miðvikudagur, september 17, 2008

VARÚÐ- kellan er mætt á klakann ;o) hehe

Mikið líður tíminn fljótt, fyrir hálfu ári kom ég síðast heim til Íslands og mér líður eins og það hafi verið í síðustu viku. Fékk reyndar smá reality sjokk þegar ég keyrði með múttu frá flugvellinum því það eru fáránlega margar nýjar byggingar, hringtorg og allskonar sem hefður bara poppað upp frá því ég var hérna síðast hehe.....við Íslendingar erum sure byggingaglaðir.

Verð þó að segja að ég hlakka mikið til dvalar minnar hérna næstu 10 dagana eða svo og efast ég ekki um að það eigi eftir að vera nóg að gera....sumarbústaður á morgun, brúðkaup á laugardag, famelíu matarboð og aldrei að vita nema maður skelli upp smá afmælisteiti í tilefni að skvísan er alveg að detta í 27 ára.

Annars verð ég að segja að Stokkhólms ferðin mín síðustu helgi var hreinn unaður....Guðrún, Styrmir, Katrín, Gauti og skvísurnar fá stóran plús í kladdann fyrir höfðinglegar móttökur og vá hvað var gaman hjá okkur. Brölluðum mjög mikið, frábær matur, vínkynning og buzz spilað á föstudaginn, hádegismatur ala Katrín og sigling "under the bridges of Stockholm" - mjög gaman enn fáránlega kalt og svo út að borða og á lífið. Trylltum greinilega sænska lýðinn enda frábærar í alla staði. Fjörið var allavegana svo mikið að við hefðum getað skemmt okkur konunglega í strætóskýli hehe. Sunnudagurinn var svo tekinn í þynnku, sightseeing, kaffihúsaferð, tælenskt take away og mikið tjatt. Heimferðin á mánudagsmorguninn var svo bara STRESS....lenntum í rosalegri umferðarteppu svo við misstum nánast af vélinni. Eftir plan A and B, tókst okkur að tékka okkur inn, og setjast sæl og glöð upp í vél. Segi bara STOCKHOLM TAK FOR MIG :o)

Enn ekki meira í bili núna, þangað til næst elskurnar mínar...BLESS BLESS

6 ummæli:

Tóta sagði...

Hafðu það sem allra best á Íslandinu Sellusinn minn. Hlakka svo bara til að fá þig aftur heim í kotið;)

Stella sagði...

Ohh hvað það er örugglega æðislegt hjá þér þarna úti mín kæra.
Heyrðu í mér með hvenær þú vilt koma skvís.

Nafnlaus sagði...

hringdu í mig skvís verðum að hittast :)
Guðrún Helga

Nafnlaus sagði...

shiiiiiiit er ad skita a mig her i budinni!!! geturu komid til baka nuna!!! neiiiii grin, hafdu tad gott a Islandinu ;)
kv.Unnsa i Baby-kompagniet...

Sella sagði...

Hehe já ég bjalla í þig Helga mín....brúðkaup á eftir en heyrumst svo ;)

Unnur mín þú reddar þessu bókað hef ekki trú á öðru. Have fun þar og sjáumst eftir nokkra daga.... bið að heilsa Möndu og co ;o)

Nafnlaus sagði...

Sæl skvísa og já takk fyrir seinast... þetta var alveg æðisleg helgi sem við áttum saman!!! Ég væri meira en til í Danaveldisheimsókn sem fyrst, jafnvel bara í byrjun nóv!!!

Vona þú sért að fíla þig í botn á
íslandinu!!!

Luv
Katrín