miðvikudagur, júní 27, 2007

Jafnt gleði og sorg þessa dagana....

Það sorglega er að ég kvaddi vinkonu mína Susie Rut í gær, en hún var jarðsett frá Hallgrímskirkju í gær - but only the good die young!!... sorglegt í alla staði og hugsa ég mikið til Diljá Mistar og fjölskyldu hennar á þessum sorglegu tímum. Innilegar samúðarkveðjur.

En yfir í eilítið skemmtilegri hluti... Síðasta helgi var algjört æði, ég og Elva eyddum föstudeginum í að undirbúa gæsunina hennar Huldu bekkjó úr Verzló - súkkulaðihúðuð jarðaber og vodka jelloshot voru kvöldið í hnotskurn ;o) Laugadagurinn fór svo frá A-Ö í gæsunina og var veðrið miklu betra en við þorðum einhverntímann að óska eftir. Hún var sótt á mótórhjóli og skutlað upp í heiðmörk þar sem við tók búningur, samlokur og bjór, sprell í Hafnarfirði, danskennsla í JSB, chill með bjór í sólinni, heitur pottur í Mecca Spa og svo yndislegt kvöld hjá Siggu í hafnarfirði... Tequila stemning í hámarki og flæddi áfengið um allt....vorum ekki lengi að torga um 65 jello-skotum!! Gleymdum okkur meira að segja í partýinu og holy makkaróny klukkan allt í einu orðin 03:30 og engin bæjarferð í gangi þá - kannski sem betur fer því sunnudagurinn var óttalega þægilegur í búðarrápi með múttu.

Annað ögn skemmtilegra... ÉG ER AÐ FLYTJA, föstudaginn 17. ágúst fer ég af landi brott og ætla ég mér að eyða næstu 2 árum í Köben :o) Bara spennandi!! og það sem betra er hringdi Hrebbna vinkona í mig á laugardaginn og bauð mér að leigja með sér ;) jíha ekkert íbúðarvesen og er ég komin með húsnæði á Østerbro...þetta leggst bara frekar vel í mig!

og annað rosa skemmtó líka.... ég er loksins að láta verða af því að taka dinner/lambrusco kvöld með Salóme og Siggu...bara búið að taka 2 ár í undirbúningi - get ekki beðið eftir að rifja upp gamla góða tíma í BARCELONA núna á föstudaginn

en þangað til næst - LIFIÐ HEIL

föstudagur, júní 22, 2007

NÚ MEGA DANIRNIR VARA SIG ;O)

Loksins fékk ég bréf frá CBS sem hljóðaði svona:

,,We are happy to inform you that you have been conditionaly accepted to the two-years master's programme MSc in Economics and Business Adminstration. You have been accepted to the specialisation International Marketing and Management from 1 September 2007.

On behalf of CBS, we welcome you to the programme and hope you will enjoy studying here"....

Verð bara að segja ég er svo GLÖÐ....JÍHA JÍHA

Þó held ég að Eva frænka sé mest að springa úr spenningi....bara gaman hjá okkur næsta vetur og nóg að læra - spurning um að byrja að leita að íbúð og svona ;o)

Gleðilegan flöskudag og eigið góða helgi í góða veðrinu, kannski maður kíki bara í ÚTILEGU!!

Loksins lætur maður sjá sig ;o)

Sumarið er svo sannarlega tíminn!! Ohhh ég elska þennan tíma meira en allt, hafa bjart allann sólarhringinn og veðrið leikur við mann. Annars var Kína meira en æðisleg ferð í alla staði og ekki hefði ég getað óskað mér betri ferðafélaga en þá 9 sem ég fór með.... Frekar strembin ferð en vel þess virði. Fórum á fætur um kl. 4:30 til að sjá nokkra undurmerkilega staði og ég get sagt: "I climbed the GREAT WALL!!" Ferðasagan fær að bíða betri tíma en óhætt að segja að þetta land er mikið meira en myndaefni. Er allavegana um 1000 myndum ríkari og ég hlakka ég til að eiga videókvöld enda um 85 videóclips af ferðinni ;o)

Eftir yndislega ferð, stopp í London þar sem við kíkum að sjálfsögðu á Oxford, djammið, Camden og á Queen showið "We will rock you" var gott að koma aftur til Ísland og sagði þreytan til sín..... mæli ekkert voðalega með 30 tímum á flugi á 14 dögum ;O) - en vel þess virði þó.

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna mína hér við hliðina á og endilega ef þið viljið vita lykilorðið látið mig vita og ég sendi ykkur það í emaili.....KOMA SVO kommenta!!!