sunnudagur, júní 07, 2009

Góðir tímar framundan ;)

Jæja þá er maður búin að vera í aldeilis bloggfríi enda tala ég bara við sjálfa mig hérna eins og ég eigi lífið að leysa ;) Þriggja vikna dvöl mín á Ísland var æðisleg í alla staði en ég ekki frá því að ég hafi verið FREKAR ÞREYTT þegar ég kom til Köben aftur. Meðal þeirra hluta sem ég gerði á klakanum og voru ómissandi voru:

* Sumarbústaðaferð með mömmu og pabba
* Skoðaði nýjustu frænkuna mína hana Þorgerði Kristínu og dúllaðist með Aðalsteini Inga
* Fór í fjórar afmælisveislur - Kalli 15 ára, Gunnar Breki 2 ára, Sara Rós 4 ára og Laufey Dís 35 ára... takk fyrir mig
* Eurovision party * 2 hjá Önnu Láru og Gaua
* Sendi út markaðsrannsóknina fyrir mastersritgerðina
* Dúllaðist með múttunni minni
* Skellti mér í sveitaferð með leikskólanum hans Aðalsteins og Jónasi
* og fór á tjúttið með Önnu Jónunni minni

Algjör snilld og mikið meira sem ég gerði en það getur tekið endalausan tíma að telja það allt upp..

Það var svo sannarlega tekið vel á móti mér þegar ég mætti heim enda stelpurnar á neðri hæðinni búnar að plana party og því var mikið fjör fyrsta kvöldið ;) Eftir að ég kom svo aftur heim til RBG hefur ekki mikið verið gert annað en að læra, hitta leiðbeinandann og skrifa ritgerðina. Tókst reyndar að næla mér í ógeðishósta og hita svo ég lá í rúminu í nær viku.... en tók þó "frí" frá veikindum og skellti mér á Emiliönu Torrini tónleika sem voru ÆÐI!

en nú að góðu tíðindunum - því á miðvikudaginn eru Anna Lára og Anný að mæta á svæðið og ætla að heiðra mig með nærveru sinni í viku. Vá hvað ég hlakka til! Stella mætir svo á svæðið á miðvikudaginn 17. júní og náum við bókað að dandalast og chilla saman í tvo daga þar til hún fer aftur til London...næs líf ;) og síðast en ekki síðst ætlar Gyða Mjöll að chilla með okkur RBG-ingum í nokkuð marga daga....og Guðrún að koma frá Stokkhólmi og Dana/exDana/Svía Dísarhitting.

Vildi bara láta smá up-date hérna inn.... þangað til næst, verið þið hress og ekkert stress!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka rosa mikið til að koma. Bara tveir dagar :)
kv.
Anna Lára

Sella sagði...

já hlakka svo sannarlega til að fá ykkur, heyrðu kannski þið takið með ykkur regnhlíf til öryggis...veður spáin er alltaf að breytast!

knús til ykkar!

Stella sagði...

Vá hvað ég hlakka til að koma til ykkar, get varla beðið að sjá Köben í fyrsta sinn.
Lovjú skvís

Nafnlaus sagði...

mikið hlýtur að vera gaman hjá ykkur stelpunum mínum :) Hafið það mega gott og góða skemmtun :* knúúúús yfir hafið! - Magga -