þriðjudagur, mars 24, 2009

Back to normal life....

Jæja frekar langt síðan ég skrifaði hérna en well.... London var æði gæði í alla staði! Gerði allt sem mig langaði að gera, kíkti smá í búðir, matarmarkað, Seven Dials, Camden, stelpuferð í bíó, leikritið The Possibilities í skólanum hjá Stellu og svo var markmiði ferðarinnar náð.... hanga sem mest með Stellunni minni ;) Takk æðislega fyrir mig, bíð spennt eftir að vita þegar hún er búin að panta flug til Köben.

Eftir London ferðina tók við smá lærdóms og stefnumótarvinna fyrir ritgerðina mína, en daginn sem ég fór til London fann ég loksins leiðbeinanda svo ég varð víst að gera eitthvað bitastætt áður en ég hitti hann ;) Eftir mikla ritstíflu kom ég þó loksins einhverju á blað og hitti Per í síðustu viku - svo þetta er allt að gerast ;) bara erfitt að koma sér af stað...hlakka þegar ég er komin á flug!

Helgin síðasta var svo ÆÐISLEG Í ALLA STAÐI..... því mútta kom í heimsókn. Hún skellti sér í stutta Köben ferð með Gurrý og Ollu (mömmur Siggu og Ágústar Inga, fyrir þá sem ekki vita). Helgin var fullskipuð af skemmtilegum hlutum líkt og:

* út að borða á Reef 'n Beef
* Strawberry Daquiri og öl
* Búðarrölt
* Kósýheit og kaffihúsa stemning
* Matarboð hjá Ágústi Inga og Björgu (nautalundir og berneise klikkar aldrei)
* Heimsókn til Sibbu
* Kaupmannahafnar göngutúr
* Út að borða með Evu frænku og fjölskyldu
* og margt margt fleira!

Það var því leiðinlegt að kveðja trillurnar þrjár úti á flugvelli í gær - vonandi sé ég þær bara sem fyrst..... og núna er bara back to the normal life, lærdómur, skil til leiðbeinanda og hittingur með honum í næstu viku....en þangað til næst - hafið það gott elskurnar mínar ;o)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeg siger tak sa meget! Þetta var frábært í alla staði og þú ert höfðingi heim að sækja!!
Hættulegt því ég gæti tekið upp á því að koma aftur í sumar:)
kveðja,
mamma

Sella sagði...

Líst ekkert smá vel á það múttan mín...... þvílíkt gaman að fá þig og ekki verr að fá svona líka flottar gjafir - PÁSKAEGGIÐ og lambakjöt fá þó STÆRSTA PLÚSIN ;)

Hlakka bara til að fá að vita hvenær þú kemur í sumar.... verð með tilbúin rúmföt og handklæði eins og gistiheimili RBG sæmir ;o)

Stella sagði...

Sella mín það var æði að hafa þig hjá mér, ég fer að plana Köben bráðum ég lofa.
en ísútaðborða var best

Sella sagði...

"ís út að borða" var geggjað....hefði alveg getað farið nokkrar svoleiðis ferðir í viðbót ;) Spurning hvað ég hefeði þurft að bæta við mörgum flugsætum til að komast aftur hingað heheh.

En hlakka til að fá þig....góða skemmtun á klakanum elskan mín