sunnudagur, desember 16, 2007

Jóla jóla jólahjól.... eintóm jólagleði!!

Annar fundur videóklúbbsins "Bergur" var í gærkvöldi og horfðum við saman á dönsku myndina: Kunsten at græde i kor. Mættir voru; Sella og Tóta (Ábúendur á R.Bergsh Gade), Gyða, Kiddi og Gunni. Ekki var skortur á kræsingum þar sem íslenskt nammi, ís frá Paradis, öl, kaka og fleira var á boðstólnum. Myndin var mjög fín, spes á köflum en greinilegt að danir eru góðir í að búa til mynd með svörtum húmor!!

Líf mastersnemans er þó eins og búast mátti við - mjög mikið tileinkað bókunum og verkefnavinnu. Fengum Scientific Paper Review verkefni í hendurnar á miðvikudag, en það fellst í því að gagnrýna á uppbyggilegan og fræðilegan hátt verkefni frá öðrum bekkjarfélaga. Verð nú að viðurkenna að þetta er ekki það auðveldasta - sérstaklega þar sem við þekkjum stelpuna sem við erum að gagnrýna. Sem betur fer er ég og Kata komnar langt í land og planið að klára þetta alveg á morgun. Skil á miðvikudag en við yfirgefum Danaveldi á þriðjudagskvöld svo tíminn er naumur!

Helgin er búin að vera sú notalegasta... náði að kaupa nokkrar jólagjafir, kíkti með Tótu í bæinn, bakaði köku, kláraði að skrifa jólakortin og senda nokkur þeirra - hin fara í póst á Íslandi 19.des ;o) Föndraði smá, horfði á sjónvarpið, þvoði þvott og bara naut þess að vera ekki í bullandi hópvinnu alla helgina... Verkefnavinnan er þó stutt frá - því gruppemøde á morgun kl.9.

Dagurinn í dag á síðan að vera þessi líka JÓLALEGI... eftir smá stund ætla ég að skunda af stað niður í miðbæ og kíkja í Juletivoli með Morten, Kötu og Jónínu Margréti, vonandi Tótu líka...- guð hvað það verður næs, fá sér kakó/glögg, skoða jólskrautið, og já komast í jólafílinginn! Stressið er líka farið að segja til síns þar sem nóg er eftir að gera áður en ég fer og JEREMÍAS hvað ég verð með mikinn farangur ;o) Nóg af gjöfum, dóti og fötum fyrir veru mína vonandi á klakanum i ca 5 vikur ;o)

En lifið heil félagar og endilega látið mig vita ef þið eruð á lífi ;o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir í gærkvöldi :) Ekkert smá sjúk mynd - já og ekkert smá sjúkt nammiát!!! :P

Anna Brynja sagði...

Tí hí hí já mér finnst alveg jafn ótrúlegt að dagurinn sé runninn upp!! Ekkert smá súrrealískt! Og að þú sért búin að vera í meira en 100 daga úti!
Ég nota einmitt sama hugtak gjarnan en ég segi alltaf.. "Time´s fun when you´re having flies" hehehehehehehe Hljómar það ekki alveg jafnvel !!
Jólabumbuknús,
Anna Brynja