mánudagur, apríl 25, 2005

SYNGJUM HALLELÚJA…..

Þá er maður kominn aftur í bæinn eftir yndislega lærdómsviku upp í sumarbústað…. Takk fyrir mig Benný mín ;o) Náði að hlaða batterýin mjög vel, þvílíkt róandi að hlusta á fulgasönginn, hafa niðamyrkur og kíkja í göngutúra á kvöldin…. Kósý!!!

Ekki verra að ná að heimsækja skvísurnar á Bifröst, kíktum líka í þetta fína grill hjá Önnu Láru og Gaua á miðvikudag, skoðuðum skólann, kjöftuðum og höfðum það notalegt…. Fínt að ná næstsíðustu heimsókninni, því gleðin var það mikil að eftir að hafa keyrt aftur upp í sumarbústað, lært til átta um morguninn, lagt okkur, lært meira ákváðum við ,,skötuhjúin” að bruna á vit ævintýranna…..BIFRÖST

Sú stutta heimsókn lengdist aðeins….
*skemmtileg gítarstemning í partý í Útgarði 3,
* Óvænt Verzlóstemning því Oddur, Óli, Breki og Baldur Kri voru komnir í sveitina líka
* mögnuð kyndilganga í skólanum – kallaði óvart út slökkvulið
* hreddaball með meiru, þvílík snilld á dansgólfinu og ófá sporin tekin…. enn fleiri myndir teknar í staðinn…. Danni og Elva stóðu sig í stykkinu skoða hér TAKK og TAKK!!!
* skúffukökubakstur með kremi að hætti Odds og Óla
* Eftirpartý í Bollakoti hjá Elvu sín
* Bombay Gin í eplasafa – taki það til sín sem eiga!!!
* Eurotrip sjónvarpsgláp og leðursófasvefn
* Lítill svefn – matur á kaffihúsinu og aftur upp í bústað

Lærdómurinn tók við, þreytan eftir æðislegt kvöld sagði þó til sín og óhætt að segja að sumir voru þynnri en Pappírs Pési ;o(

En nú er komið að því að eiga ekkert líf….. batterýin hlaðin, kíkti meira að segja á Ara í Ögri með Benný í gær á Jó big bro og félaga, ölvun þeirra í hámarki bara gaman!!! Lærdómur úti á Álftanesi hjá Hönnu í dag og rekstrahagfræðinámskeið….

….. Segi því bara MENNT ER MÁTTUR, gangi ykkur vel í prófunum
Mín byrja 2. maí, svo bara koll af kolli 4. 12 og 14. maí…..JEY

Engin ummæli: