Jafnt gleði og sorg þessa dagana....
Það sorglega er að ég kvaddi vinkonu mína Susie Rut í gær, en hún var jarðsett frá Hallgrímskirkju í gær - but only the good die young!!... sorglegt í alla staði og hugsa ég mikið til Diljá Mistar og fjölskyldu hennar á þessum sorglegu tímum. Innilegar samúðarkveðjur.
En yfir í eilítið skemmtilegri hluti... Síðasta helgi var algjört æði, ég og Elva eyddum föstudeginum í að undirbúa gæsunina hennar Huldu bekkjó úr Verzló - súkkulaðihúðuð jarðaber og vodka jelloshot voru kvöldið í hnotskurn ;o) Laugadagurinn fór svo frá A-Ö í gæsunina og var veðrið miklu betra en við þorðum einhverntímann að óska eftir. Hún var sótt á mótórhjóli og skutlað upp í heiðmörk þar sem við tók búningur, samlokur og bjór, sprell í Hafnarfirði, danskennsla í JSB, chill með bjór í sólinni, heitur pottur í Mecca Spa og svo yndislegt kvöld hjá Siggu í hafnarfirði... Tequila stemning í hámarki og flæddi áfengið um allt....vorum ekki lengi að torga um 65 jello-skotum!! Gleymdum okkur meira að segja í partýinu og holy makkaróny klukkan allt í einu orðin 03:30 og engin bæjarferð í gangi þá - kannski sem betur fer því sunnudagurinn var óttalega þægilegur í búðarrápi með múttu.
Annað ögn skemmtilegra... ÉG ER AÐ FLYTJA, föstudaginn 17. ágúst fer ég af landi brott og ætla ég mér að eyða næstu 2 árum í Köben :o) Bara spennandi!! og það sem betra er hringdi Hrebbna vinkona í mig á laugardaginn og bauð mér að leigja með sér ;) jíha ekkert íbúðarvesen og er ég komin með húsnæði á Østerbro...þetta leggst bara frekar vel í mig!
og annað rosa skemmtó líka.... ég er loksins að láta verða af því að taka dinner/lambrusco kvöld með Salóme og Siggu...bara búið að taka 2 ár í undirbúningi - get ekki beðið eftir að rifja upp gamla góða tíma í BARCELONA núna á föstudaginn
en þangað til næst - LIFIÐ HEIL
miðvikudagur, júní 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hi elskan!
Heyrðu ég var að bóka ferð til Köben í lok nóvember þar sem að ég er að fara í brúðkaup, þá kíkir mar á kellu ;) Eða bara kannski kem ég í heimsókn til þín í haust, það væri ekki leiðinlegt..væri svooooo til í það en þarf þá að finna e-n með mér!!
Knús - Maggsan
Oh til hamingju elsku mús, trúi því vel að þú sért spennt því ég er nógu spennt yfir því að koma bara í heimsókn!
Þetta er náttla algjör snilld hjá þér að vera að fara til Köben!
Enn og aftur til lukku með þetta :o)
Skrifa ummæli