Gleðilega páska / God påske
Langaði til að byrja á því að óska öllum gleðilegra páska og vonast til að súkkulaðiátið sé í hámarki rétt í þessu ;) Héðan frá Danaveldi er allt fínt að frétta. Páskarnir hafa verið ÆÐISLEGIR í alla staði....veðrið er svo sannarlega að leika við okkur, búið að vera sól og hitinn í kringum 16 gráður.
Auk þess er ég búin að vera í mjög svo góðu yfirlæti hér og þar um Kaupmannahafnarsvæðið. Dagskrá síðustu daga hefur innihaldið fáránlega skemmtilega hluti eins og:
* Dönsk/íslensk Laxaveislu hjá Sibbu í tilefni afmælis Bergþórs, því var matarboðið að hluta til í gegnum Skype....til lukku frændi.
* Skírdagur var tileinkaður Kagså fjölskyldunni. Eldaði með Evu og co dýrindismáltíð, svo höfuðum við frænkur það huggulegt með hvítvíni, kertaljósum, Berglindi og gott spjall var tekið fram á nótt.
* Við nýttum veðrið vel á föstudaginn langa, skelltum okkur út í sólbað, kíktum í heimsókn á kolleginu og fórum svo allar stelpurnar út að spila kubb....vá hvað ég verð að kaupa mér svoleiðis. Endaði með léttan "brunasmekk" framan á mér eftur sólina. Um kvöldið eldaði Maggi svo dýrindis lasanga fyrir okkur eiginkonurnar ;)
* Laugardagurinn var svo tekinn fáránlega snemma, vöknuðum í gær um 7:30, bökuðum brauð, súkkulaðiköku og skelltum okkur svo í 14 tíma bíltúr með Gunna og Evu.
Áfangastaðir dagsins voru: 1) Møns Klint - Flottir kalkklettar á eyjunni Mön, þurftum að labba einar 994 tröppur til að sjá herlegheitin, en vel þess virði. Tókum líka þetta fína brunch á staðnum áður en við lögðum af stað í meiri leiðangur. 2) Keyrðum til Korsør sem er síðasti bærinn á Sjálandi. Rúntuðum þar um og kíktum á Lilly frænku Tótu sem býr þar í myllu. Magnað að koma þangað og "roofterresan" stóð algjörlega fyrir sínu. Sáum yfir stórabeltisbrúnna og svona....3) Keyrðum upp af Isbådmuseet til að skoða brúnna betur, fáránlegir steypuklumpar en gaman að skoða. 4) Keyrðum svo gengum sveitirnar í átt að Roskilde, þar sem við fengum okkur súkkulaðiköku og með því, tókum rúnt í bænum, kíktum á Dómkirkjuna og keyrðum svo upp á Roskilde Festivals område....forvitnilegt að sjá placeið þegar ekkert er þar. 5) Ákváðum svo að taka rúnt upp í Hillerød að Frederiksborg Slot, frekar töff kastali með sýki í kringum, en vegna sólseturs þá var okkur orðið frekar kalt og ákváðum því að keyra í átt til Kaupmannahafnar - sem sagt strandvejen, Dyrhavsbakken, og með rúnti að Óperuhúsinu.
Algjör snilldar dagur í alla staði....enduðum hann í góðum burger á Chilis um 22:30 og svo heim að hvíla okkur. TAKK FYRIR GÓÐAN BÍLTÚR Tóta, Maggi, Eva og Gunni....hlakka til að endurtaka þetta ;o)
* Í dag er svo páskaeggjadagurinn mikli, búin að opna eggið góða og fékk málsháttinn Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Mjög gaman að borða svona súkkulaði en eftir ofát ætlum við Tóta að skella okkur í Parken núna að sóla okkur. Eigið GLEÐILEGA PÁSKA ELSKURNAR....þangað til næst ;o) KNÚS Í KRÚS
sunnudagur, apríl 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gleðilega páska ;) Hljómar vel dagskrá laugardagsins!!! ;) og Chilis er það ekki staðurinn sem maður setur alls konar sósur á borgarann sjálfur??? Mmmm.... ef þetta er hann þá öfund hérna megin!!!
kv.Ásta María
Gleðilega páska elsku Sella mín, hljómar eins og æðislegir páskar hjá þér skvísa.
Ásta María - gleðilega páska sömuleiðis.... laugardagurinn var algjör snilld ;o) skemmtilegt að taka rúntinn um DK og jú Chilis er staðurinn þar sem maður fær 8 mismunandi sósur og getur smellt á djúsí borgarann sinn.
Stella - Gleðilega páska sömuleiðis elskan, páskarnir eru búnir að vera æði gæði en hjá þér?
Skrifa ummæli