föstudagur, mars 31, 2006

GLEÐILEGAN FLÖSKUDAG....

Já ótrúlegt en SATT þá er enn og aftur komin helgi, alveg magnað - eða bara kannski fáránlegt, tíminn líður svo hratt að áður en maður veit verður hrukkukremið komið á loft, ég orðin elliær og umsóknir á elliheimili orðið að helstu áhugamálum famelíunnar....eða kannski hausverk!

Vikan búin að líða áfram á örstundu og nývika rétt handan við hornið - helgin stefnir í ágætan pakka og ekki verra að hin margrómaði 1. apríl á morgun. Þá verður svo sannarlega vætt tærnar eilítið en Deiglan mun halda líka þessa flottu árshátíð í anda Bannárana í Bandaríkjunum...því munu bylgjur í hár, loðskinn, munnstykki og flegnirkjólar vera aðalsmerki stúlkna en strákarnir verða flottir að vanda!! Auk þess sem að litla aprílgabbið mitt hún Benný verður 25 ára skvís á morgun... það er því ekki úr vegi að samgleðjast meyju þessari að lokinni árshátíð og tjútta í góðra stelpnahópi - enda bara pulsubrauð á tjúttinu þetta kvöld!!!

En þangað til næst, yndislegu vinir og ættingjar...njótið helgarinnar - have fun in the sun ;o) og sjáumst hress og kát sem fyrst! LOVE YOU ALL

Sella sólargeisli - sem býður spennt eftir Idolinu

miðvikudagur, mars 29, 2006

Jíha...brátt kemur sumar!

Langaði bara að óska Helgu Björk (24 ára) skvís til hamingju með afmælið í gær....og Andra Sigfúsi (1 árs) gæja til hamingju með daginn í dag, njótiði afmælisdagsins í Köben - Helga og Gauti...munið að grallarast einhvað með honum ;o)

mánudagur, mars 27, 2006

AÐALSKEMMTIATRIÐI HELGARINNAR!!!

Spurning hvað verði aðaldæmið í afmælum þessa árs....TJÉKK IT OUT

Komin úr dvala.....

Það er alveg hreint merkilegt hvað maður getur verið latur að skrifa hérna...kannski bara nóg að gera á öðrum vígstöðum!!

Seinustu vikur hef ég til dæmis látið vinnuna, vinina og umfram allt félagslífið ráða. Þar sem ég á meira en yndislega vini hef ég eytt fjölmörgum stunum með þeim og reynt að læra inn á milli. Verkefnin hrannast upp hjá mér þessa dagana og STÓRI HAUSVERKURINN RITGERÐIN er enn á sama byrjunarreit....úps

Félagslíf mitt síðastliðnar vikur:
* Árshátíð Mágusar
* Árshátíð Dísanna (Réttóskvísur með meiru)
* Lærdómsstundir með Eygló upp í Odda
* Heimsókn og chatt með Salóme
* Kaffihúsaferð með Hönnu og Hadda
* Ófáir bíltúrar með Benný og Elvu
* Ritgerðir og hópverkefni á færibandi
* Idol gláp með the peppers
* BRILLJANT sumarbústaðaferð með cocktailgirls
* Bíóferð á Rent með Önnu L, Gaua og Elvu
* Vinna vinna og aftur vinna...starfsdagar US
* Saumó hjá Verzló skvísunum
* Opindagur og næsheit með Evu og Natalíu

.....já og enn meira til... alveg hreint magnaðar þrjár vikur og óhætt að segja THE TIME FLIES WHEN YOU´RE HAVING FUN!!

Helgin sem rétt hefur klárast var ekki síðri....ætlaði mér að vera í rólegri kanntinum enda verkefni að hrannast upp og peningaleysi farið að segja til sín. Flöskudagur stóð þó undir nafni, horfði á Idolið með múttu og Benný en ákváðum við svo að kíkja í einn öl í bænum - sem enduðu sem ca 10 öllarar og flipp með yndislegu föruneiti Hadda og Benný. Dansað upp á stól á Sólon, óskalög á Ara, dans á Vegamótum og Hverfis og já bara allt.

Laugardagurinn fór svo í lærdóm til að byrja með þar til ég fór í grill til Siggu vinkonu og eftir það í nýjustu húsakynni vinahópsins þar sem brósi og Tulla voru að flytja - TIL HAMINGJU - Evan á leið til London svo við tók hvítvínsdrykkja. Við systkinin röltum svo í bænum og fengum við félagarnir ófá Gajol staupinn. Nýjir skór og fótaþreyta einkenndu seinnipartinn svo ég tók taxa með Hadda heim um 5 leytið.

Snilldarhelgi í alla staði - þreyta, Stylinn og kaffiboð til Elvu Bjarkar í nýju fínu íbúðina hennar...Congratulations skvís, bíð spennt eftir pönnsum ;o)

En ekki meira í bili, þrjú verkefni bíða mín þangað til á morgun...eins gott að gera einhvað í þeims....over and out

föstudagur, mars 24, 2006

BILUN AÐ GERA HJÁ MÉR ÞESSA DAGANA....

en ekki örvænta, ég mun blogga um líf mitt og annarra á næstu dögum :o) hver veit nema ég skelli inn myndum við tækifæri líka

kv. Sella sólargeisli - komin í idolgírinn!!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Vatn verður að öli í Noregi

VARÐ BARA AÐ SKELLA ÞESSU INN AF MBL.IS....Norsku konunni, sem ætlaði að ganga frá í eldhúsi sínu á laugardag, brá heldur betur í brún þegar vatnið sem streymdi úr krananum reyndist vera öl. Barþjónarnir á Turnbarnum í Kristjánssundi voru hins vegar ekki kátir þegar einungis kom vatn úr bjórdælunni á barnum og ekki var ánægjan meiri hjá ölþyrstum gestum á barnum.

Vegna mistaka hjá pípulagningamanni rugluðust aðeins pípulagnir á milli staða. Þykir mikil snilld að hafa tekist að rugla leiðslunum saman því það á að vera nánast ógerlegt.

...þetta ætti að auka stemningu stelpnanna fyrir hinni margrómuðu sumarbústaðaferð sem við höldum í á föstudaginn....spurning hvort að við verðum svona heppnar??

föstudagur, mars 03, 2006

PÍKAN MÍN ER ÞORPIÐ MITT….

Leikritið Píkusögur sýnir greinilega þörfina fyrir umræðu um hin margvíslegu “TABÚ” sem snúa að konum og kynferði kvenna. Við þráum að heyra talað opinskátt um það sem aldrei mátti segja upphátt áður…og vá hvað maður gat hlegið að þessum, manni langaði meira til að gráta og hlægja á sama tíma. Eftir jafn magnaða sýningu í flutningi þingkvenna gekk ég út full af orku. Þingmennirnir komu líka stórskemmtilega á óvart og óhætt að segja að ég sé stolt að vita til þess að Ólafur Ragnar hafi verið valinn “píkuvænn” forseti :o)

Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta magnaða stykki…. Þá eru spurningar á borð við: ,,ef píkan þín gæti klætt sig, í hvað færi hún og ef píkan á þér myndi tala hvað myndi hún segja?”…. mikið og merkilegt, skoplegt, sorglegt og hreint út sagt magnað… hreinlega stórkostlega ánægð með framtak okkar stúlknanna á Deiglunni að skella okkur saman í leikhús og ekki verra að geta styrkt samtök líkt og V-DAGINN sem berst fyrir ofbeldi gegn konum í heiminum….yfir og út – takk fyrir mig

Ps. Langar að óska Ragnheiði (24 ára) og Selmu Sif (7 ára) innilega til hamingju með afmælið – njótið vel og langi :o)

miðvikudagur, mars 01, 2006

ÖSKUDAGUR – BESTA AÐ SYNGJA....

....Gleymdi reyndar að syngja en fékk samt nammi í vinnunni!! Jey jey, frá mér er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang og er þessi vika búin að einkennast af slappleika – var veik heima á bolludaginn, ohh en mátti ekki vera að því svo ég mætti í skólann til að skila verkefnum. Bolla bolla og svo sprengidagur í gær, vá hvað ég borðaði á mig gat – NAMM, namm! Gerðist líka svo fræg að búa t il 185 nammipoka fyrir pabba enda öskudagurinn týbískur “BETL” dagur á nammi og ætla þeir bræður að vera duglegir að gefa nammi í dag :o)

Helgin var líka þessi besta afþreying – náði að hlaða batteríin, maður er nefnilega nákvæmlega eins og batterí....dugar bara ákveðið lengi ef maður fær ekki nægan svefn eða mat. SKRÍTIÐ EN SATT. Horfði á Idolið á föstudaginn með skvísunum og ákváðum ég og Sigrún að fá okkur einn öl á Celtic og tjatta vel og lengi. Laugardagurinn var svo mesta chillið – hafði það kósý þar til ég fór og borðaði með Siggu, Heiðu og Sigrúnu, skellti mér í útskrift hjá Gyðunni minni ** Til hamingju með gráðuna elskan ** og kíkti svo til Guðrúnar Sveins og með henni, Evu frænku, Gullu og fleiri góðum kandídötum í bæinn. Þvílíkt stuð á Hressó, snobbið í loftinu þetta kvöldið á Ólíver og glóðaður Quisnos fyrir svefninn...ég og Anný spjölluðum svo til klukkan 06:25.

Annars er bara leikhús í kvöld á PÍKUSÖGUR með Beyglunum mínum og svo skemmtilegt próf á morgun....þangað til næst, veriðið sæl og góðan ÖSKUDAG

Kveð með syngjandi sveiflu ;o) yfir og út