miðvikudagur, desember 17, 2008

BÚIN Í PRÓFUM....

Já þið lásuð rétt...ég er BÚIN í prófum og ætla ekki að lýsa kátínu minni!! Ætla að vinda mér í að pakka hafurtaskinu mínu - Íslandið góða annað kvöld ;o)

Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mínar - ég verð með íslenska númerið mitt : 899-4995!

mánudagur, desember 15, 2008

Fyrsta jólakortið komið í hús...

Jóla tilhlökkunin orðin aðeins meiri núna enda styttist óðum í jólafríið. Sit hérna heima og reyni eins og ég get að læra undir International Negotiation próf sem er á miðvikudaginn.....Reyndar er ég komin í alltof mikinn jólagír og nenni engan veginn að læra...en þetta vonandi reddast.

Svo er það bara Íslandið góða á fimmtudagskvöldið ;) Mikið verður nú gaman að hitta alla, knúsa famelíuna og vini fram og til baka. Á reyndar eftir að gera smá þar til ég get stigið upp í vélina á Kastrup - svo sem kaupa jólagjafir, vinna 2 vaktir í Baby Kompagniet, fara í próf, kíkja í klippingu til Rakelar, pakka og já bara vera til!!

Sem betur fer eru jólakortaskrif og bakstur búin á mínu heimili þrátt fyrir að jólakortin verði ekki send fyrr en 19.des heima á klakanum ;) miklu ódýrara þið skiljið - fátækur námsmaður verður að spara hehe ;)

Annars fékk ég fyrsta jólakortið hingað á RBG í dag og mikið var það skemmtilegt! ELSKA að fá jólakort....svo elskurnar mínar endilega sendið mitt bara hingað á RBG 34 eða í kot foreldranna: Álfaland 5 ;)

Sjáumst eftir nokkra daga - lifið heil!!

föstudagur, desember 12, 2008

Smá update af lífi Køben kellunnar!!

Verd ad játa ad ég er búin ad vera frekar lélegur bloggari upp á sídkastid - kannski ekki skrítid enda nóg ad gera. Eftir ad hafa jólast almennilega í nóvember tók vid heljarinnar lærdómur, verkefnaskil og fu***** munnlegt próf sem ég kláradi í gær og nádi jíhaaaa. Núna er ég svo í vinnunni, svaka gaman. Annars einkennist líf mitt fyrst og fremst af negotiation - tar sem sídasta prófid tessa ønnina er í International Negotiation á midvikudaginn næsta.

Ég hef ákvedid ad vinna adeins meira hérna í búdinni en ég ætladi mér fyrir jólaheimkomu, tar sem Unnur sem vinnur á móti mér eignadist lítinn strák núna fyrir nokkrum døgum...en Blær Dagsson, átti víst ekki ad koma í heiminn fyrr en um midjan janúar :S Til hamingju litla famelía ;o)

Líf mitt verdur tví vinna alveg fram ad flugi...klára sídustu vaktina 2 1/2 tíma ádur en flugvélin fer! Allt edlilegt á ferd.

Ekki í sértrúarsøfnudi
Annars verd ég ad bera upp eina spurningu hér. Finnst ykkur lesendur gódir óedlilegt ad fara á adventukvøld í kirkju svona rétt fyrir jól?

Ég, Sigga og Tóta skelltum okkur nefnilega í St.Pauls kirke sídasta føstudag á adventukvøld, tar sem var magnadur søngur, hugvekja frá Halldóri Ásgríms og ljúfir tónar. Eftir tad skelltum vid okkur í Jónshús í heitt kakó og smákøkur. En ástæda fyrir spurningunni er sú ad fólk leit á mann frekar skringilega tegar madur sagdist ætla í kirkju og Sigga fékk spurninguna: "Bíddu ertu í Fíladelfía eda?"...hvad finnst ykkur??

þriðjudagur, desember 02, 2008

Og það er stelpa!!

Jónas bróðir hringdi í mig snemma í morgun þegar hann var á leið í vinnu eftir 20 vikna sónar með Tullu...og viti menn ég á vona á lítilli frænku í kringum 16-21.apríl, greinilega ekki allir sammála um settan dag en ég er spennt ;) Voðalega verður gaman að fá litla Sesselju í heiminn hehe.

... og annað ég á bestustu "eiginkonu" í heimi. Haldið þið ekki bara að hún Tóta hafi gefið mér súkkulaði jóladagatal svo ég muni örugglega eftir henni á hverjum morgni í desember ;) ÉG ELSKA SÚKKULAÐI!!