föstudagur, júní 22, 2007

Loksins lætur maður sjá sig ;o)

Sumarið er svo sannarlega tíminn!! Ohhh ég elska þennan tíma meira en allt, hafa bjart allann sólarhringinn og veðrið leikur við mann. Annars var Kína meira en æðisleg ferð í alla staði og ekki hefði ég getað óskað mér betri ferðafélaga en þá 9 sem ég fór með.... Frekar strembin ferð en vel þess virði. Fórum á fætur um kl. 4:30 til að sjá nokkra undurmerkilega staði og ég get sagt: "I climbed the GREAT WALL!!" Ferðasagan fær að bíða betri tíma en óhætt að segja að þetta land er mikið meira en myndaefni. Er allavegana um 1000 myndum ríkari og ég hlakka ég til að eiga videókvöld enda um 85 videóclips af ferðinni ;o)

Eftir yndislega ferð, stopp í London þar sem við kíkum að sjálfsögðu á Oxford, djammið, Camden og á Queen showið "We will rock you" var gott að koma aftur til Ísland og sagði þreytan til sín..... mæli ekkert voðalega með 30 tímum á flugi á 14 dögum ;O) - en vel þess virði þó.

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna mína hér við hliðina á og endilega ef þið viljið vita lykilorðið látið mig vita og ég sendi ykkur það í emaili.....KOMA SVO kommenta!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhhh svo skemmtilegar myndir, manni langar bara að skella sér aftur (ef það væru betri wc, heheheh)
Hlakka til að sjá videóin

Nafnlaus sagði...

Loksins ertu komin aftur... hehe. Nú get jé haldið áfram að fylgjast með bloggi sellunnar:)

Nafnlaus sagði...

Sko ég er ekki glöð að myndirnar séu farnar að líta dagsins ljós ég er í skýjunum. Gleði gleði gleði!!!
púhh tók smá dans ;)
þetta verður að vera bara í gær því herbergisfélaginn minn fer úr landi eftir viku og Sella verður líklega farin þegar hún kemur heim. Þannig að koma svo massa etta!! Ég er til í að hjálpa!
Stella