Fyrsta jólakortið komið í hús...
Jóla tilhlökkunin orðin aðeins meiri núna enda styttist óðum í jólafríið. Sit hérna heima og reyni eins og ég get að læra undir International Negotiation próf sem er á miðvikudaginn.....Reyndar er ég komin í alltof mikinn jólagír og nenni engan veginn að læra...en þetta vonandi reddast.
Svo er það bara Íslandið góða á fimmtudagskvöldið ;) Mikið verður nú gaman að hitta alla, knúsa famelíuna og vini fram og til baka. Á reyndar eftir að gera smá þar til ég get stigið upp í vélina á Kastrup - svo sem kaupa jólagjafir, vinna 2 vaktir í Baby Kompagniet, fara í próf, kíkja í klippingu til Rakelar, pakka og já bara vera til!!
Sem betur fer eru jólakortaskrif og bakstur búin á mínu heimili þrátt fyrir að jólakortin verði ekki send fyrr en 19.des heima á klakanum ;) miklu ódýrara þið skiljið - fátækur námsmaður verður að spara hehe ;)
Annars fékk ég fyrsta jólakortið hingað á RBG í dag og mikið var það skemmtilegt! ELSKA að fá jólakort....svo elskurnar mínar endilega sendið mitt bara hingað á RBG 34 eða í kot foreldranna: Álfaland 5 ;)
Sjáumst eftir nokkra daga - lifið heil!!
mánudagur, desember 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Heyrðu góða mín, þú fékkst fyrsta jólakortið á föstudaginn :) ekki alveg gleyma manni
gangi þér vel í prófinu kella mín
kv Þórunn Katla og co
hehe já ég meinti nú jólakortið í pósti - það er viss stemning!
Þórunn mín, þið Kagså gengið eruð að standa ykkur vel og kom ég heim með þrenn jólakort þaðan ;)
oh... ég verð örugglega skælandi hér í koddann minn á fimmtudagskvöldið þegar þú og Telma verðið farnar heim líka
:o( .... 5 sinnum að sofa og svo heim til mömmu og pabba...
kv.Jóhanna
æhhhh Jóhanna mín ekki gráta - ég veit þú getur þetta! Hugsaðu bara, það verður enn skemmtilegra að koma heim, enda eftirvæntingin komin á frekar HÁGT stig ;)
Sæl elskan mín! Jeiii gaman að fá Sellu til Íslands :D hlakka til að hitta þig og tala nú ekki um Cocktaildjammið mikla hehe
Gangi þér vel í prófinu á morgun og að gera allt sem að þú átt eftir að gera áður en að þú kemur heim ;)
Jólaknús - Maggan
Skrifa ummæli