þriðjudagur, júlí 24, 2007

Árnessýsla 2007 var miklu meira en æði gæði.

Á föstudaginn hættum ég og Anný í vinnunni í hádeginu til að undirbúa Kokteilútilegu ársins í Þjórsárdal.... Eftir ferð í ríkið, Bónus og fleiri nauðsynlega útilegustaði brunuðum við, J-Low og Benný í sveitina. Ferðin byrjaði svolítið brösullega þar sem við töluðum svo mikið saman að við keyrðum 2* framhjá afleggjaranum Árnes ;o) hehe en við rötuðum á endanum, komum okkur vel fyrir og skelltum á grillið. Eintómt chill, skemmtum okkur vel í aparólunni á svæðinu og sötruðum nokkra kokteila for fun of it!!

Laugardagurinn byrjaði snemma enda veðrið rosalega fínt, skelltum okkur í sund, kíktum upp að Búrfellsvirkjun og niður að Hjálparfossi - algjörir túristar og segja myndirnar allt sem segja þarf. Tjaldsvæðið var næsta stopp enda von á fleiri fjörkálfum. Magga, Birna, Anna Lára og Gaui komin og því ekki seinna vænna en að svala þorstann með einum öl. Hitinn var brjálæðislegur og sólin lét sjá sig...þannig að við fórum að vaða í ánni...bara stuð :o) Monika og Kristrún voru frekar lengi á leiðinni enda álíka áttavilltar og við og komnar á Flúðir þegar þær þurftu að snúa við...en þegar skvísurnar mættu á svæðið tók bara við brjáluð stemning, grill og fljótandi veigar. Bílinn minn var notaður sem græjur og eftir nokkra tíma tónlist varð bílinn rafmangslaus - ,,Cry you a river" og við þurftum að ýta honum til að fá næstu bílagræjur - tómlaus drykkja og frekar mikið fjör fram á nótt!! Birna á svo sannarlega setningu Árnessýslu 2007 - ,, Ég hef nú ekki sofið hjá ****** **** fyrir ekki neitt" hahaha bara skondið!

Sunnudagurinn var hins vegar hreinn viðbjóður og náði ég að næla mér í einhverja flensu og er enn veik heima - en það lagast vonandi fyrir fertugt ;o)

Njótið myndanna félagar og sjáumst hress að ári ;o) Kokteilútilegur munu lifa!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe fyllibyttan þín, láttu þér batna og sjáumst hressar í vinnunni!!!

Nafnlaus sagði...

Æi get ekki skoðað myndirnar þínar í vinnunni! Gleymi því alltaf ohh!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan takk fyrir geðveika útilegu :D ógisslega gaman!! Við erum sko hressar píur hehe

Af hverju sé ég ekki myndirnar?