föstudagur, júlí 30, 2004

Kvedja frá Spáni!!!!
 
Halló allir saman, hédan frá Salou er allt gott ad frétta. Sól og hitinn um 35 til 40 grádur. Voda notalegt!!!

Búin ad bralla mikid, kíkja í gokart, hjólabát, flatmaga á sólbekkjunum, versla og drekka eins og mér einni listir.

Planid er fullbókad naestu daga tar sem vid erum ad fara í straersta rússibana í Evrópu í kvold í Port Aventura, sídan aetlum vid ad kíkja á Barcelona, Andorra fríríki á Spáni og versla svolítid, synda med saeljónum í Aguapolis og svona

En bless í bili...... sjáumst hress

Sólarkvedja Sella sólskinsbros

fimmtudagur, júlí 22, 2004

AÐ LEGGJA Í HANN TIL............ ESPANA :D

Langaði til að kasta á ykkur kveðju, þar sem við familían erum að leggja í hann til Barcelona.....baby!

Eintóm gleði og hamingja, og gleðilega þjóðhátíð.... skemmtið ykkur nú án mín....... i´m gonna miss you!!!

En engar áhyggjur ég skal drekka einn á dag fyrir ykkur öll ;)


Fáránlega skemmtileg helgi!!!!!

Föstudagur …. Skellti mér með gellunum á Hárið í Austurbæ, og mikið rosalega var gaman. Mæli eindregið með þessari sýningu, allir á sprellanum og svona….. frekar gaman! Kíktum svo í gott chill í sveitina Hafnarfjörð til Heiðu þar sem mikið var spjallað, hlegið og svonna. Ég og Hanna skelltum okkur svo í byen sem fær mjög slaka dóma hjá mér þetta kvöld!!! GLÖTUÐ STEMMNING….. en fínt kvöld þrátt fyrir það.

Laugardagur ……. Þessi líka vel heppnaða óvissuferð dísanna þar sem við rúlluðum upp í Litlu kaffistofu og hittum allt hafurtaskið! Þaðan lá leið okkar á Geysi þar sem við gerðumst menningarlegri en allt og kíktum á fræðslusafn um gos, fórum í skjálftahermi……..en allt þetta átti eftir að nýtast okkur rosa vel! Kíktum svo með öllum túristunum á Strokk gjósa og drifum okkur svo á hestaleiguna Geysi, í magnaðan útreiðartúr í 19 stiga hita og sól. Urðum meira að segja módel fyrir fulla rútu af japönum sem eyddu filmunum óspart í okkur og hlógu mikið! Jon stóð sig eins og hetja en hann var að fara í 1. sinn á hestbak……. mögnuð ferð, renndum svo beinustu leið á Þingvelli þar sem við tók grill, skotbolti, ratleikur, spurningakeppni, actionary, drykkjuleikir, meiri drykkjuleikir og enn meiri drykkjuleikir ………… sem sagt bara gaman! Guðrún og Tinna fá heiðursverðlaun frá mér fyrir frábæra skipulagningu og hlakka til næstu sumarhátíðar!!! bara stuð

Sunnudagur....... Fólk vakið með ýmsum hætti. einhver útlenskur hjólreiðadúddi...  vakti nokkra með því að ræskja sig heiftarlega og kalla hátt og skýrt ,,kunts" (veit ekki hvernig skrifað, en þið skiljið.....) Byrjun dags einkenndist af fremur þynnkukenndu lofti þar sem fólk skiptist á að liggja killiflatt úti, æla út í móa, sitja og spjalla eða bara pakka saman og fara! Ég, Gyða og Tinna vorum ofursprækar og skelltum okkur því í gönguferð í Almannagjá (enda brilliant veður).....

.... Þannig að í alla staði fín helgi, eftir að ég rúllaði í bæinn tók við eiturhress vinna og er hún enn


miðvikudagur, júlí 14, 2004

Hellú allir saman, bara láta vita að mín sé á lífi....

Annar er lítið sem ekkert að frétta af mér líkt og síðustu daga.... bara vinna vinna og já aftur vinna. Skellti mér þó í innflutningspartý hjá Gyðu á laugardaginn og heppnaðist það bara hreint æðislega, fínar veigar og allir kátir. TAKK fyrir MIG! Eftir það var förinni heitið í Ýmis-húsið þar sem haldið var heljarinnarpartý með fullt af góðu fólki! Mín skellti sér á Prikið um kvöldið og gerði allt vitlaust..... nei kannski bara brósa sem var í dyrunum það kvöldið ;o) sorry bro

Hörkustuð þar á ferð og endaði á jamminu með litlu systir Danna Tiger ´86 módel og hörkustuðbolti.... gloppótt kvöld á pörtum heimkoma 07.29!

Vinnan tók svo við auk þess sem tekin var kósí videóstemning á mánudaginnn hjá Gyðu, mikið nammi étið og spjallað um lífið og tilveruna. svaka stuð!

En framundan er starfsmannakeila á fimmtudag, Hárið á föstudag, óvissuútilega á laugardag, matarboð á sunnudag og svo Spánn á fimmtudag...... þess á milli er bara vinna, en sjáumst hress..... ekkert stress....bless

föstudagur, júlí 09, 2004

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!

Vildi nota tækifærið og óska Önnu Láru ástkærri vinkonu minni til hamingju með afmælið í dag ;o) Njóttu góða veðursins og sjáumst hressar á eftir.......haha 23 ára skvísa þarna á ferð ;o)

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Verið að rústa öllu hérna heima!!

Það er alveg merkilegt hvað við fjölskyldan getum gert. Erum nú í þessum töluðum orðum búin að vera með kúbein og þess háttar verkfæri að brjóta niður eldhúsinnréttinguna, erum að fá þessa nýju á eftir, erum búin að kaupa nýjann ísskáp, eldavél, hellur, viftu, flísar og alles. Bara allt að vera klárt fyrir utanlandsferðina.......

....bara allt að gerast, afmæli, innflutningspartý, tiltekt og 2 vikur í Spán .....bara gaman :o)

miðvikudagur, júlí 07, 2004

DJÖFULL VAR GAMAN Á SKÓGUM!!!!!

Varð bara að deila með ykkur gleði minni yfir vel heppnaðri helgi á skógum um helgina, mikið drukkið, djammað, dansað, djúsað og bara meira drukkið!

Ógleymanleg ferð þar sem Anný fékk án efa drykkjuverðlaunin, ég og Elín erum hamborgara meistararnir og allar hinar gellurnar fá eitt stórt klapp fyrir að vera brilliant útilegufélagar! Þetta verður að endurtaka aftur!

Ein spurning frá mér til ykkar er eðlilegt að fólk hlaupi á sundfötum einum saman út í Skógarfoss?? Urðum nefnilega vitni af tveimur útlenskum vitleysingum sem gerðu það??

En enn og aftur hver er til í aðra útilegu??

föstudagur, júlí 02, 2004

Þá er komið að því.........SKÓGAR HERE I COME!!!

Komið að líka þessari undurmerkilegu og skemmtilegu ferð, bjórinn, freyðivínið, bacardiið, ginið, kæliboxið, verkjatöflur og skærgulu 66°norður pollabuxurnar komnar út í bíl......

.....eigið góða helgi, enginn vafi á því að ég eigi góða helgi!!

Gleðilega fyrstu helgina í júlí, og stelpur engan aumingjaskap, skellið ykkur með mér, Siggu, Sigrúnu, Elínu, Jóhönnu, Veru, Heiðu og Lindu í útilegu!!!

Bara gaman