mánudagur, júní 14, 2004

Enn ein helgin búin...... og sumarið líka!!!

Alveg fáránlegt hvað þetta ár er búið að vera flótt að líða, mér finnst ég nýkomin heim frá Köben.... en nei bara 3 vikur. Helgin var annars bara mjög fín, ég kíkti á röltið bæði flöskudag og laugardag og var stuð á fólki bæði kvöldin. Kellan bara drú eins og vanalega, bara bílandi á nýja fína kagganum!

Á föstudaginn kíkti ég á röltið með Önnu Láru og vöru helstu staðir bæjarins skoðaðir, hittum slatta af fullu fólki og fá Gauti og Hinni verðlaunin fyrir að vera verstir ;o) bara stuð, komin heim seint eins og vanalega,

Vinna á laugardag auk þess sem við gellurnar skelltum okkur í Kringluna í útskriftargjafaleiðangur. (vá langt orð) því Jóna og Íris voru að útskrifast sem viðskiptafræðingar úr HR innilega til hamingju gellur. Fór svo í búðarráp með Elvu og Helgu og lá leiðin beint í Nammiland Hagkaupa...... nammi namm

Eftir vinnu eða um 02:00 kíkti ég svo á Hönnu vinkonu og við tókum nettan göngugír á 101 Reykjavík þar sem stemmningin var ekki nærri því eins góð og á flöskudag, en fín samt, kíkti á Prikið til Jónasar, heilsaði upp á Hrebbnu afmælisbarn á Ara TIL HAMINGJU ELSKAN MÍN...... og svo á nánast alla aðra staði, enduðum gott kvöld á Devitos.

Dagurinn í dag er búin að vera vinna og fínt chill...... fékk Evu, Tinnu og Natalíu í heimsókn þar sem skoðaðar voru fillerýismyndir frá Sjómannadagshelginni, bestu helgi sumarsins til þess

......en eitt í viðbót, það er verið að plana útilegu 1. helgina í júlí í Skóga þar sem Viðskiptafræðin og Verkfræðin í HÍ ætla að djamma saman, þannig að var bara að spá er ekki góður mórall í fólki fyrir því???? Látið mig vita, ég get allavegana ekki beðið eftir þessu öllu saman, svo bara Salou í lok júlí.....gott veður, gott sumar

Sjáumst og heyrumst...
Sella sólskinsbarn

Engin ummæli: