Enn ein helgin komin....þetta ár flýgur fram hjá!
Fyrir þá sem ekki vita hef ég átt í þráðlátu magaveseni síðan í október sem ekkert ætlar að minnka. Það sem verra er að sama hvaða pillur ég tek, hvaða sérfræðinga ég hitti þá kemur ekkert í ljós....og það sem vest er að ég er að missa vitið!! Þetta er það leiðinlegasta sem ég veit að vera veik, magakrampar og aftur magakrampar :o) Vikan mín einkenndist einmitt af þessari gleði en núna er ég sem betur fer orðin góð!!!
Helgin leggst frekar vel í mig, fundur og gleði með SUS í dag og svo sumarbústaður með heitum potti, spilamennsku, út á landi fílingur í Vaðnesi beint á eftir með stelpunum mínum úr US....ohhh ég dýrka sveitasæluna, rólegheitin og afslappelsið - ég er til í mikið fleiri sumarbústaðaferðir ef einhver er game - bara tala við mig ;) Já góðar fréttir lítur allt út fyrir að m&p séu að fara að byggja bústað í Borgarfirðinum í sumar.... þann munað ætla ég sko að nýta mér....en er farin út á land!! Sé ykkur hress og kát félagar
PS - Helga Sjöfn innilega til hamingju með 26 ára afmælið í dag, njóttu dagsins og kvöldsins skvís :o)
laugardagur, febrúar 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli