HELD BARASTA AÐ HELGIN SÉ RÁÐIN.....
ALVEG ÓTRÚLEGT, hvað nánast allir sem ég þekki hafa verið óvenjulega óvissir um gjörðir sínar um helgina
Hinsvegar höfum við tekið þá ákvörðun að vera á tjúttinu á föstudeginum í bænum..... smá vangaveltur hvor við ættum að gera okkur dagamun, kíkja á einn veitingastaða borgarinnar – borða og kíkja svo á djammið.
Taka svo almennilega þynnku á þetta áður en að förinni er heitið í Þjórsárdal og á ball á Flúðum :o) Við erum að hugsa um að fjölmenna þar skvísurnar, ég, Elva, Anna Lára, Magga, Hanna, Katrín, Helga Björk og strákarnir.... þvílíkt fjör þar á ferð án efa.
....Svo er bara spurning hvað sunnudagurinn ber í skauti sér – er það meiri útilega, á að elta sólina, kíkja í brekkusöng til Eyja eða chilla í bænum? SPURNING:hvað ætlar þú að gera um helgina??
fimmtudagur, júlí 28, 2005
þriðjudagur, júlí 26, 2005
MANNKYNINU HEFUR FJÖLGAÐ ;o)
Já svei mér þá.... þá eru 3 lítil kríli komin inn í líf mitt. Tvær skvísur og einn gæji,
Tinna og Ólieignuðust lítla sæta heilbrigða skvísu núna á laugardagnóttina 24. júlí. Svaka risi, 17 merkur og 55 cm enda lét gellan bíða eftir sér í tvær vikur.
Árni Þór og Guðbjörg eignuðust algjöran gullmola þann 21. júlí.
Og ekki má gleyma prinsinum hennar Rögnu Daggar. Töffarinn kom í heiminn núna 6. júlí og kom því á óvart því hann átti nú bara að koma í seinustu viku. Svaka sætur strákur þar á ferð!!
ÖLL SÖMUL INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ KRÍLIN
....víst maður er í svona hamingjuóskum þá átti minn yndislegasti pabbi afmæli á laugardaginn og því næstum búin að fá fjölskyldumeðlim í afmælisgjöf.... INNILEGA TIL HAMINGJU elskulegasti pabbi.
....og Jói Run er líka 24 ára stráklingur í gær, til lukku
mánudagur, júlí 18, 2005
ÉG ER AÐ FARA TIL ÚTLANDA.....
Það er komið að því... ég komst inn í Universitat de Barcelona og viti menn, ég fer út 2. september. Sigga ætlar að vera svo mikill snillingur að koma með mér út og baða sig í sólinni í 12 daga með mér áður en að skólastússið byrjar. Skólinn er annars frá september til febrúar..... þannig að þið verðið bara að lifa án mín í smá stund!!
He he he djókur.... Allavegana komin með íbúð, hljómar rosalega vel!
Þetta er stúdíóíbúð á 10.hæð, með risa svölum þar sem hægt er að sleikja sólina. Svalirnar eru um 15 fermetrar og íbúðin sjálf 40 fermetrar. Inni er nánast allt, eldhús, þvottahús, baðherbergi og stórt pláss sem er stofa og svefnherbergi í einu......
ÞIÐ MEGIÐ ENDILEGA KOMA Í HEIMSÓKN En eins og þið vitið er bara mánuður tooo goo ;o)
ÉG TÓK ÁKVÖRÐUN Í GÆR....
....Já og það líka BRILLIANT. Ákvað að fara á Snoop Dogg í gær og maðurinn er snillingur!! Skellti mér upp í Egilshöll með Hönnu, Siggu og Heiðu. Kallinn lét bíða eftir sér en við gátum þó hlustað á Hjálma og ekki var leiðinlegt þegar Snoop og hans crew mættu á sviðið..... SNILLD ;o)
fimmtudagur, júlí 07, 2005
ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ....MYNDIRNAR ERU LOKSINS KOMNAR ;o) Þá er komið að því að þið njótið stundanna og skoðið þær vel og vandlega.... endilega kommentið svo við þær, til að lýsa áhuga/óánægju ykkar ;o)
Fyrsta helgin í júlí.... peppers sumarbústaðaferð.... Útilegur á Þingvelli og Laugarvatn
Ekki má gleyma skemmtilegum afmælum og útskriftarveislum.... Eurovision var á sínum stað, með tilheyrandi partýjum.
Hvítasunnan var tekin með trompi í faðmi fjölskyldunnar, með gítarinn við höndina, mikið sungið og ekki skemmtdi fyrir að vera búin í prófum :o)
Annars vildi ég benda á íbúaþing ungs fólks í Valhöll núna í dag, fimmtudaginn 7.júlí kl. 18:30…..endilega látið skoðanir ykkar í ljós og komið
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Yndisleg helgi búin - allur pakkinn tekinn!!
Við stöllur í peppers og aðrir velunendur skelltum okkur á Færeyska daga í Ólafsvík.... stoppið var fremur styttra en búist var við í fystu vegna vonskuveðurs ;) en föstudagskvöldið hið bestasta kvöld. Mikið sungið, dansað á bryggjuballinu og meira drukkið. Stemningin í liðinu mjög góð - og vænta má mynda eftir örskamma stund!!
Uppúr 8 á laugardagsmorgninum var fyrsta umferð í að festa niður hæla til að sjá til þess að við héldumst á svæðinu. Nýja fína tjaldið mitt stóðst þetta allt saman og vorum við nánast seinastar af okkar tjaldsvæði til að flýja placeið. Kíktum á markaðinn með Önnu og Gaua - skemmtum okkur yfir Tóta tannálfi og....
.....svo brunuðum ég, Elva og Hanna á vit ævintýranna upp í Skorradal. Snilldar kvöld þar. Lögðum okkur eftir lítinn sem engan svefn kvöldið áður, hoppuðum í sturtu og tókum til við að grilla um 00:30, hamborgarar, grilaðir bananar með skúkkulaði, og svo átkvöld sumarsins varð að veruleika. Slúðruðum og spjölluðum fram eftir nótt, kíktum á imbann, kjöftuðum meira og borðuðum osta. Leiðin lá ekki upp í rúm fyrr en um hálf átta á sunnudagsmorgunin.
Snilldarhelgi þar á ferð.... allt tekið með stökustu ró, og viti menn þegar heim var komið voru um 14 manns komnir í mat og fíni stóri heitapottuinn okkar færður á réttan stað! Nú má búast við skemmtó pottapartý bráðlega :o)
En þangað til næst....
mánudagur, júlí 04, 2005
AFMÆLISBÖRN VIKUNNAR....
Kristjana innilega til hamingju með 19 ára afmælið ;o) á rigningarmiklum laugardegi 2.júlí
Rakel Ósk til lukku með öll árin, stóra stelpa - viss um að þú hefur stækkað mikið frá afmælsideginum 3. júlí ;o)
Guðrún Helga og Bandaríska þjóðin, congratulation með afmælisdaginn í DAG, njótið dagsins :D
Innilega til hamingju allar saman!!!