miðvikudagur, júní 29, 2005

Já er það ekki bara svoleiðis!!!

Nokkrar klukkustundir í það að ég verði rík aftur..... því senn líður að útborgunardegi JEY JEY....JIBBÝ JEY

Annars er allt gott að frétta af mér, mögnuð helgi framundan já því við ætlum að leggja land undir fót og skella okkur á Færeyskadaga á Ólafsvík...golfsetti fær að sjálfsögðu að koma með, hver veit nema snillin verði sýnd í sveitinni, með einum köldum og peppers pólóbolum í stíl.

Helgin var hreint mögnuð. Fínasta fínt á föstudaginn þegar við fórum á æfingavöllinn í Setbergi í golf, snæddum á Stylnum og kjöftuðum fram eftir ;o)

Laugardagurinn var svo hreint frábær - 30.ára afmæli hjá Vidda með allt fljótandi af áfengi og ekki hættu veigarnar í bænum.... Vil þakka Tígranum og Vidda fyrir að halda mér uppi í áfengisæðinu mínu í bænum. Segi ekki meir en að bærinn endaði með eindæmum skondið - röltandi með strákunum, sötrandi öl, horfði á boxið, spilaði FATAPÓKER og já.....segi ekki meir

Langaði bara aðeins til að segja frá minni lífsglöðu ævi, sjáumst hress og kát - gleði gleði og eintóm gleði í sveitinni um helgina..... ætlar þú ekki að koma með??

föstudagur, júní 24, 2005

PEPPERS LOGÓIÐ ER KOMIÐ....

Vegna smávægilegra vandræða á peppers-síðunni er komið að því að frumsýna lógóið hér á síðunni.... endilega klikkið á PEPPERS LÓGÓIÐ hérna ;o)

miðvikudagur, júní 22, 2005

NÝJIR LITLIR NETVERJAR
Já haldiði ekki bara að litlu skvísurnar tvær sem fæddust í maí séu ekki komnar með heimasíður. Sara Rós hennar Rebekku og Sara Natalía sem Íris og Siggi eiga. Endilega kíkið á krúttin, svo eru komnir linkar á þær hérna við hliðina á síðunni....

Svo er líka lítil sæt skvísa búin að bætast við 9. júní..... Emelía Ýr. Innilega til hamingju með gullmolann Elva Hrund og Gunnar, fylgist með litlu famelíunni!

Þokkalegur skjálfti í morgun....

Já viti menn, haldiði ekki að ég hafi sofið nánast yfir mig í morgun! Vaknaði kl. 07:43 þegar....Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter fannst í Reykjavík.

Alveg fáránlegt að vakna við skjálfta, heyrði bara glymur í öllum bjórglösunum mínum inn í skáp!

Fannst þú fyrir skjálftanum??

mánudagur, júní 20, 2005

Í SÓL OG SUMARYL.....ég lagði land undir fót!!

Löng helgi byrjaði á skemmtilegu skralli hjá Sigrúnu, áfengi sötrað, kíkt á Hverfis, Kofann, Prikið, Celtic og að lokum Hressó.... mikið fjör og mikið gaman, hitti svakamikið af skemmtilegu fólki!!

Vaknað ágætlega snemma til að heyra óma HÆ HÓ OG JIBBÝ JEY enda þjóðhátíðardagurinn..... rölti í bænum með Evu frænku og Natalíu, kældum okkur niður með ís og skelltum okkur svo í sveitasæluna á Þingvelli í tjaldútilegu með Hönnu og Gullu.

Já mín bara búin að skunda um á kagganum í sólskinsblíðu og ærlegheitum, með félagana í bílnum, músik í eyrunum og slúðrið og skemmtilegheitin til staðar!

ÁFANGASTAÐIR HELGARINNAR
** Reykjavík ** Mosfellsbær ** Kópavogur ** Álftanes ** Þingvellir ** Laugarvatn ** Selfoss ** Skorradalur ** Borgarnes **** og fleiri góð skúmaskot ;o)

SKORRADALURINN
Þar var sko grillað mikið góðgæti, hef ekki borðað svona mikið síðan.... ??? Göngutúrar og viti menn ég er margs vísari um vinkonur mínar eftir nokkrar ferðir í MR. And MRS. Spilinu!!

Bióferð – A Lot Like Love....
Þrælskemmtileg þvæla að mínu mati, ég Hanna og Benný hlógum allavegana nóg við áhorfið......

.....en viti menn nú er komið að því GOLF NÁMSKEIÐ THE PEPPERS
Já við í peppers erum búnar að taka upp gellugallana og ætlum að fara á golfnámskeið öll kvöld í þessari viku, það er aldrei að vita nema ég leggi þessa íþrótt fyrir mig.... sögurnar segja að karlpeningurinn sé mjög sætur þar á BÆ

GOLF, SUMAR, SÓLAR, BROSKVEÐJA
Sella sunshine :o)

miðvikudagur, júní 15, 2005

Gott málefni....

Endilega setjið þessa síðu sem Favorites síðu hjá ykkur og opnið hana á hverjum degi.. þá styrkið þið gott málefni

Kíktu HÉRNA NÚNA ;O)

föstudagur, júní 10, 2005

Vú hú, júbbdi dú... fyrsta útilega sumarsins á EFTIR

Já nenni ekki lengur að vera í bænum, því er komið að því að skella sér í sveitina, áfangastaður ekki ákveðinn enn ætlum bara að elta góða veðrið.

Eva, Natalía, Sirrý, Ármann, Gulla grallari, Guðrún og ég erum komin í gírinn.... tjaldið komið í bílinn, grillið, ölið og ekki má gleyma GÓÐA SKAPINU

Segi því bara góða skemmtun í Reykjavíkinni nær- og/eða fjær ;o)

Ferðagarpurinn síkáti kveður

þriðjudagur, júní 07, 2005

Með þessu áframhaldi verður bráðum eðlilegt að heita LJÓSÁLFUR BAMBI

Ég spyr bara hvert í andsk****** er þetta að fara, það á að banna hin eðlilegustu nöfn og svo eru Satanía, Ljósálfur, Línus, Austri, Angi, Berent, Dómaldur, Fránn, Garibaldi og svo kennmannsnöfnin…….Arey, Elvíra, Enóla, Íunn, leyfð eins og ekkert sé….Greinin á MBL.is frá þessu

Svo mega börn ekki heita líkt og Elenora, Svan, Kristofer eða Isabella...... endilega kíkið meira á þetta HÉR

mánudagur, júní 06, 2005

Enn ein helgin búin.... alveg hreint ótrúlegt!!!

FLÖSKUDAGUR Já massaði keilumót í vinnunni á föstudaginn, átti rómantíska stund með Stellu vinkonu þar sem við náðum að eyða 18,5 klukkustundum saman þennan dag, vinna, keilumót, fengum okkur svo að borða á Madonnu og kíktum svo á röltið í bænum.

LAUGARDAGUR mjög svo kósý dagur frameftir, enda mjög svo gott veður..... Uppúr 7 tók við surprise 50 ára afmæli með öllu tilheyrandi, skelltum okkur seint og um síðir til Sigrúnar í öl og svo var bærinn kembdur Celtic, Vegamót, Ari, Hressó, Sólon og Prikið fékk að njóta nærveru okkar..... Sigga síkáta ;o) hélt uppi stuðinu ásamt Hinna og félaga í lok kvöldsins. Stundum er betra að vera fullur, heimkoma kl. 07:10 eftir bílferðir um allan bæ og skutl.... svaka stuð.

SUNNUDAGUR TIL SÆLU já þvílík gleði, kíkti með stelpunum í þynnkumat og í Kringluna. Kíkti svo á nýjasta og mesta krúttið í vinahópnum núna. Andri Sigfús orðin 2 mánaða, algjört yndi, gáfum honum þvílík töffaraföt sem hann mun SKO bera vel....

Grill á kantinum heima, og viti menn ætli kellan hafi ekki bara kíkt í bíó.... ekki gerst í háa herrans tíð. Monster-in-Law var myndin, verð að segja að hún er ÓTRÚLEGA FYNDIN... eða kannski er ég bara með skrítin húmor. Allavegana mjög góð helgi...

NÚ ER SVO KOMIÐ AÐ ÞVÍ.....við ætlum í tjaldútilegu á föstudaginn í eina nótt, hver er game? Bara eitthvert hæfilega stutt frá fyrir eina nótt, þar sem við getum grilla, tjattað, tjillað og sofið í tjaldi!!!!

En ekki meira í bili,
Umferðarstofa kveður

fimmtudagur, júní 02, 2005

komið að því....

Búin að vinna í dag, ætla út í góða veðrið og fara og fá mér eitthvað GOTT AÐ BORÐA með stelpunum.... þangað til næst, veriði sæl :D

MIG LANGAR SVO Í ÚTILEGU....

Hver er memm, mig langar svo að fá fólk með mér út í guðsgræna náttúruna... tjalda, syngja, hafa varðeld, grilla, tjútta og tralla í grasinu og vaka frameftir í spjalli, sukki og svamli.

ERT ÞÚ GAME?????