Vatn verður að öli í Noregi
VARÐ BARA AÐ SKELLA ÞESSU INN AF MBL.IS....Norsku konunni, sem ætlaði að ganga frá í eldhúsi sínu á laugardag, brá heldur betur í brún þegar vatnið sem streymdi úr krananum reyndist vera öl. Barþjónarnir á Turnbarnum í Kristjánssundi voru hins vegar ekki kátir þegar einungis kom vatn úr bjórdælunni á barnum og ekki var ánægjan meiri hjá ölþyrstum gestum á barnum.
Vegna mistaka hjá pípulagningamanni rugluðust aðeins pípulagnir á milli staða. Þykir mikil snilld að hafa tekist að rugla leiðslunum saman því það á að vera nánast ógerlegt.
...þetta ætti að auka stemningu stelpnanna fyrir hinni margrómuðu sumarbústaðaferð sem við höldum í á föstudaginn....spurning hvort að við verðum svona heppnar??
þriðjudagur, mars 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli