föstudagur, apríl 15, 2005

Ég get svo svarið það…….

Þá er seinasti skóladagurinn þetta árið á morgun. Þetta er búið að vera fáránlega fljótt að líða. Verkefnavinna og meiri verkefnavinna hafa poppað upp á yfirborðið seinustu daga og verð ég að segja að sæluvíma fór um mig í morgun þegar markaðsfræði V verkefnið var kynnt. Þetta er 70% verkefni sem við erum búin að vinna að of lengi… ágætt þó. Núna tekur bara við ÞURRKUR – mun skella sjálfri mér á snúruna og byrja að læra. Seinasta vísindaferðin verður þó á morgun með Bifröst, THÍ og HR. SingStar keppni og alles, viss um að þar verði stuð.

Verð þó bara að segja að ég fór á áhugaverðan fund í gær um afnám fyrningafrests á kynferðisbrotum gegn börnum. Ágúst Ólafur, þingmaður, Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og systurnar eru Svava og Sigga hjá Blátt Áfram töluðu almennt um kynferðisbrot, lögin og hvað væri hægt að gera til að breyta þessu öllu.! Endilega farið inn á síðuna og takið þátt í áskoruninni!!! – hún skiptir máli ;o)

Annar er ég mikið búin að pæla í því hvort að ég sé orðin eitthvað GEÐVEIK er alltaf þreytt, slöpp, áhyggjufull og ekki komin með sumarvinnu

Hvað get ég gert? Tók þátt í könnun og komst að því að ég er ekki í lagi….. ert þú NORMAL????






You Are 30% Normal

(Occasionally Normal)









You sure do march to your own beat...

But you're so weird, people wonder if it's a beat at all

You think on a totally different wavelength

And it's often a chore to get people to understand you


Engin ummæli: