Tjaldgellurnar miklu
Var rétt í þessu að koma innan úr garði frá því að tjalda líka þessu magnaða 25 ára gömlu tjaldi frá Seglagerðinni Ægi. Þetta er eitt af þessu völundarhúsi sem að tekur óratíma að setja saman en er brilliant partýtjald að lokum.
Við skvísurnar (Jóhanna, Sigga, Sigrún og Heiða) skelltum þessu upp á mettíma og nú er stemningin fyrir Djammútilegunni í Skóga orðin óbærileg ég get ekki beðið. Fór og keypti miða fyrir mig, Veru og Elínu áðan og viti menn nr. 176 af 300 á fyrsta degi.......þetta boðar gott!!!!!
En ef þig/ykkur langar í útilegu endilega komndu með..... það er víst að það verður brjálæðislega gaman og hörkufillerí!!!!!! Já eyjafarar er ekki komin tími til að taka smá upphitun?
þriðjudagur, júní 29, 2004
Furðulegt laugardagskvöld
Eins og vandi er á sumrinn þá vinn ég eins og mófó og á mér ekkert líf...... sem er bara gaman á útborgunardögum! En allavegana skellti mér í vinnuna á laugardaginn kl:10 þar sem ég lét sköpunargleðina ríkja í heila 12 tíma þar sem breytingar eru í gangi. Þegar ég var búin að rífa allt og tæta, færa, breyta, brjóta og gera var mér leift að fara heim!
Gaman gaman, mín ákvað því að skella sér og kjósa eins og sannur Íslendingur..... nei ekki eins og sannur Íslendingur þá var ég á seinustu stundu!!!! Keyrði eins og brjálæðingur niðrí Breiðó þar sem Kjördeild 1 beið mín til að fá þetta líka dýrmæta atkvæði þessa forsetakosninguna og viti menn þegar mín mætir, labbar inn dyrnar á skólanum heyrist í kallað í gjallarhorni: ,, 45 sekúntur þar til kjörkössum lokar" .........ég bara spyr gat það munað einhverju meiru!!!
Er ég óstundvísasta manneskjan sem þið þekkið.... kannski fyrir utan Benný ;o)
Allavegana kíkti á nýju sætu og fínu íbúðina hennar Jóhönnu upp í Jöklaseli og svo á röltið þar sem margt var um manninn og mest af furðulegu fólki. sáum konu klædda sem jarðaber, nokkra í indverskum búningum, stelpur með geimveru hárspangir, stelpu í eldrauðum galakjól á djamminu og eina gellu sem bar brilliant tösku í líki garðkönnu!!!! Skondið lið hér á ferð, kannski tók ég bara eftir þessu því ég var drú þetta kvöld.... Drew Barrimore ;)
föstudagur, júní 25, 2004
Róleg helgi framundan!!!
Já ekki mikið að frétta af mér þessa dagana bara vinna, vinna vinna í ,,geðveikrahælinu" í Garðabænum. Eintóm vitleysa get ég nú sagt ykkur og ekki batnar það þar sem ég sé fram á að vera þar í 26 tíma fram á sunnudag hljómar vel,.......nei ég veit það!!!
Allavegana er farin að hlakka rosalega til fyrir árlegu fyllerísferðina fyrstu helgina í júlí.....nú verður sko skellt sér í Skóga og glás af góðu fólki búið að skrá sig!! Komd þú með líka!!!
En meira af óheppni fjölskyldunnar, ekki nóg með að bróðir minn hafi verið bitinn um helgina, haldiði ekki að það hafi verið keyrt svona allsvakalega á múttu áðan!!! HVað er að gerast, vonandi verð ég ekki næst!!!
En þangað til næst, eigið góðar stundir og sjáumst hress!!!
Ps. Anna Lára, Anna Jóna, Benný, Guðrún, Gyða, Helga, Hrebbna, Katrín, Laufey, María, Marín, Ragna, Sunna, Telma og Tinna sakna ykkar rosalega og rosalega fúl að hafa misst af saumó í gær!!! Endilega látið mig vita allt slúðrið!!
Ég hélt að ég væri slúðurberinn, vonandi kom samt einhvað krassandi ;)
miðvikudagur, júní 23, 2004
Eintóm gleði!!!!
Mikið er sumarið skemmtilegt, ekkert eðlilega gott veður og eintóm drykkja! Helgin var óstjórnlega skemmtileg, útskrift Gullu og þaðan beint í grill heima með góðum hópi af fólki.... og hvað er málið þegar ég dett í það með bróður mínum er það ávísun á blackout og vitleysu!!!
....Nei ég segi svona, allt að gerast, mikið, meira mest drukkið kíkt á Prikið þar sem stuðinu var haldið uppi þar til einhver dúddi beit Jónas bróður í upphandlegginn og hann þurfti að bruna upp á slysó til að fá sýklalyf og alles. Við skelltum okkur því bara á Celtic, Hverfis til lokunar og þegar brósi fyllibytta var komin aftur í bæinn fór ég þangað og sníkti bjór!!
Kvöldið fremur blörí eftir 3:40 en ef þið hafið upplýsingar um ferðir mínar eftir það, þá eru allar upplýsingar vel þegnar :o)
Þessa vikuna er svo bara vinna vinna vinna og mín á leið til Spánar eftir mánuð með 10 manns úr familíunni, sumarið frekar planað, útilega fyrstu helgina í júlí, sumarhátíð réttódísanna 17.júlí, Spánn 22.júlí til 5.ágúst, fimmtugsafmæli mömmu 21.ágúst og allt hitt er eintóm hamingja og djamm
En bless í bili og njótið sólarinnar
Sella sólargeisli
ps. Guðrún Sveins innilega til hamingju með afmælið stóra stelpa, endilega bjallaðu um leið og þú kemur í bæinn!!! Njóttu dagsins!!!
föstudagur, júní 18, 2004
Þynnkan enn að segja til sín!!!!
Mikið ROSALEGA VAR GAMAN á miðvikudaginn! Byrjuðum í góðum grillgír heima hjá brósa, þar sem hann var einn í kvennaveldi, en þaðan lá leiðin í ruglið niðrí bæ þar sem maður sæmdi sig mjög vel þar!!!! Get ekki sagt annað en bara nánast ennþá þunn og drulluþreytt eftir átökin.....
....en til í þau næstu, djamm á morgun en þangað til þá, gangið hægt um gleðina dyr
Ps. HAUKUR JOHNSON innilega til hamingju með daginn kallinn, njóttu afmælisdagsins í botn!!!
Birt af Sella kl. 11:37 e.h. 0 ummæli
miðvikudagur, júní 16, 2004
DJAMM DJAMM DJAMM Í KVÖLD
....komin til brósa í Grill, djamm í kvöld! Ég, Sigga, Sigrún, Tulla og Elva komnar og til í tjúttið. Hafið samband í kvöldinu ef að þið eruð til í tjútt
Stellu Artois kveðjur
Sella sólskinsgella!!!!
Birt af Sella kl. 10:33 e.h. 0 ummæli
mánudagur, júní 14, 2004
Enn ein helgin búin...... og sumarið líka!!!
Alveg fáránlegt hvað þetta ár er búið að vera flótt að líða, mér finnst ég nýkomin heim frá Köben.... en nei bara 3 vikur. Helgin var annars bara mjög fín, ég kíkti á röltið bæði flöskudag og laugardag og var stuð á fólki bæði kvöldin. Kellan bara drú eins og vanalega, bara bílandi á nýja fína kagganum!
Á föstudaginn kíkti ég á röltið með Önnu Láru og vöru helstu staðir bæjarins skoðaðir, hittum slatta af fullu fólki og fá Gauti og Hinni verðlaunin fyrir að vera verstir ;o) bara stuð, komin heim seint eins og vanalega,
Vinna á laugardag auk þess sem við gellurnar skelltum okkur í Kringluna í útskriftargjafaleiðangur. (vá langt orð) því Jóna og Íris voru að útskrifast sem viðskiptafræðingar úr HR innilega til hamingju gellur. Fór svo í búðarráp með Elvu og Helgu og lá leiðin beint í Nammiland Hagkaupa...... nammi namm
Eftir vinnu eða um 02:00 kíkti ég svo á Hönnu vinkonu og við tókum nettan göngugír á 101 Reykjavík þar sem stemmningin var ekki nærri því eins góð og á flöskudag, en fín samt, kíkti á Prikið til Jónasar, heilsaði upp á Hrebbnu afmælisbarn á Ara TIL HAMINGJU ELSKAN MÍN...... og svo á nánast alla aðra staði, enduðum gott kvöld á Devitos.
Dagurinn í dag er búin að vera vinna og fínt chill...... fékk Evu, Tinnu og Natalíu í heimsókn þar sem skoðaðar voru fillerýismyndir frá Sjómannadagshelginni, bestu helgi sumarsins til þess
......en eitt í viðbót, það er verið að plana útilegu 1. helgina í júlí í Skóga þar sem Viðskiptafræðin og Verkfræðin í HÍ ætla að djamma saman, þannig að var bara að spá er ekki góður mórall í fólki fyrir því???? Látið mig vita, ég get allavegana ekki beðið eftir þessu öllu saman, svo bara Salou í lok júlí.....gott veður, gott sumar
Sjáumst og heyrumst...
Sella sólskinsbarn
miðvikudagur, júní 09, 2004
HVAÐA ÁHRIF HÖFUM VIÐ VINKONURNAR Á KARLMENN????
Datt líka svona hressilega í það á laugardaginn með fríðum hóp 8 yngismeyja og 2 pilta. Allt gott og blessað, mikið grillað, drukkið, sungið, trallað og dansað. Allt eins og vanalega Sella missti röddina en nóg um það, í þessu líka skemmtilega teiti hjá Veru, bankaði uppá nakinn stráklingur með sólgleraugu , eins og ekkert væri sjálfsagðara, spyrði í hvort hann væri ekki í réttu húsi og hljóp svo burt á sprellanum....... allavegana leið okkar lá í bæinn og eins og við erum nú klárar snýktum við far í bæinn hjá nýja nágrannanum hennar Veru...... yndislegur gaur, tók okkur 5 stelpurnar í bílinn..... og viti menn stráksi stoppaður í Öskjuhlíðinni með yfirfarþega Bryndís þurfti bara að taka sig til og snýkja far í bæinn og við fáum sekt í hausinn bráðlega.
En nóg um það við kellur skelltum okkur á Ara í góðan grjónagraut, þaðan á Felix og í fullnægingu og svo var farið á Prikið og kíkt á brósa sem var að vinna........Já viti menn í hverju haldið þið að ég hafi lent............. Settist við hliðina á ungum dreng sem ég þekki til og haldiði ekki bara að hann hafi vippað sér úr buxunum JÁ ÞAÐ INN Á STAÐNUM........ og fyrr en varir var kallinn bara komin í góða stellingu við hliðina á okkur vinkonum með hendur inn á buxum að klappa litla manni sínum þarna niðri við áttum ekki til orð og lét ég Jónas bróðir kippa þessu í liðinn.............já en það er nú ekki búið, þegar hann fór, kom nýr gaur og var hann strax kominn í klofið á sér!!!!!
ÉG BARA SPYR HVAÐA ÁHRIF HÖFUM VIÐ Á KALLA
Fórum þaðan á Hverfis þar sem mikið var um stuðið, eftir lokun var svo tekið nett rölt niðrá Lækjatorg og tók ég nett rölt með Bigga á Hlölla frekar mikið stuð........komin heim með nýja kærastanum mínum (Tinnu Sif, frænku) sem er orðinn tíður næturgestur hjá mér og Veru!!!
Í einu orði sagt BRILLIANT helgi, en þynnka á sunnudag og vinna.......
annars lítið að frétta af mér....... komin með reglulegan vinnutíma sem er mjög gott, vinn alltaf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (8-18) ásamt því að vinna þriðjudags- og fimmtudagskvöld (16-24) og aðra hverja helgi!!! Þannig að ef þið viljið gera einhvað........ let me know
fimmtudagur, júní 03, 2004
ÉG Á LÍKA BÍL..........LIGGA LIGGA LÁI
Keypti mér glæsikerru í dag. Svartan Passat, árgerð 2001, ekinn 56000 á 1.300.000 kr og losnaði við hvítu druslunuma mína..
....þannig að bara gleði gleði, þið ætttuð bara að sjá gripinn. Varð víst bara að fjárfesta í einhverju sem ég vil, víst ég fæ ekki þá karlmenn sem ég óska!!
En BÍLAGLEÐI BÍLAGLEÐI, komið á rúntinn
Sella gella, ´bílamær
Birt af Sella kl. 10:41 e.h. 0 ummæli
miðvikudagur, júní 02, 2004
I´m in love...... og það af SVERTINGJA!!!
Já en ekki vera hrædd strax því þetta er bara BÍLL..... er búin að finna draumabílinn minn, svartann Passat árgerð 2001 svaka flottan og hver veit nema mín slái bara til og skelli sér á hann!
Fremur óreyndur kappi sem er bara gott, ungur sem er enn betra fyrir þá ungu þið skiljið..... og já hann verður reynslunni ríkari með mér!!!
Læt ykkur vita hvernig ástarmálin þróast, er það samband eða EKKI