Komin úr dvala.....
Það er alveg hreint merkilegt hvað maður getur verið latur að skrifa hérna...kannski bara nóg að gera á öðrum vígstöðum!!
Seinustu vikur hef ég til dæmis látið vinnuna, vinina og umfram allt félagslífið ráða. Þar sem ég á meira en yndislega vini hef ég eytt fjölmörgum stunum með þeim og reynt að læra inn á milli. Verkefnin hrannast upp hjá mér þessa dagana og STÓRI HAUSVERKURINN RITGERÐIN er enn á sama byrjunarreit....úps
Félagslíf mitt síðastliðnar vikur:
* Árshátíð Mágusar
* Árshátíð Dísanna (Réttóskvísur með meiru)
* Lærdómsstundir með Eygló upp í Odda
* Heimsókn og chatt með Salóme
* Kaffihúsaferð með Hönnu og Hadda
* Ófáir bíltúrar með Benný og Elvu
* Ritgerðir og hópverkefni á færibandi
* Idol gláp með the peppers
* BRILLJANT sumarbústaðaferð með cocktailgirls
* Bíóferð á Rent með Önnu L, Gaua og Elvu
* Vinna vinna og aftur vinna...starfsdagar US
* Saumó hjá Verzló skvísunum
* Opindagur og næsheit með Evu og Natalíu
.....já og enn meira til... alveg hreint magnaðar þrjár vikur og óhætt að segja THE TIME FLIES WHEN YOU´RE HAVING FUN!!
Helgin sem rétt hefur klárast var ekki síðri....ætlaði mér að vera í rólegri kanntinum enda verkefni að hrannast upp og peningaleysi farið að segja til sín. Flöskudagur stóð þó undir nafni, horfði á Idolið með múttu og Benný en ákváðum við svo að kíkja í einn öl í bænum - sem enduðu sem ca 10 öllarar og flipp með yndislegu föruneiti Hadda og Benný. Dansað upp á stól á Sólon, óskalög á Ara, dans á Vegamótum og Hverfis og já bara allt.
Laugardagurinn fór svo í lærdóm til að byrja með þar til ég fór í grill til Siggu vinkonu og eftir það í nýjustu húsakynni vinahópsins þar sem brósi og Tulla voru að flytja - TIL HAMINGJU - Evan á leið til London svo við tók hvítvínsdrykkja. Við systkinin röltum svo í bænum og fengum við félagarnir ófá Gajol staupinn. Nýjir skór og fótaþreyta einkenndu seinnipartinn svo ég tók taxa með Hadda heim um 5 leytið.
Snilldarhelgi í alla staði - þreyta, Stylinn og kaffiboð til Elvu Bjarkar í nýju fínu íbúðina hennar...Congratulations skvís, bíð spennt eftir pönnsum ;o)
En ekki meira í bili, þrjú verkefni bíða mín þangað til á morgun...eins gott að gera einhvað í þeims....over and out
mánudagur, mars 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli