Parkenferð nr.2 með Gyðu Mjöll
Veit ekki hvort þetta sé eitthvað tíbískt enn.... í gærkvöldi fórum við stöllur hjólandi út í Parken þar sem Gyða hafði séð fullt af fólki streymandi þangað þegar hún fór út að skokka. Vegna einskærrar forvitni urðum við að tékka á placeinu og voru því 3 bjórar og góða skapið tekið með.
Eftir smá hjólatúr sáum við líka þetta risa breiðtjald á túninu og mikið af fólki. Ákváðum við að tékka nánar á þessu og viti menn; Útibíó þar sem myndin No country for old man var sýnd - já sem sagt sommerbio TV2 zulu og margmenni með öllara og kósýheit. Þegar við vonkonurnar höfðum setið í ca 10 mínútur kom pása svo við sátum bara og kjöftuðum..... stuttu seinna urðum við varar við líka þessar miklu eldingar og fannst það bara frekar fyndið.
Létum það ekki á okkur fá svo við röltum í popp/bjór tjaldið til að kaupa popp enda myndin senn að byrja aftur.... eftir augnablik lítur Gyða á mig og segir..."Sella ég held það sé að fara að rigna" ég bara dööööö nei ég er bara búin að fá einn dropa á mig. Á sömu sekúntu kom þessi líka roknar vindkviða og halló byrjaði að HELLIRIGNA. Shit hvað þetta var fáránlega fyndið við litum á hvor aðra og þurftum að ákveða hvort við vildum bíópopp eda örbylgju....örbylgju varð fyrir valinu svo við hlupum til baka að hjólunum og brunuðum af stað.
Heimferðin varð frekar fáránleg þar sem ég var með gleraugu og sá ekki bofs í bala og var því síæpandi á Gyðu svo ég myndi rata. Á endanum komum við svo heim eins og tvær undnar tuskur....hef aldrei á æfinni verið úti í svona mikilli rigningu í gallabuxum og hettupeysu ;) En allt er þegar þrennt er: 1) Parkenferð nr.1 árás geitunga, 2) nr.2 hellidemba og eldingar....spurning hvað gerist í okkar þriðju...kannski snjókoma í ágúst. Hver veit, við ætlum að tékka á því í lok mánaðarins. En núna ætla ég að pakka niður FLUG TIL MALLORCA EFTIR 15 TÍMA Svo ég segi bara njótið næstu tveggja vikna, efast um að mikið verði bloggað....mín vinna verður að sóla mig með kokteil í annarri og sólarvörn í hinni.
Sjáumst í lok ágúst!
laugardagur, ágúst 09, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Elsku besta Sella mín, njóttu þín mega vel á Mallorca. Hlakka til að heyra ferðasöguna.
BTW djö hefði ég verið til í að sjá ykkur hjóla heim hahaha
Oh ég væri til í að komast til sólarlanda :)
Takk kærlega fyrir sólin er að fara vel með mig og rosalega notalegt að hitta Telmuna mína loksins....Stella mín þú færð ferðasöguna við tækifæri hehe :)
Kveðja frá Alcudia...
Hæ hæ Sella, gaman að líta aðeins hérna inn og sjá að það er allt gott að frétt af þér.
Vildi bara kasta smá kveðju á þig skvís,
kveðja,
Sæunn
þú hefur vafalaust haft það æðislegt á Mallorca enda ekki annað hægt ;)
Er að koma til Köben á fimmtudaginn og verð frammá sunnudag, erum að fara að hjálpa Mumma að gera íbúðina reddí...hringi í þig og vonandi getum við e-ð hist :)
knús - Magga
Cool Magga mín, vertu endilega í bandi og reynum ad hittast, tó tad verdi ekki nema yfir einum øl eda svo... Hlakka til ad sjá tig ;)
Skrifa ummæli