miðvikudagur, febrúar 14, 2007

HAPPY VALENTINESDAY.....

Já þvílík gleði elskenda og bladi bla, verð nú að segja að mér finnst valentínusardagurinn ofmetinn dagur. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Þessi dagur snýst um gjafir, rómantík og þá helst tilbreytingar í sambandi og kynlíf. Því bíð ég spennt eftir því að sjá hver er svo ástríkur og æðislegur að senda mér/gefa mér:

* Bókina Súpersex
**skemmtileg leiktæki
*** æsandi undirfatnað
**** rómantíska ferð á veitingahús
***súkkulaði eða blómvönd
**krúttilegan bangsa
* nuddolíu

Eða síðast og ALLS EKKI SÍST, ást og viðringu. Munið að þeir hlutir sem ástin þarf til að ná að blómstra er tími, styrkur, heiðarleiki, örlæti, heppni og húmor. Með þessu öllu gætum við hoppað saman í skýjunum og rennt okkur HAPPY niður regnbogann.

Njótið dagsins og munið bara I LOVE YOU ALL ;) væmið en satt

Verð samt að láta fylgja með þessu svolítið sem mér finnst svolítið mikið vera til í...... það sem þú þarf fyrst og fremst að gera á þessum degi er að sætta þig við það sem þú hefur og njóta þess að vera til....fyrir þá sem eru eitthvað er þetta nokkrar góðar leiðir:

Hvernig verður maður hamingjusamur?? – það er spurning.....

1 Settu þér ávallt markmið - reyndu að ná því
2 Smælaðu framan í heiminn – þá smælar heimurinn framan í þig
3 Deildu gleðinni með öðrum
4 Vertu tilbúin til að hjálpa öðrum sem ertu e.t.v hjálparþurfi
5 Varðveittu barnið í þér
6 Reyndu að láta þér lynda við allar tegundir af fólki
7 Varðveittu húmorinn í þér
8 Haltu ró þinni þó ýmislegt komi þér úr jafnvægi
9 Fyrirgefðu öðrum – kannski var þetta ekki illa meint
10 Eigðu frekar fáa og þá einlæga vini frekar en marga yfirborðskennda
11 Njóttu tímans með fjölskyldunni – það veit enginn hvað hann varir lengi
12 Vertu ánægður og stoltur yfir sjálfum þér – það er enginn eins og ÞÚ!
13 Berðu virðingu fyrir hinum veikari í samfélaginu
14 Njóttu þess að vera til – svona stundum að minnsta kosti :o)
15 Að lokum – PENINGAR ERU SVO SANNARLEGA ALLS EKKI ALLT!!

1 ummæli:

Sella sagði...

Guðrún takk fyrir hrósið - það er alltaf gaman að hitta liðið úr Réttó og því um að gera að einhver taki þetta að sér! ekki verra að mér finnst þetta líka bara skemmtó að stússast í reunion undirbúningi!

Farin að hlakka til - vonandi sé ég þig bara á svæðinu þegar það verður, ef þú verður á landinu þ.e.a.s :o)