Hvenær kemur sá tími sem maður sættir sig við að sætta sig við hlutina eins og þeir eru – ekki eins og maður vill að þeir séu....
Eins og sumir vita þá hefur mér liðið betur andlega heldur en síðastliðinn mánuðinn eða svo....spurning afhverju? Kannski aðallega þar sem framkvæmdur var hlutur sem mér líkar miður vel við – og já er hreinlega mjög ósátt við ;o) en þýðir víst lítið að velta sér uppúr því og væla...bara horfa fram á veginn og vona að maður fái það sem maður VILL einn góðan veðurdag.... bara brosa framan í heiminn og njóta þess að vera til. Já það er bara að bíða og bíða – hehe
Ég er annars mjög hamingjusamur einstaklingur og mér líður ágætlega verð ég að segja ;o) Stórmerkilegur atburður gerðist í síðustu viku að mín einstaka fjölskylda stækkaði og stækkaði – já tveir magnaðir stubbalingar komnir í heiminn....hver öðrum fallegri – obb bobb bobb ;o)
Helgin var líka með eindæmum þægileg – frekar kósý að vera ferskur alla helgina, ekkert djamm bara bíóferð á Mýrina – þvílíkt góð mynd verð ég að segja og vá hvað maður verður að skella sér oftar í bíó....Knúsaðist með litlu frændsystkinunum, vann, spilaði Partý&Co með gellunum og rölti down town...... tvímælalaust ætla ég mér að gera meira af þessu enda er lífið meira en bara DRYKKJA og fillerý
Já maður er farin að virka eins og predikandi alkahólisti – síður en svo.... lífið leikur við mér ;o) vildi bara að allir hlutir væru jafn kátir...svo sem eitt lítið sms, lítil hringing eða já ég eiginlega veit það ekki - draumórar í gangi
Útlönd á næsta leyti vonandi, gera jólagjafakaupin og njóta lífsins..... gleði gleði gleði!!
mánudagur, október 30, 2006
föstudagur, október 27, 2006
...Bið endalaus bið, sem bara styttist ei neitt.... en hún er búin! - ég er orðin FÖÐURSYSTIR - jíha da da ra da da ra
Jónas og Tulla urðu stoltir foreldrar í kvöld 26.10.2006 kl. 20:50:50 þegar líka þessi litli labbakútur og krútt fæddist. Oggupons bara 50,5 cm og 12 merkur - algjört krútt.... hægt að knúsa endalaust
Mig langar til að sýna ykkur litla gullmolann og ástarpunginn - hann er bara tveggja tíma á þessum flottu myndum :o)
INNILEGA TIL HAMINGJU ÁSTIRNAR MÍNAR - hlakka til að fá að passa yndislega drenginn ykkar við tækifæri - kveðja frá aðal föðursysturinni
miðvikudagur, október 25, 2006
....sometimes the heart sees what is invisible to the eye!!
Mikið til í þessu - annars er allt að gerast, Tulla verður líklegast sett af stað í kvöld svo ég er alveg að verða föðursystir ;o) segi ykkur fréttir sem fyrst
Annars eru myndir úr æðislegu útskriftinni minni komnar HÉRNA
þriðjudagur, október 24, 2006
Fjölgun mannkynsins ;o)
Var að fá líka þetta sæta sms frá Gullu frænku áðan.... gullfallegur drengur fæddist kl. 00:12, 15 merkur og 52 cm - sem sagt Fannar orðin stóri bróðir, bara 2 ára ;o)
Innilega til hamingju elskurnar mínar, hlakka til að koma skoða gullmolann - jíha
Birt af Sella kl. 12:47 e.h. 0 ummæli
laugardagur, október 21, 2006
Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!
Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunkturinn....
Kannski gott að fólk hugleiði þessi orð.... en þau las ég hjá yndislegri vinkonu minni og afmælisbarni Salóme - innilega til hamingju með afmælið ástin ;)
Það er spurning hvað maður ætlar sér að gera í lífinu - mennta sig, hlægja, brosa, vinna, stofna fjölskyldu, reka sig á, eiga peninga...og eiga þá ekki, búa erlendis og láta ævintýraþrána reika, mennta sig meira, eignast frábæran mann og nokkur börn.... en þetta mun ég eflaust gera allt saman og meira til - en hvar skal maður byrja??
Stórviðburður gerist í Háskólabíó á morgun/dag 21. okt því þá verð ég loksins VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR - teiti feiti á morgun enda tími til að fagna
....við tekur svo ljósmyndanámskeið frá m&p, utanlandsferð (bara eftir að ákveða stað og stund), vinna, vinna, vinna og umfram allt vera ég sjálf og láta mér líða vel. Áhugamálin eru óendanlega mörg bara spurning hvar maður byrjar og já ljósmyndirnar fá að ráða ríkjum...
NJÓTIÐ HELGARINNAR - sella sólargeisli!!
fimmtudagur, október 19, 2006
þriðjudagur, október 17, 2006
Tími til að tjá sig....
Ef ég hugsa út í 16. október 2000, þá líður mér eins og sá dagur hafi verið í gær.... ekki að það séu sex ár liðin frá því að þessi stórmerkilegi dagur rann upp. Á þessum tíma var ég eins og lítil blómarós á bleiku skýji þar sem dauði/slys og annað hræðilegt var nánast ekki til í orðaforða mínum. Ég hafði þó oft hugsað út í dauðann og hversu ömurlegt og sorglegt það væri að missa einhvern nákomin, hugsunin stoppaði alltaf við það - svona kemur ekki fyrir mig og mína
.... En þennan merka dag fyrir sex árum fékk ég aðra sýn á þetta. Amma Sella hefur ávallt verið sú kona sem ég leit/lít mest upp til. Ég gat setið tímunum saman og spjallað við hana, horft á Matlock, spilað við hana eða bara já nánast hvað sem er....þrátt fyrir hjartveiki sína og sykursýki var hún konan sem leit ávallt á hlutina svo jákvæða og kenndi manni að líta björtum augum á lífið - Því var það skrítin tilfinning að sitja við hlið hennar á Landsspítalanum, halda í hönd hennar þegar hún kvaddi þennan heim.... Fyrir mér var dauðinn eitthvað hræðilegt, óhugsandi en ég man hvernig ég öðlaðist á augabragði nýja sýn á þetta, þegar hún kvaddi með sæmd og hversu friðsælt var að horfa á hana....
Það var svo ekki fyrr en sama dag 2003 að annar merkilegur atburður gerðist í fjölskyldunni - því eins og sagt er: ,,Það vaknar nýtt líf!" og hún Natalía Tinna frænka fæddist.... Þvi langar mig til að tileinka þessari færslu þessum tveimur stórmerkilegu karakterum ömmu Sellu og Natalíu.... og óska litlu prinsSkessunni minni innilega til hamingju með þriggja ára afmælið.... Kossar og knús ;o)
sunnudagur, október 15, 2006
Tími til að kúra undir teppi í haustrigningunni
It´s a raining day - hallelujah.... já helgin er búin að vera fremur góð verð ég að segja. Óvissuferðin í vinnunni heppnaðist rosalega vel. Þrjátíu hressir aðilar í fullt af leikjum, brennó, kíkt í Hreppslaugina, ekta sveitalaug og þriggja rétta matur á Fossatúni.... við tók svo gítarpartý á Bragagötunni með tilheyrandi stemningu og síðan rölt í bæinn. Frekar skrítin stemning, sem einkenndist kannski aðallega af þreytu og ljúfu kvöldi.
Gærdagurinn fór svo í að finna útskriftardress enda bara 6 daga í að maður verði BUSINESSGIRL já vá hvað maður verður allt í einu stór. Fór í rómantíska ferð með Jóhönnu á Ítalíu og svo í hvítvín og osta heim til Söndrunnar minnar ;) Fórum svo að hitta Stellu í bænum og tókum nett rölt á þetta.... þvílíkur fjöldi af fólki að betra var að taka röltið bara úti í góða veðrinu - skutlaði svo skvísunum heim eftir rólegt kvöld.
En dagurinn í dag er svo sannarlega dagur til að fara í heitt bað með kertaljós, kúra undir sæng og horfa á videó eða já....úff ég get látið hugann reika og fundið fullt af öðrum góðum hugmyndum....vill einhver joina ??
föstudagur, október 13, 2006
Where, oh where, can my baby be?
the lord took her away from Me.
Shes gone to heaven, so Ive got to be good.
So I can see my baby when iLeave this world.
da da ra....da da ra, stemningin að magnast, verið að stilla upp áfengi inn í matsal og tómlaus gleði í nánd.....ta ta ra :)
Annars er komin brúsi á borðið mitt með áfengisblöndu - Sædís fékk kanínueyru enda liðsforingi míns liðs....úff þetta verður stuð! Keilur og fleira skrítið dót er komið í hús líka,....hvað ætli við séum að fara að gera??
Ma ma ma ma spyr sig!!
Gott veganesti inn í helgina og pepp fyrir óvissuferðina sem byrjar eftir 5 tíma ;) Gleðilegan flöskudag!!
Þetta hjálpar manni meira en allar þær sjálfshjálparbækur sem eru á náttborðinu!!!Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi.
Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!
1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa.
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi.
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.
Þannig að........ mundu þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt! Hehe skondið nokk, það væri óskandi að ég myndi hitta þann sem ég hugsa t il áður en ég fer að sofa!! það yrði skemmtilegt kvöld/nótt ;o)
fimmtudagur, október 12, 2006
JAHÁ - ekki lengur lítið lasið lúsafés..... ;o)
Helgin var með afbrigðum góð verð ég að segja, afmælið mitt heppnaðist með eindæmum vel og var stemningin gífurleg. Eftir undirbúning með brósa með tilheyrandi ferðum í IKEA, Byko og fleiri góða staði var teitið klárt.....Partýið einkenndist af:
* Ölvun
** Sönggleði
*** Heitapottapartýi - skrítið að fá frænda sinn í heimsókn daginn eftir til að sækja nærbuxurnar sínar en samt skondið ;)
**** Fullt af skemmtilegu fólki
***** Frábærum afmælisgjöfum - gjafabréf hjá ICELANDAIR, er á leið til útlanda ;) ligga ligga lái
****** enn skemmtilegri afmælisgjöfum, 2 risakort, mikilll peningur, snyrtidót, vínflöskur, rúmföt og og....
***** tómlaustri myndatöku endilega kíkið HINGAÐ og kommentið
**** fjörugri bæjarferð um kl. 03:45
*** týndi símanum mínum - fann hann aftur 13 tímum seinna í húsgarði í miðbænum - heppni ekki satt
** enn meiri gleði og glaumur, partý í hæsta gæðaflokki, get ekki beðið eftir útskrift eftir 9 daga
* þynnku og hláturmildum sunnudegi með stelpunum!!
Já þetta var semsagt helgin mín - búin að kíkja mikið til brósa síðustu daga og verð ég að gefa honum STÓRT HRÓS, hann er svo duglegur drengurinn.... litli bumbus sonur hans fer að kíkja í heiminn og er drengurinn búin að umbreyta íbúðinni sinni á Háteigsveginum - ekkert smá flott hjá þeim!! Annars er ég nýskriðin úr koju aftur eftir tveggja daga viðbjóðsleg veikindi sem ég mæli ekki með!!
Ekki hef ég mikið skrifað hér þess vegna og eflaust margir spurt sig - hvar hef ég verið, hvað hef ég verið að gera og..... lítið sem ekki neitt því miður :( en það er allt að fara að reddast núna, óvissuferð með vinnunni á morgun og svo væntanlega heimsókn á helstu kaffihús/skemmtistaði bæjarins á eftir....meira veit ég ekki!!
OVER AND OUT - og verið duglega að kommenta!!
Birt af Sella kl. 12:39 e.h. 0 ummæli
föstudagur, október 06, 2006
....varð bara að setja þetta hérna inn...bara stolt af því að vera BITCH - hvað með þig....annars styttist í tjúttið og ég get ekki ákveðið enn hvenrig bollu ég á að bjóða upp á, enda örugglega á ca 2-3 tegundum af bollu - BARA BETRA....Allavegana mikil tilhlökkun í gangi - vonandi að maður hitti draumaprinsinn.... veit hvern ég vill ;o)
fimmtudagur, október 05, 2006
I've had the time of my life
No I never felt this way before
Yes I swear it's the truth
And I owe it all to you
…..SNILLDAR LAG HÉR Á FERÐ!!
Annars er komið að því að ég láti ÁNÆGJU mina í ljós varðandi Varsjá…vinn greinilega á yndislegum vinnustað því magnið af góðum ferðafélögum, verslunargóðum einstaklingum og ég veit ekki hvað og hvað sem voru með mér í ferð. Ekki verra að verða BIG 25 Í ÚTLANDINU...hehe – þvílíkur blómvöndur sem Sandra færði mér frá múttu, pabba, Jónasi og Tullu, og svo um 30 afmælis sms, TAKK ÁSTIRNAR MÍNAR.
Hótelið var þvílíkt vel staðsett í hjarta Varsjáborgar í Póllandi, þar sem 3 mín tók að rölta í H&M ;o) draumur í dós, veitingastaðir, verslanir og Casino í næsta nágrenni og ekki slæmt að horfa á Miss World húsið enda aðalhelgin þessi sem við vorum þarna....
Mikið verslað, mikið hlegið og kannski enn meira kokteilast, yndisleg helgi og stefnir í nokkrar góðar helgar næstu vikur.
Afmælispartý hjá mér 7. október
Óvissuferð í vinnunni 13. október
Útskrift úr HÍ – jí ha businessgirl 21. október
....lífið en eintóm lukka eða eins og lagið segir.....season of love ;o) Best að enda á þessu......hehe 525,600 minutes, 525,000 moments so dear. 525,600 minutes - how do you measure, measure a year? In daylights, in sunsets, in midnights, in cups of coffee. In inches, in miles, in laughter, in strife. In 525,600 minutes - how do you measure a year in the life? How about love? How about love? How about love? Measure in love. Seasons of love.
SJÁUMST Á TJÚTTINU UM HELGINA FÉLAGAR ;o) BOLLA BOLLA, BOLLA – VÁ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL....HEHE
þriðjudagur, október 03, 2006
Smá hugleiðing....(fékk þetta sent áðan og mikið til í þessu!!)
Ást byrjar með brosi stækkar svo í koss og endar með tárum.Ekki gráta yfir neinum sem grætur ekki yfir þér. Traustir og góðir vinir eru erfiðir að finna en það er erfiðara að fara og algerlega ómögulegt að gleyma. Þú getur aðeins farið eins langt og þú vilt fara, gerðir þinar eru betri en 1000 orð.
Það erfiðasta sem hægt er, er að sjá einnhvern sem þú elskar, elska einnhvern annan.
Ekki láta e-ð slæmt úr fortíðinni halda aftur af þer því þú ert að missa af öllu því skemmtilega sem er í nútiðinni. Lífið er svo stutt, að ef þú lítur ekki í kring um þig stundum og stundum gætiru misst af því.
Vinir eru eins og fjögurra blaða smárarnir, erfiðir að finna og þú ert mjög heppin þegar hann finnst. Alvöru vinátta endar aldrei. Alvöru vinir eru til eilífðar. Vinir eru eins og stjörnur þú sérð þá ekki alltaf en veist að þeir eru alltaf þar.
Ekki vera leiður því þú veist aldrei hver verður ástfanginn af brosinu þínu. Hvað gerir þú þegar eina manneskjan sem getur hætt að láta þig gráta er sá sem lét þig fara að gráta.
.....mikið til í þessu - KÆRU VINIR TAKK FYRIR AÐ VERA TIL ;O)
ps. Ferðasagan úr yndislegu Póllandsferðinni kemur í dag eða á morgun, einn besti afmælisdagur sem ég hef átt í langan tíma ;o)