PÍKAN MÍN ER ÞORPIÐ MITT….
Leikritið Píkusögur sýnir greinilega þörfina fyrir umræðu um hin margvíslegu “TABÚ” sem snúa að konum og kynferði kvenna. Við þráum að heyra talað opinskátt um það sem aldrei mátti segja upphátt áður…og vá hvað maður gat hlegið að þessum, manni langaði meira til að gráta og hlægja á sama tíma. Eftir jafn magnaða sýningu í flutningi þingkvenna gekk ég út full af orku. Þingmennirnir komu líka stórskemmtilega á óvart og óhætt að segja að ég sé stolt að vita til þess að Ólafur Ragnar hafi verið valinn “píkuvænn” forseti :o)
Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta magnaða stykki…. Þá eru spurningar á borð við: ,,ef píkan þín gæti klætt sig, í hvað færi hún og ef píkan á þér myndi tala hvað myndi hún segja?”…. mikið og merkilegt, skoplegt, sorglegt og hreint út sagt magnað… hreinlega stórkostlega ánægð með framtak okkar stúlknanna á Deiglunni að skella okkur saman í leikhús og ekki verra að geta styrkt samtök líkt og V-DAGINN sem berst fyrir ofbeldi gegn konum í heiminum….yfir og út – takk fyrir mig
Ps. Langar að óska Ragnheiði (24 ára) og Selmu Sif (7 ára) innilega til hamingju með afmælið – njótið vel og langi :o)
föstudagur, mars 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli