miðvikudagur, mars 01, 2006

ÖSKUDAGUR – BESTA AÐ SYNGJA....

....Gleymdi reyndar að syngja en fékk samt nammi í vinnunni!! Jey jey, frá mér er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang og er þessi vika búin að einkennast af slappleika – var veik heima á bolludaginn, ohh en mátti ekki vera að því svo ég mætti í skólann til að skila verkefnum. Bolla bolla og svo sprengidagur í gær, vá hvað ég borðaði á mig gat – NAMM, namm! Gerðist líka svo fræg að búa t il 185 nammipoka fyrir pabba enda öskudagurinn týbískur “BETL” dagur á nammi og ætla þeir bræður að vera duglegir að gefa nammi í dag :o)

Helgin var líka þessi besta afþreying – náði að hlaða batteríin, maður er nefnilega nákvæmlega eins og batterí....dugar bara ákveðið lengi ef maður fær ekki nægan svefn eða mat. SKRÍTIÐ EN SATT. Horfði á Idolið á föstudaginn með skvísunum og ákváðum ég og Sigrún að fá okkur einn öl á Celtic og tjatta vel og lengi. Laugardagurinn var svo mesta chillið – hafði það kósý þar til ég fór og borðaði með Siggu, Heiðu og Sigrúnu, skellti mér í útskrift hjá Gyðunni minni ** Til hamingju með gráðuna elskan ** og kíkti svo til Guðrúnar Sveins og með henni, Evu frænku, Gullu og fleiri góðum kandídötum í bæinn. Þvílíkt stuð á Hressó, snobbið í loftinu þetta kvöldið á Ólíver og glóðaður Quisnos fyrir svefninn...ég og Anný spjölluðum svo til klukkan 06:25.

Annars er bara leikhús í kvöld á PÍKUSÖGUR með Beyglunum mínum og svo skemmtilegt próf á morgun....þangað til næst, veriðið sæl og góðan ÖSKUDAG

Kveð með syngjandi sveiflu ;o) yfir og út

Engin ummæli: