Lítil Jónasdóttir fædd
Jæja þá er biðin á enda.....fékk mjög svo ánægjulegt símtal til Danaveldis í kringum 07:20 í morgun þegar brósi tilkynnti mér það að ég væri búin að eignast litla frænku ;o)
Kom skvísan í heiminn kl. 04:12 í dag 27.apríl 2009 og er hún rúmir 15 merkur og 53 cm ;o)
Verð að láta eina mynd fylgja af skvísunni sem ég sá fésinu.... Enjoy
Núna hefst þá bara niðurtalning vegna heimkomu fyrir alvöru....vá hvað ég hlakka til að sjá skvísuna og knúsa flottasta stóra bróðirinn Aðalstein Inga ;)
INNILEGA TIL HAMINGJU ÁSTIRNAR MÍNAR - hlakka til að fá að passa yndislegu börnin ykkar við tækifæri - kveðja frá aðal föðursysturinni
mánudagur, apríl 27, 2009
fimmtudagur, apríl 23, 2009
ICELAND HERE I COME
Lét verða af því að bóka flug heim á klakann eftir 8 daga.....sem sagt kæru landsmenn ég lendi í Keflavík að kvöldi fimmtudagsins 30.apríl og mun heiðra ykkur með nærveru minni í slatta tíma ;)
Get ekki sagt annað en ég hlakka mikið til - og bíð spenntust eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum en Tulla átti von á lítilli skvísu í heiminn 21.apríl....en eins og fleiri í ættinni er hún ekkert sérstaklega stundvís og hefur því ákveðið að láta bíða eftir sér um óákveðin tíma ;)
Læt ykkur vita þegar ég er orðin stollt föðursystir
Þangað til næst, lifið heil ;)
þriðjudagur, apríl 21, 2009
Ábending til vegfarenda...
Hugsið ykkur vel um áður en þið snertið brunahana úti á götu. Ég og Sigga urðum nefnilega vitni að því að maður á fertugsaldri slengdi delanum á sér út og meig á brunahana hérna rétt við heimili okkar. Spes ég veit....en það sem meira er, hann var á röltinu með ca 5 ára gamalli dóttur sinni þegar hann ákvað að losa þvag á brunahanann.
Svona atvik gerðist nú bara um hábjartan dag á mjög víðfarinni götu - a.k.a bara rétt við Netto matvöruverslunina sem við verslum alltaf í.... SPES, GET EKKI SAGT MEIR!
Birt af Sella kl. 12:20 f.h. 3 ummæli
sunnudagur, apríl 12, 2009
Gleðilega páska / God påske
Langaði til að byrja á því að óska öllum gleðilegra páska og vonast til að súkkulaðiátið sé í hámarki rétt í þessu ;) Héðan frá Danaveldi er allt fínt að frétta. Páskarnir hafa verið ÆÐISLEGIR í alla staði....veðrið er svo sannarlega að leika við okkur, búið að vera sól og hitinn í kringum 16 gráður.
Auk þess er ég búin að vera í mjög svo góðu yfirlæti hér og þar um Kaupmannahafnarsvæðið. Dagskrá síðustu daga hefur innihaldið fáránlega skemmtilega hluti eins og:
* Dönsk/íslensk Laxaveislu hjá Sibbu í tilefni afmælis Bergþórs, því var matarboðið að hluta til í gegnum Skype....til lukku frændi.
* Skírdagur var tileinkaður Kagså fjölskyldunni. Eldaði með Evu og co dýrindismáltíð, svo höfuðum við frænkur það huggulegt með hvítvíni, kertaljósum, Berglindi og gott spjall var tekið fram á nótt.
* Við nýttum veðrið vel á föstudaginn langa, skelltum okkur út í sólbað, kíktum í heimsókn á kolleginu og fórum svo allar stelpurnar út að spila kubb....vá hvað ég verð að kaupa mér svoleiðis. Endaði með léttan "brunasmekk" framan á mér eftur sólina. Um kvöldið eldaði Maggi svo dýrindis lasanga fyrir okkur eiginkonurnar ;)
* Laugardagurinn var svo tekinn fáránlega snemma, vöknuðum í gær um 7:30, bökuðum brauð, súkkulaðiköku og skelltum okkur svo í 14 tíma bíltúr með Gunna og Evu.
Áfangastaðir dagsins voru: 1) Møns Klint - Flottir kalkklettar á eyjunni Mön, þurftum að labba einar 994 tröppur til að sjá herlegheitin, en vel þess virði. Tókum líka þetta fína brunch á staðnum áður en við lögðum af stað í meiri leiðangur. 2) Keyrðum til Korsør sem er síðasti bærinn á Sjálandi. Rúntuðum þar um og kíktum á Lilly frænku Tótu sem býr þar í myllu. Magnað að koma þangað og "roofterresan" stóð algjörlega fyrir sínu. Sáum yfir stórabeltisbrúnna og svona....3) Keyrðum upp af Isbådmuseet til að skoða brúnna betur, fáránlegir steypuklumpar en gaman að skoða. 4) Keyrðum svo gengum sveitirnar í átt að Roskilde, þar sem við fengum okkur súkkulaðiköku og með því, tókum rúnt í bænum, kíktum á Dómkirkjuna og keyrðum svo upp á Roskilde Festivals område....forvitnilegt að sjá placeið þegar ekkert er þar. 5) Ákváðum svo að taka rúnt upp í Hillerød að Frederiksborg Slot, frekar töff kastali með sýki í kringum, en vegna sólseturs þá var okkur orðið frekar kalt og ákváðum því að keyra í átt til Kaupmannahafnar - sem sagt strandvejen, Dyrhavsbakken, og með rúnti að Óperuhúsinu.
Algjör snilldar dagur í alla staði....enduðum hann í góðum burger á Chilis um 22:30 og svo heim að hvíla okkur. TAKK FYRIR GÓÐAN BÍLTÚR Tóta, Maggi, Eva og Gunni....hlakka til að endurtaka þetta ;o)
* Í dag er svo páskaeggjadagurinn mikli, búin að opna eggið góða og fékk málsháttinn Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Mjög gaman að borða svona súkkulaði en eftir ofát ætlum við Tóta að skella okkur í Parken núna að sóla okkur. Eigið GLEÐILEGA PÁSKA ELSKURNAR....þangað til næst ;o) KNÚS Í KRÚS