlegt að hugsa út í það að ég sé búin að vera hérna í Danaveldi í rúma 100 daga.... vá hvað það er skrítið - en svolítið mikið til í hugtakinu; "The time flies when you are having fun ;o)"

Loksins er ég búin að skila Scientific Paper verkefninu mínu og fékk í hendurnar ritgerð frá stelpu með mér í bekk sem við eigum að gagnrýna fræðilega!! Held að það verði frekar erfitt að gagnrýna einhvern og hvað þá þegar maður veit hver það er og þekkir hann...en forvitnilegt að sjá...

Helgin var annars ein sú allra yndislegasta sem ég hef átt! Elva Björg, Ingibjörg, Árný og Dagur Leó komu frá Jótlandi í höfuðborgina og áttum við stelpurnar æðislegan tíma saman....Prinsinn er ekkert smá mikil dúlla og að sjálfsögðu var hann með okkur ;o) Föstudagurinn einkenndist af mat og drykk - hitti gellurnar á gistiheimilinu þeirra, kíktum í búðarráp og enduðum í Fredriksberg center á kaffihúsi. Voðalega ljúft - Life jazz tónlist og hvítvínsglas. Eftir smá shopperí fórum við út að borða á Sticks N' Sushi - þvílík stemning og guð hvað var gaman ;) allar frekar miklir nýgræðingar í sushi menningunni svo við vorum þarna eins og túristar með myndavélarnar á lofti - hehe. Eftir þennan ljúfa mat kíktum við á Landromat til að hitta Gumma og chatta. Voðalega nice dagur í alla staði.

Laugardagurinn var sko ekki á verri endanum heldur - gerði smá jólashopperí með stelpunum, kíktum á kaffihús, röltum um Strikið og nutum þess að vera til. Árný og Dagur kvöddu okkur seinnipartinn og brunuðu heim á leið til Fredricia...eftir búðarráp og þægilegheit kíktum við á geggjaðan inverskan stað Bombay (Telma takk fyrir að benda okkur á hann). Þreytan var reyndar farin að segja smá til sín svo við kíktum bara í rólegheit á Rudolph Berghs gade þar sem við opnuðum hvítvínsflösku og spjölluðum um daginn og veginn... Yfirgáfum þó Tótu fljótlega til að komast í bólið en ég gisti með stelpunum þessa nóttina.

Sunnudagurinn einkenndist af búðum líka eins og þessi helgi - þar sem stelpurnar voru að nýta síðustu metrana í búðum. Fields var pakkað af fólki en við létum það ekki á okkur fá og versluðum bara meira. Ekkert smá skrítið að kveðja þær seinnipartinn - hlakka bara til að sjá þær um jólin!!

Dreif mig svo heim til Kötu þar sem við kláruðum verkefnið okkar, gerðum það ready frá A-Ö og lásum svo yfir verkefnið hans Sabba...gisti þar eins og svo oft áður enda skóli kl. 9 daginn eftir.

Vorum ekkert smá glaðar þegar við skiliðum þessu blessaða verkefni og skelltum við okkur beint á julefrokost IMM - sem var í einu orði sagt snilld! Þrír tímar á Spring Garden þar sem var hlaðborð og drykkir eins og við gátum í okkur látið! Heidis og Samsbar voru svo staðirnir...hehe þarf ekki að segja meira um þetta kvöld, nema ég var þunn á þriðjudegi ;o)

Hlakka til að sjá ykkur eftir 6 daga ;o) Hlakka ekkert smá til!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Luvly life - svo ekki sé meira sagt! Það er lítið jólalegt hérna þessa dagana - bara rigning og vindur :( - einsog það var fallegt fyrir 2 dögum! Anyways - sí jú on the kleik ;)

Stella sagði...

Trúi ekki að það eru sex dagar í þig skvís. hlakka svo til að hitta þig beibí, við getum líklega spjallað í tvö ár um þessa 100 daga ;)
see yahh eftir ógó stuttan tíma (smá Selfoss)

Nafnlaus sagði...

Vá en skemmtó helgi :) frábært!!
Heyrðu jeii þú kemst þá í jóla"föndur"hitting heima hjá mér í næstu viku? ;)
Hlakka til að hitta þig sæta!
knús - MF

Nafnlaus sagði...

váááááá hvað verður gaman að sjá þig :) hlakka mikið til að fá þig heim.. og sjá þig amk einu sinni áður en ég fer út :)
Verðum að taka spil og kaupa okkur ís... pippíss... :D

kv. Benný

Nafnlaus sagði...

hellú sellfríður mín,
Takk takk fyrir yndislega helgi, ljúfast í heimi og alveg hrikalega gaman :)
Hlakka til að sjá þig darling, klárlega fleiri en ég búnir að panta þig í ísbíltúr !!
jólaknús Elvus

Sella sagði...

Haha já gætum kannski bara sameinast í einn bíl og keypt stóran ÍS....hlakka ekkert smá mikið til að hitta ykkur líka elskurnar ;) Sjáumst sem fyrst

Kveðja úr kuldanum