miðvikudagur, september 24, 2008

Sveitasæla og fullkomið brúðkaup

Fyrstu dagarnir mínir á klakanum voru yndislegir...eyddi þeim upp í sumarbústað með múttu, J&T og aðaltöffaranum Aðalsteini Inga. Veðrið var að stríða okkur frekar mikið svo við sátum bara inn í rólegheitunum, spjölluðum, kíktum á imbann og nutum þess að heyra niðin frá ánni og rigninguna á gluggunum. Ekki tók síðra við þegar ég brunaði glöð í bragði í bæinn til að vera viðstödd ÆÐISLEGT brúðkaup Helgu Rutar og Guðjóns. Gullfalleg hjónavígsla í Kópavogskirkju og frábær veisla að Ásvöllum. Skemmtilegur félagsskapur, frábærar veitingar bæði í föstu og fljótandi, góð skemmtiatriði og blússandi stuð á dansgólfinu fram eftir nóttu. Kíkti svo í bæinn eftir það....en kannski best að ég leyfi nokkrum myndum af fylga ykkur til mikillar gleði:

Annars er bara chil á minni...leiðindarverður á klakanum en ég hlakka mikið til að halda smá afmælisteiti fyrir vini og vandamenn á föstudaginn og hrista smá rassa áður en ég fer aftur heim til Köben. En njótið vel elskurnar og sjáumst vonandi hress...ekkert stress!!










HELGA RUT OG GUÐJÓN takk æðislega fyrir að leyfa mér að vera partur af ykkar degi....hann gleymist seint ;o)

miðvikudagur, september 17, 2008

VARÚÐ- kellan er mætt á klakann ;o) hehe

Mikið líður tíminn fljótt, fyrir hálfu ári kom ég síðast heim til Íslands og mér líður eins og það hafi verið í síðustu viku. Fékk reyndar smá reality sjokk þegar ég keyrði með múttu frá flugvellinum því það eru fáránlega margar nýjar byggingar, hringtorg og allskonar sem hefður bara poppað upp frá því ég var hérna síðast hehe.....við Íslendingar erum sure byggingaglaðir.

Verð þó að segja að ég hlakka mikið til dvalar minnar hérna næstu 10 dagana eða svo og efast ég ekki um að það eigi eftir að vera nóg að gera....sumarbústaður á morgun, brúðkaup á laugardag, famelíu matarboð og aldrei að vita nema maður skelli upp smá afmælisteiti í tilefni að skvísan er alveg að detta í 27 ára.

Annars verð ég að segja að Stokkhólms ferðin mín síðustu helgi var hreinn unaður....Guðrún, Styrmir, Katrín, Gauti og skvísurnar fá stóran plús í kladdann fyrir höfðinglegar móttökur og vá hvað var gaman hjá okkur. Brölluðum mjög mikið, frábær matur, vínkynning og buzz spilað á föstudaginn, hádegismatur ala Katrín og sigling "under the bridges of Stockholm" - mjög gaman enn fáránlega kalt og svo út að borða og á lífið. Trylltum greinilega sænska lýðinn enda frábærar í alla staði. Fjörið var allavegana svo mikið að við hefðum getað skemmt okkur konunglega í strætóskýli hehe. Sunnudagurinn var svo tekinn í þynnku, sightseeing, kaffihúsaferð, tælenskt take away og mikið tjatt. Heimferðin á mánudagsmorguninn var svo bara STRESS....lenntum í rosalegri umferðarteppu svo við misstum nánast af vélinni. Eftir plan A and B, tókst okkur að tékka okkur inn, og setjast sæl og glöð upp í vél. Segi bara STOCKHOLM TAK FOR MIG :o)

Enn ekki meira í bili núna, þangað til næst elskurnar mínar...BLESS BLESS

fimmtudagur, september 11, 2008

HEIDURSBLOGG - TÓTA THE MASTER!

Mín ástkæra eiginkona Tóta rúlladi upp mastersvørninni sinni tennan merka dag 9/11 og tad med stæl. Skvísan fékk 10 og efast ég ekki um ad hún hafi verid vel ad einkuninni komin ;) GLÆSILEGT Í ALLA STADI. Ég er allavegana glød fyrir hennar hønd og myndi bara óska tess sjálf ad ég væri búin ad skrifa mína, skila og verja...úff en neeeiiii veit ekki einu sinni hvad ég ætla ad skrifa um :S

Allavegana verdur fagnad á RBG34 í kvøld med íslenskum edal hamborgurum og ødru gódgæti...svo er tad bara Stockholm á morgun elskurnar mínar!! Mikid verdur gaman hjá mér, Gydu, Telmu, Gudrúnu og Katrínu....looking so much forward to!

sunnudagur, september 07, 2008

Lélegur bloggari...já það er rétt!!

Úff hvað maður getur verið lélegur að skrifa hérna, oft kannski því það líður langt á milli og ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa hérna....en WELL O WELL. Skólinn er kominn á fullt og er ég byrjuð í þremur valkúrsum núna en sá fjórði byrjar í október. Líst bara ágætlega á þetta. Business to business marketing er mjög skemmtilegur kúrs, áhugaverðar greinar og skemmtielgur kennari - sem er ekki verra. Stjórununnar kúrsinn er okey - svolítið skrítið að vera með braselískan kennara sem er STRANGUR - t.d engar 5 eða 8 mínútur í pásu bara SJÖ MÍNÚTUR eða þú verður úti!! Það venst hehe. Á miðvikudaginn síðasta byrjaði svo Fashion and luxury industry áfangi sem er í samstarfi við Kolding Designschool og verð ég segja að það hljómar rosalega vel!! Ánægjulegast er þó það að ég er með fullt af gamla bekknum mínum í valfögum og erum við núþegar búin að hittast einu sinni á torsdagsbar á Nexus - svo þessi vetur lítur vel út.

Síðastliðnar vikur hef ég unnið frekar mikið og verið í skólanum inn á milli.... enn útsala á www.baby-kompagniet.dk svo það er nægilegt að gera og fullt af rosaflottum vörum að koma í búðina ;o) Stundum er gott að eiga ekki börn því eitt er víst ég fengi ekkert útborgað ef ég væri að vinna þarna og ætti eitt slíkt hehe.

Annars skellti ég mér á R.E.M tónleika í Parken í gær og vá hvað var gaman. Þessir tónleikar stóðu algjörlega fyrir sínu, tóku gömlu kempurnar bæði ný og gömul lög og var stemning á liðinu þegar við dilluðum okkur og sungum dátt við lög eins og Man on the Moon og Daysleepers. Skemmtilegt kvöld í alla staði! Núna tekur þó við smá lærdómur ekki seinna vænna enda próf og verkefnaskil í október ;o)

En þangað til næst elskurnar mínar!!