mánudagur, júní 22, 2009
sunnudagur, júní 07, 2009
Góðir tímar framundan ;)
Jæja þá er maður búin að vera í aldeilis bloggfríi enda tala ég bara við sjálfa mig hérna eins og ég eigi lífið að leysa ;) Þriggja vikna dvöl mín á Ísland var æðisleg í alla staði en ég ekki frá því að ég hafi verið FREKAR ÞREYTT þegar ég kom til Köben aftur. Meðal þeirra hluta sem ég gerði á klakanum og voru ómissandi voru:
* Sumarbústaðaferð með mömmu og pabba
* Skoðaði nýjustu frænkuna mína hana Þorgerði Kristínu og dúllaðist með Aðalsteini Inga
* Fór í fjórar afmælisveislur - Kalli 15 ára, Gunnar Breki 2 ára, Sara Rós 4 ára og Laufey Dís 35 ára... takk fyrir mig
* Eurovision party * 2 hjá Önnu Láru og Gaua
* Sendi út markaðsrannsóknina fyrir mastersritgerðina
* Dúllaðist með múttunni minni
* Skellti mér í sveitaferð með leikskólanum hans Aðalsteins og Jónasi
* og fór á tjúttið með Önnu Jónunni minni
Algjör snilld og mikið meira sem ég gerði en það getur tekið endalausan tíma að telja það allt upp..
Það var svo sannarlega tekið vel á móti mér þegar ég mætti heim enda stelpurnar á neðri hæðinni búnar að plana party og því var mikið fjör fyrsta kvöldið ;) Eftir að ég kom svo aftur heim til RBG hefur ekki mikið verið gert annað en að læra, hitta leiðbeinandann og skrifa ritgerðina. Tókst reyndar að næla mér í ógeðishósta og hita svo ég lá í rúminu í nær viku.... en tók þó "frí" frá veikindum og skellti mér á Emiliönu Torrini tónleika sem voru ÆÐI!
en nú að góðu tíðindunum - því á miðvikudaginn eru Anna Lára og Anný að mæta á svæðið og ætla að heiðra mig með nærveru sinni í viku. Vá hvað ég hlakka til! Stella mætir svo á svæðið á miðvikudaginn 17. júní og náum við bókað að dandalast og chilla saman í tvo daga þar til hún fer aftur til London...næs líf ;) og síðast en ekki síðst ætlar Gyða Mjöll að chilla með okkur RBG-ingum í nokkuð marga daga....og Guðrún að koma frá Stokkhólmi og Dana/exDana/Svía Dísarhitting.
Vildi bara láta smá up-date hérna inn.... þangað til næst, verið þið hress og ekkert stress!!
Birt af Sella kl. 12:03 e.h. 4 ummæli