föstudagur, apríl 27, 2007

Glimrandi fjör á fjórhjóli.....

Starfsdagarnir hjá Umferðastofu heppnuðust mjög vel, náðum að komast yfir mikið vinnulega séð, klára fulltrúanámskeið fyrir öll umboð, nýliða námskeið, balanced scorecard maraþon og meira í þeim dúr......en gleðin var ekki langt undan ;o) Fórum í ratleik um Reykholt og náði mitt lið að vinna þetta - jíha bara gaman að því. Skelltum okkur svo eftir vinnu í fjórhjólaferð í Skorradalnum og eruði ekki að GRÍNAST HVAÐ ÞETTA ER SKEMMTILEGT!! Fórum í grenjandi rigningu og var meira fjörið að þjóta um ofan í Skorradalsvatni, yfir læki, ár og upp í fjöll á þessum fjórhjólum. Ég er meira en til í að fara í svona ferð sem fyrst - verðum að plana svona í sumar ;o)

Svo virðist líka sem að allt sé að smella fyrir Kínaferðina þrátt fyrir brjálæðislegar breytingar síðustu daga. Sem sagt ætluðum að fara upphaflega um 15 manns saman en fyrradag fékk ég þær fréttir að allir væru hættir við.... við gífurlegan fögnuð hjá mér og Sigríði - EÐA EKKI!!! Já fjárhagsvandræði og fleira sem kom upp þannig að við stöllurnar erum að fara bara tvær til KÍNA.... jí ha ekki í fyrsta skiptið sem við skellum okkur út og borgaði ég ferðina í dag.... vá þetta er bara allt að gerast... ekki verra að á heimleiðinni tekur London við og er plönuð leikhúsferð, hitta Evu Björk, djamma, versla, fara á markaði og njóta þess að vera í sumarfríi í fyrsta skipti á launum :o) Þvílíkt ljúf tilhugsun.

Bláa lífið mitt góða er líka hér með hafið, sé fram á tíma á kosningamiðstöð XD Húsi verslunarinnar næstu tvær vikurnar, auk þess að það verður PARTÝ, BJÓR, ÚTHRINGINGAR...VARIÐ YKKUR :O)

Eigið góðan og gleðilegan flöskudag....it´s a drinking time...PARTÝ Í KVÖLD Á DECO sjáumst þar!!! og svo cocktail tjútt á morgun.....bara fjör - lífið er svo ljúft ;o)


Sem sagt FRÍR BJÓR Á DECO í kvöld kl.21 fyrir þá sem hafa aldur til...
Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að mæta og þið eruð velkomin ;o)

mánudagur, apríl 23, 2007

Gleðilegt sumar félagar ;o)

Kannski komin tími til að tjá sig lítið hér á síðunni.... annars get ég ekki beðið eftir sumrinu - kíkja í útilegur, grilla í góðra vina hópi, kíkja til London, fara í menningarferð til Kína.... vonandi komast inn í skóla í Köben og flytja því þangað í lok sumars - kokteilast með skvísunum, fara í sumarfrí, fara á línuskauta, byggja sumarbústað, veiða og já bara njóta sumartímans því hann er svo ljúfur!!

Lífið mitt hefur þó verið mjög viðburðaríkt síðustu daga... ég hef farið þrisvar í leikhús. Fjölskyldusýning á Ladda, vinnuferð á Söngleikinn Gretti og kíkti svo á Epli og Eikur hjá leikhópnum Hugleiki - ALLT MJÖG SKEMMTÓ SÝNINGAR mæli hiklaust með þeim.... en ég væri alltaf til í að fara oftar í leikhús. Kíkti á tónleika í Langholtskirkju, fór á Perfect Stranger í bíó.... náði að liggja veik í þrjá daga út af þessu blessaða MAGAHELV**** en vonandi kemur einhver lausn á þessu bráðlega.

Auk þess er lífið mitt frekar blátt þessa dagana - bara nokkrir dagar í kosningar og því mikið að gera. Héldum partý á Deco sem heppnaðist vonum framar. Plönum núna annað partý næsta föstudag....þið eruð velkomin - svo var opnun kosningarmiðstöðvarinnar, nokkrir fundor og skipulagning, hringingar eru að byrja og svo bara LIFI SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.... já þetta er líf mitt til 12. maí - bara gaman.

Ég er reyndar að fara í nokk skemmtilega starfsdaga með vinnunni núna kl. 7:30 í fyrramálið... Reykholt here I come. Tveir dagar með skipulögðum vinnuhópum, hópefli, fjórhjólaferð, heitum pottum og meiri vinnu - en þangað til næst ;o) Love you all!!

þriðjudagur, apríl 17, 2007


föstudagur, apríl 13, 2007


Núna er svo sannarlega skemmtilegur tími. 37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins og bara fjör.
Að því tilefni er partý niðrí Þróttaraheimili í kvöld fyrir þá sem vilja.... öl, hvítt og rautt á boðstólnum auk þess sem að tónlistin og allt skemmtilega fólkið verður þar...
HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR :O)

mánudagur, apríl 09, 2007

Yndislegir páskar að ljúka.
Síðastliðnir dagar hafa verið hreint frábærir í alla staði… Að mínu mati eru páskarnir sá tími sem maður nýtur í faðmi fjölskyldunnar, borðar góðan mat, kíkir í sveitina, hittir vinina, sefur út, les góða bók, spilar og já – BORÐAR PÁSKAEGG.



Að þessu sinni gerði ég þetta allt og gott betur en það… seinustu dagar fóru í:
* Sumarbústaðaferð í Grímsnesið
* Frændsystkinahitting
* Fondue matarboð
* Sjónvarpsgláp
* Skoðunarferð um sumarbústaðalandið okkar í Borgarfirði
* 50 ára afmæli
* Dýrindismat líkt og humarsúpu, andarbringur, mousse au chocolat og fl.
* Súkkulaði át
* Trivial og taumlaus tónlist
* Sund og KFC á Selfossi
* Franska veislu á páskadag ala mútta
…. Og síðast en ekki síst góður félagsskapur frá vinum og ættingjum jafnt heima sem heiman. Bara leiðinlegt hvað páskafríið er fljótt að verða búið.

Til að gleðja lítil hjörtu setti ég ótal góðar myndir inn á myndasíðuna mína hér til hliðar. Sjö ný myndaalbúm sem eiga að geta glatt ykkur KÍKIÐ HÉR……og ekki verra ef þið nennið að segja ykkar skoðun á myndunum ;)