Furðulegt laugardagskvöld
Eins og vandi er á sumrinn þá vinn ég eins og mófó og á mér ekkert líf...... sem er bara gaman á útborgunardögum! En allavegana skellti mér í vinnuna á laugardaginn kl:10 þar sem ég lét sköpunargleðina ríkja í heila 12 tíma þar sem breytingar eru í gangi. Þegar ég var búin að rífa allt og tæta, færa, breyta, brjóta og gera var mér leift að fara heim!
Gaman gaman, mín ákvað því að skella sér og kjósa eins og sannur Íslendingur..... nei ekki eins og sannur Íslendingur þá var ég á seinustu stundu!!!! Keyrði eins og brjálæðingur niðrí Breiðó þar sem Kjördeild 1 beið mín til að fá þetta líka dýrmæta atkvæði þessa forsetakosninguna og viti menn þegar mín mætir, labbar inn dyrnar á skólanum heyrist í kallað í gjallarhorni: ,, 45 sekúntur þar til kjörkössum lokar" .........ég bara spyr gat það munað einhverju meiru!!!
Er ég óstundvísasta manneskjan sem þið þekkið.... kannski fyrir utan Benný ;o)
Allavegana kíkti á nýju sætu og fínu íbúðina hennar Jóhönnu upp í Jöklaseli og svo á röltið þar sem margt var um manninn og mest af furðulegu fólki. sáum konu klædda sem jarðaber, nokkra í indverskum búningum, stelpur með geimveru hárspangir, stelpu í eldrauðum galakjól á djamminu og eina gellu sem bar brilliant tösku í líki garðkönnu!!!! Skondið lið hér á ferð, kannski tók ég bara eftir þessu því ég var drú þetta kvöld.... Drew Barrimore ;)
þriðjudagur, júní 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli