mánudagur, apríl 11, 2005

ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ....

Loksins blogga ég…. Aðalfundur Mágusar var seinasta föstudag með öllu tilheyrandi. Ótrúlegt en satt… þá er ég búin að sitja við búa til lagabreytinga tillögur og redda öllu. Verð bara að segja að það er fáránlegt hvað árið er búið að vera fljótt að líða..

...ekki sagt að tíminn fljúgi frá manni þegar það er GAMAN Ég trúi því allavegana. Eftir skondin aðalfund var farið í vísó í Eimskip… 130 manns og hörkufjör. Öl-ið flæddi ljúflega niður og óhætt að segja að ég hugsaði til baka BROSANDI :O) Gleðin hélt áframa á Hverfis, þar sem ný stjórn var kosin….. og viti menn þá hætti ég að vera formaður Mágusar Senn líður að því föstudagskvöldi þar sem maður getur leyft sér að sitja heima án þess að vera ofurölvi í vísindaferð og þar á eftir á Hverfis.... ohhh þetta eru þó búið að vera yndislegir tímar!!!

Verð bara að segja að ég er meira en ánægð með nýju Mágusarstjórn... bara yndislegt lið sem ég hef meira en trú á!! Soffía, Hjördís, Sigrún, Rúrý og Addi munu standa sig eins og hetjur! Verð að fylgjast með þeim úr fjarlægð á næsta ári.... því ef þið vitið ekki er ég á leiðinni sem skiptinemi til Barcelona næsta haust! Endilega komið og heimsækið mig, búin að fá þessa líka fínu íbúð í miðborginni og þið megið gista... er þó ekki enn búin að fá svar frá skólanum...en þetta reddast

Því er ekki við öðru að bíða…. nema skella sér á fullt í lærdóminn, skella sér í þurrk á snúrurnar fram yfir prófin og njóta LÍFSINS!!! mikið er þetta búið að vera ÆÐISLEGUR VETURMyndir koma bráðlega, því ég var með myndavélina á lofti.. svona í seinasta skipti.!!!

En þangað til næst... verið sæl

PS. Langar til að óska Helgu og Gauta innilega til hamingju með litla frumburðinn sem kom í heiminn 29.mars, líka þessi sæti 12,5 merkur og 49cm.INNILEGA TIL HAMINGJU

Engin ummæli: