mánudagur, júní 12, 2006

Pítan NEI TAKK

Mér finnst það vera skylda mín að segja frá fremur fáránlegum atburði sem ég lenti í seinasta föstudag. Eins og flestir vita hefur maður einungis takmarkaðan tíma í hádegismat á degi hverjum í vinnunni. Þar sem matráðskonan í vinnunni var veik ákváðum við stelpurnar að panta okkur mat á Pítunni og sækja hann! Þegar við komum upp í Skipholt biðum við í smá tíma eftir matnum okkar, við vorum einar að bíða og sáum að það voru 3-4 borð laus. Þegar maturinn kom spurði afgreiðslustúlkan hvernig gos við vildum og ég spurði hana hvort við mættum ekki bara setjast niður og borða þetta þar og fá því bara glas!! Svarið sem við fengum var ,,nei þið megið ekki borða hérna!!"

WTF - hef bara ekki lent í öðru eins, hún sagði okkur að það væri stefna fyrirtæki sins að ef maður pantar mat má maður ekki borða þarna....well o well hefði skilið það ef við hefðum borgað minna (t.d eins og þegar maður sækir pizzu er það ódýrara en að fá hana senda - sem sagt borgar fyrir þjónustu) eða ef svo sem 1 stykki persóna hefði verið að bíða, eða kannski bara ekkert laust borð...en ekki þessi 3-4 sem voru þarna!

Í einum markaðsfræði áfanganum mínum lærði ég eftirfarandi:
Rannsóknir sýna að óánægður viðskiptavinur segir 11 öðrum frá reynslu sinni. Þessir 11 segja svo 5 manns hver frá reynslu þess sem lendir í þessu!!!

Var því bara að segja ykkur skoðun mína á þessu fyrirtæki - PÍTAN NEI NEI NEI TAKK...ekki aftur, hér með hafa þeir misst nokkra kúnna og hver veit nema þeir verði fleiri...hvað finnst þér um þetta?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var nú bara að googla þennan ágæta matsölustað þar sem að ég vinn og rakst á þessa grein þína.
Langaði bara benda þér á að það er góð og gild ástæða fyrir því að ykkur var ekki leyft að borða á staðnum. Það væri einfaldlega óréttlátt gegn þeim sem koma á staðinn og panta og bíða að leyfa fólki að panta áður en það mætir á staðinn í gegnum síma.
Og segjum sem svo að þetta mundi verða leyft, þá mundi allt fara úr böndunum þar sem að allir mundu einfaldlega hringja á undan sér, og það mundi einfaldlega ekki ganga upp.(því að símakerfið er lélegt og svo tíðkast þetta ekki á neinum matsölustöðum að fólk geti pantað áður en það kemur og borðað svo á staðnum)